Ægir - 01.11.1994, Blaðsíða 29
metra eru litir horfnir og þar fyrir neöan er
myrkur. Þá styðst þorskurinn viö önnur
skynfæri. Hann heyrir trúlega sundhreyfing-
ar annarra fiska, með hliðarrákinni skynjar
hann bylgjuhreyfingar í næsta nágrenni
sínu og hefur bragð- og lyktarskyn.
Hann hefur nef og lyktarþekju og lyktar-
skynið virðist einkum bundið við svokallaða
ferómóna sem eru boðefni milli einstak-
linga. Þefskynið virðist því einkum sinna
samskiptum einstaklinga en getur verið
veiðitæki líka.
Fiskar reiða sig mjög á bragðskyn. Það er
vel þekkt fyrirbæri að fiskar taka fæðu upp í
munninn og smjatta á henni og spýta henni
iðulega út aftur. Þetta getur endurtekið sig
nokkrum sinnum áður en fiskurinn endan-
lega ákveður að gleypa fæðuna. Þeir virðast
á stundum íhaldsamir á fæðu og þekkt er,
t.d. í fiskeldi, að erfitt getur veriö að skipta
um fóður.
Það eru þrjár mismunandi heilataugar
sem sjá um bragðskyn, hver um sinn klasa
bragðlauka, og virðist skýr verkaskipting
milli þeirra."
Hagnýtt gildi
Hvert er hagnýtt gildi tilrauna afþessu tagi
sem miða að því að þekkja skynjun og gáfna-
far fiska?
„Það hefur margvíslegt notagildi að
þekkja hvernig hægt er að hæna fisk og
stjórna honum með hljóðmerkjum. Menn
hafa lengi reynt að finna hentuga gervi-
beitu. Það er uppfinning sem gæti sparað
bæði vinnu og vélakost við línuveiöar. Til
þess þurfa menn að þekkja skynfæri og
fæðuval þorsks t.d. en þaö hefur komiö í ljós
að þetta er ekki einfalt mál. Lykt er ekki
samsett úr einu efni heldur fjölmörgum og
leitin að réttu blöndunni stendur enn yfir.
Smekkur fisks er trúlega misjafn eftir svæð-
um og árstíðum svo gervibeita þyrfti að vera
af mörgum gerðum.
Rannsóknir á skynjun fiska geta leitt í ljós
vitneskju sem nýtist við gerð veiðarfæra. Það
gæti t.d. verið forvitnilegt aö mæla hljóð
sem veiðarfæri gefa frá sér í sjónum.
Það er brýnt að við skiljum sem flesta
þætti í líffræði þorsksins og annarra nytja-
fiska. Við þurfum að afla sem allra mestrar
grunnþekkingar því mörg dæmi sýna að
erfitt er að sjá fyrir hvenær þörf verður fyrir
þekkinguna." □
Sértílboð 1
til lesenda Ægis
LÁRUS HÓMÓPAH
Náttúrulæknir í hörðu stríði við illvíga sjúkdóma.
Elskaður af alþýðu en litinn homauga af yfirvöldum.
Einstæð bók um sigra og ósigra ógleymanlegs manns
í starfi og einkalífi eftír Guðrúnu P. Helgadóttur.
JÓIAGJÖFIN í ÁR
Vitjið bókarinnar hjá Skerplu.
Sendum í póstkröfu hvert á land
sem er fyrir aðeins 200 krónur.
skerpla
Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík
Sími 91-681225 Bréfsími 91-681224
ÆGIR NÓVEMBER 1994 29