Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1994, Síða 33

Ægir - 01.11.1994, Síða 33
Slysavarnafélag íslands í fremstu röð segir Hálfdán Henrýsson Slysavarnafélag íslands kemur að öryggi sjómanna á margvíslegan hátt. Það annast stjórnstöð björgunar við strendur landsins, rekur tilkynningaskylduna og Slysavarna- skóla sjómanna. Það sem gerist utan 12 mílna heyrir undir Landhelgisgæsluna. Tilkynningaskyldan hefur verið starfrækt frá 1968. Um- ræða um slíka öryggisþjónustu hafði þá staðið í nokkurn tíma en þegar síldarbáturinn Stígandi frá Ólafsfirði fórst norður í höfum komst hreyfing á. Nú er tilkynningaskyldan tölvuvædd og með henni er haft vakandi auga með flotan- um. Öll íslensk skip eru tilkynningarskyld hvar sem þau eru og tilkynna sig þrisvar sinnum á dag að varðskipunum und- anskildum. Tilkynningaskyldan á engan sinn líka í heimin- um og er eitt skýrasta dæmið um forystuhlutverk íslendinga þegar öryggismál sjómanna eru annars vegar. Hálfdán Henrýsson úti kuldanum. Síðan viðtalið við Hálfdán var tekið hefur mikið gengið á hjá Slysavarna- félaginu og hann gegnir ekki lengur starfi deildarstjóra þar. Það breytir ekki þeim upplýsingum sem fram koma hér. Frá 1983 hefur verið unnið að undirbúningi þess að til- kynningaskyldan verði algjörlega sjálfvirk og mögulegt verði að staðsetja skip á 15 mínútna fresti allan sólarhring- inn. Þetta verkefni er á lokastigi og ákveðið að árið 1999 skuli öll íslensk skip hlíta því. Að sögn Hálfdáns Henrýsson- ar deildarstjóra SVFÍ sem stýrir tilkynningaskyldunni þarf að setja upp tækjabúnaö í landi fyrir 150 milljónir en hvert skip þarf búnað sem svarar einu farsímaveröi. Reyndar eru þegar um 100 íslensk skip sem tilkynna sig sjálfvirkt gegn- um gervihnött nú þegar með svokölluðum Standard C bún- aði. Fyrst um sinn er ekki reiknað með að sjálfvirk tilkynn- ingaskylda leysi núverandi fyrirkomulag af hólmi heldur verði eftirlitshlutverk áfram í stjórnstöð SVFÍ. Sjálfvirka tilkynningaskyldan er alfarið íslensk hönnun, unnin af starfsmönnum verkfræðideildar Háskóla íslands undir stjórn Þorgeirs Pálssonar núverandi flugmálastjóra. Ekki verður notast við gervihnattasamband heldur stöövar á landi og er mikill kostnaður við notkun gervihnatta megin- ástæðan. íslendlngar í fararbroddi „Ég tel að við íslendingar séum í fararbroddi í heiminum hvaö varðar öryggismál sjómanna. Hingað sækja menn fyr- irmyndir annars staðar að úr heiminum," sagði Hálfdán Henrýssson í samtali við Ægi og nefndi sem dæmi gúmmí- björgunarbáta, björgunargalla, neyðarsenda í björgunarbát- um og margskonar annan búnað. „Mörg stór fyrirtæki á sviði fjarskiptatækni í heiminum hafa sýnt sjálfvirku tilkynningaskyldunni mikinn áhuga." Hafa íslendingar fylgst með þróuninni í öryggismálum sjómanna? Eru einhverjar breytingar á næsta leiti? „Það er verið að koma upp alþjóðlegu neyðarfjarskipta- kerfi sem heitir GMDSS. Það er skammstöfun fyrir Global Maritime Distress Safety System. Það byggir á nýjum neyð- arbaujum sem verða settar í öll skip ofan ákveðinna stærð- armarka og senda út á 406 megariðum. Þessar baujur verða forritaðar þannig að þegar berst neyðarkall frá þeim koma fram upplýsingar um nafn skips, útgerð, eiganda og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Þetta þýðir að mun fyrr verður hægt að ganga úr skugga um hvort neyðarkallið sé raun- verulegt eða ekki. Kerfið á að taka í notkun fyrir eða um aldamót en því miður er vitað gð þegar er búið að selja meira en þúsund óskráðar baujur," sagði Hálfdán. Myndir þú telja að öryggi íslenskra sjómanna væri borgið með þeim búnaði sem iögbundinn er um borð í skipum í dag? „Það er margt af góðum búnaði um borð í íslenskum skipum. Það er enginn búnaður betri en skipið sjálft. Fræðsla í notkun hans er brýnasta málið nú að mínu mati. Þar er mikið verk að vinna." Hvernig býr hið opinbera að starfsemi Slysavarnafélags- ins? Er því gert nægilega kleift að sinna hlutverki sínu? „Ég lít á okkur sem verktaka fyrir ríkið. Við tókum að okkur tilkynningaskylduna og fáum ákveðna upphæð til þess. Við erum þokkalega sáttir og höfum náð að hagræða í okkar rekstri. Mér finnst stjórnvöld hafa sýnt okkur skiln- ing." Ekkert ákveðið enn Hjá Pósti og síma fékk Ægir þær upplýsingar að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um það hvernig reglugerð um sjálfvirka tilkynningaskyldu yrði framfylgt. Stefnt væri ÆGIR NÓVEMBER 1994 33

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.