Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1994, Qupperneq 21

Ægir - 01.11.1994, Qupperneq 21
sérlega ánægbur með þab fólk sem valdist með mér í stjóm og varastjórn. Á þessari stundu er það ekki alveg mótað í mínum huga hvað beri að gera. Ég tel þó ab menn verði að horfast í augu við þab að sums staðar verbur að sameina fiskideildir. Það þarf með skipulögðum hætti að fá útvegs- menn og fleiri til þess að taka virkari þátt í starfsemi félaganna. Hvab varðar þá afstöbu LÍÚ að neita ab senda fulltrúa á Fiskiþing tel ég það mikil mistök fyrir þá sjálfa. Fiskiþing og Fiskifélagið standa þó ekki né falla með ákvörðun LÍÚ. Það er mikilvægt að LÍÚ sendi fulltrúa sína þó starfandi útgerðarmenn sitji á Fiskiþingi. Ég hef rætt við formann LÍÚ og reikna með ab samskiptin verði góð í framtíöinni." Fiskifélagið er framfarafélag Hvemig telur þú að fjármál Fiskifé- lagsins verði tryggð? „Ég hef ekki farið ofan í málin til hlítar en veit að það hefur mátt þola mikla tekjuskerðingu og á fjárlögum er ekki gert ráð fyrir sérstakri fjárveitingu til félagsins. Menn verba að horfast í augu við þann veruleika að hagsmuna- og fram- farafélög eins og Fiskifélagiö geta ekki ætlast til fjárstuðnings frá hinu opin- bera. Slíkur stuðningur er tímaskekkja á vissan hátt og ég held að það sé til lítils fyrir menn að gráta það hlutskipti að fá ekki fjárveitingu af fjárlögum til félagsstarfsins. Ég tel ab ljúka þurfi sem fyrst stuðningi hins opinbera á þessum grunni sem og við bændasamtökin. Fiskifélagið hefur þá sérstöðu að vera fyrst og fremst framfarafélag en ekki hagsmunafélag í sama skilningi og LÍÚ og sjómannasamtökin. Fiskifélagib er meb mjög verðmætar upplýsingar og vinnur mjög verðmæt störf fyrir okkar þjóðfélag og fyrir þessar upplýsingar ber að borga. Fiskifélagib getur eitt unnið upplýsingar fyrir skiptaverðsnefndina sem sett var á lagg- ir í vor samkvæmt lögum. Ríkisvaldið og aðrir em ab kaupa þessar upplýsing- ar, að mínu mati, á of vægu verði. Ég tel að grundvöllur félagsins verði best tryggður með samningum um ákveðin verkefni, einkum fyrir hið op- inbera. Sjávarútvegurinn þarf einnig að átta sig á því að Fiskifélagið getur ekki látiö í té upplýsingar án þess að greiðsla komi fyrir. Til viðbótar vil ég nefna að eðlilegt er að ríkib greiði fyrir fræbslustarfsemi á vegum Fiskifélagsins. Á vegum tækni- deildarinnar fara fram grundvallar- rannsóknir sem ríkinu ber einnig að standa straum af eins og gildir um abra slíka starsemi sem fer fram í vísinda- og rannsóknastofnunum landsins. Verð á þjónustu tæknideildar ber ab laga að breyttum þörfum félagsins. Þessi starfsemi er ómetanleg fyrir sjáv- arútveginn og þjóðfélagið og leggist hún af flyst hún úr landi." Hefur þú einhver hagsmunatengsl við sjávariítveginn nú? „Nei. Ég hef ákveðna reynslu af sjávarútvegi en er nú aiþingismaður og gegni þess utan tæpast öðrum laun- uðum störfum. Kannski hefur þetta „hlutleysi" ef svo má segja verið ein ástæba þess að til mín var leitað um formennsku en ég býst líka við að margir hafi vitað ab ég hef alltaf verið mikill fiskifélagsmaður og vil berjast fyrir framgangi félagsins." O PÓLLINN HF. © AÐALSTRÆTI 9-11, P.O.BOX 91, 400 ÍSAFJÖRÐUF I SÍMI 94-3092 FAX 94-4592 POLLINN HF. ísleitarkastarar Ljóskastarar Skipstjórar, útgerðarmenn: Seljum hina viðurkenndu IBAK-kastara. Þýsk gæðavara. 3ja áratuga reynsla við erfiðustu aðstæður í heimi sanna gæðin. VEIT SÁ ER SÉR Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafvélar Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki ÆGIR NÓVEMBER 1994 21

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.