Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1994, Blaðsíða 28

Ægir - 01.11.1994, Blaðsíða 28
Þorskar eru vitsmunaverur Segir Logi Jónsson lífeðlisfræðingur í viðtali við Ægi Páll Ásgeir Ásgeirsson. Nýlegar tilraunir, sem fariö hafa fram í Stöövarfirði, sýna fram á að tiltölulega auðvelt er að hæna villt- an þorsk ab æti meb hljóðgjafa. Þetta gefur hugmyndum um fiskeldi án kvía og vangaveltum um þorsk- eldi í stórum stíl byr undir báða vængi. Ægir fór á fund Loga Jóns- sonar lífeblisfræðings sem hefur kynnt sér lífeðlisfræbi fiska allvel og spurbi hann hvort þorskurinn væri greindur. „Það er hin mesta hneisa að líkja heimskingja við þorsk. Þorskar eru vitsmunaverur. Annars myndu þeir ekki lifa af. Þab hafa verið geröar ítarlegar til- raunir á fiskum almennt, þar á meðal þorski. Þessar tilraunir felast í hefð- bundnu áreiti sem er tengt umbun eða áreiti tengt refsingu. Þab kemur í ljós að fiskar læra mjög fljótt að tengja umbun við áreiti. Það tekur þorskinn aðeins örfá skipti. Þetta er notað í rík- um mæli í fiskeldi við „fóðrun eftir þörfum". Þegar fiskurinn er svangur þarf hann ab koma upp úr vatninu og ýta við plötu og þá fellur fóður í vatn- ið. Þetta er hann afar fljótur að læra. Á þennan hátt er hægt að bæta mjög fóðurnýtingu." Fijótur að læra „Helstu tilraunir sem tengjast þorski sérstaklega lúta að heyrn þorsksins. Markmib þeirra var að kanna hve mik- ið hann heyrði beinlínis og hve mikið hann skynjaði með hliðarrákinni. Það var gert með því að mæla hjartslátt þorsksins og fylgjast meb breytingum á honum við ýmis hljóð en rafstuö í sporðinn var látið fylgja í kjölfar hljóðsins. Mjög fljótlega sýndi þorsk- urinn hræðsluviðbrögö með hjartslátt- arbreytingum þegar hljóbið heyrðist." Þeir sem störfubu við fóðrun þorskins í Stöðvarfirði þóttust fljótlega sjá að fiskurinn þekkti hljóðið í bátn- um sem notaður var. Heyrir þorskurinn mjög vel? „Hann heyrir mjög vel en hann heyrir á allt öbra tíönisviði en maður- inn. Hann heyrir mjög vel hljób á lágri tíðni eða svokölluð infrahljóð. Mann- leg heyrn liggur á bilinu 20-20.000 Hz og við heyrum best á 1.000-4.000 Hz. Þorskurinn heyrir fremur illa hljóð sem liggja yfir 1.000 Hz. Lágtíðnihljób heyrir hann mjög vel allt niður á sveiflutíðni þar sem hver hljóðbylgja Logi Jónsson lífeðlisfræðingur. tekur 10 sekúndur. Á þessu lága sviði berst hljóð mjög vel og þarf litla orku til að flytja það langan veg. Þorskurinn skynjar einnig mjög vel stefnu hljóðs- ins." Ratar hann með eyrunum? Hvað er það í sjónum sem gefur frá sér þessa lágu tóna sem þorskurinn heyrir svo vel? Það er ekki þorsk að fá í þessum firði, þurru landi eru þeir á og einskis virði. Páll Ólafsson um Loðmfirðinga. „Það er margt, t.d. hreyfingar sjávar- ins. Hringstraumar og rastir við strend- ur landsins gefa frá sér hljób af þessu tagi. Hafstraumar þar sem þeir skella á landgrunnsköntum gefa frá sér hljóð á lágri tíðni. Það er mjög sennilegt ab þorskurinn noti meðal annars þessa næmu lágtíðniheyrn til þess ab rata. Til gaman má geta þess að svipaður eiginleiki til þess að greina lágtíðni- hljób hefur greinst hjá bréfdúfum og talið ab það eigi sinn þátt í annálaðri ratvísi þeirra og þær „heyri" t.d. stab- vinda gnauða á fjöllum. Hljóð ferðast fimm sinnum hraðar í vatni en í iofti og getur borist mjög langt við litla orku." Út afþessum upplýsingum má leggja á þann hátt að betra sé að tala við þorskinn með djúpri röddu en hárri. Bassar eru því betri en sópranar til þess að tala við þorsk. En liafa Islendingar rannsakað skynjun þorsksins á einhvem hátt? „Við höfum aöeins skoðað bragð- skyn hjá þorski. Fiskar hafa mikið af bragðlaukum, bæði í munninum og kringum hann. Á skeggþráðum þorsks- ins eru t.d. næmir bragðlaukar og hann getur þannig synt eftir botnin- um og stöðugt verið að smakka á því sem þar býðst. Vib höfum því miður haft slæma aðstöðu til þess að halda sjávarfiska. Tilraunir af þessu tagi er erfitt ab gera nema í náttúrulegu um- hverfi. Nú er Hafrannsóknastofnun að setja af stað verkefni á Stab í Grindavík sem lýtur að rannsóknum á tímgun og uppvexti þorsks á seiöastigi og er það vel því rannsóknum á þorski í náttúru- legu umhverfi hefur ekki verið sinnt." Sér ágætlega Hvað með aðra skynjun. Sér þorskur- inn vel? „Já, hann sér ágætlega en skyggni í sjó er afar takmarkað. 15 metra skyggni telst mjög gott á grunnu vatni og um leið og komið er niður á 20-30 28 ÆGIR NÓVEMBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.