Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1994, Qupperneq 38

Ægir - 01.11.1994, Qupperneq 38
ekki liðið. Árið 1991 flokkuðust 13 banaslys undir sjóslys og drukknanir, 22 slys árið 1992 en 11 árið 1993. „Minn stóri draumur er að lifa slysalaust ár meðal sjó- manna. En mér finnst ekki sennilegt að það verði meöan ég lifi. Þó slysaskráning sé ekki fullkomin þá vitum við að í hverri viku slasast 10 sjómenn. Þetta er alltof mikið. Við verðum að fá sjómenn í lið með okkur. Við leggjum þeim tækin í hendur á þessum námskeiðum en þeir verða að halda þekkingunni við sjálfir." Siglingamálastofnun ríkisins Skyndiskoðanir nauðsynlegt aðhald Páll Gubmundsson Siglingamálastofnun fylgist með búnaði skipa samkvæmt lögum. Skoðun á bol fer fram árlega á tréskipum en á tveggja ára fresti á stál- og plastbátum. Vélbúnaður og ör- yggisbúnaður er skoðaður árlega. Á grundvelli þessa eftirlits Páll Guðmundsson yfirmaóur skoðunardeildar Siglingamálastofnunar: „Við reynum á þessari stofnun að sinna okkar hlutverki en viljum minna á að ábyrgðin er auðvitað mest hjá sjómönnunum sjálfum." tæki en slík þjónusta er veitt á mörgum slökkvistöðvum og hjá einkaaðilum. Hvorttveggja skal skoða árlega. Að sögn Páls Guðmundssonar yfirmanns skoðunardeild- ar Siglingamálastofnunar eru teknar stikkprufur hjá þeim aðilum sem veita þessa þjónustu bæði á búnaði þeirra til verksins og gæðum þjónustunnar. „Þetta veitir nauðsynlegt aðhald," sagði Páll í samtali viö Ægi. Hann sagði aö ávallt væru nokkur brögö að því að skip stæðust ekki fyrstu skoðun og bæta þyrfti úr nokkrum atríö- um áður en skírteini fengist endurnýjað. „Sem dæmi má nefna að fylgjast þarf vel með tækjabún- aði og raflögnum í eldri trébátum. Útleiðsla í trébát getur leitt til þess aö saumurinn tærist á mjög skömmum tíma." Skyndiskoðanir eru algengar hjá Siglingamálastofnun og sagði Páll að stundum væri allt að fimmtungur þilfarsskipa skoðaður árlega. „Þessu var komið á af þörf og þetta veitir feiknarlegt að- hald. Komi fram við skyndiskoðun að endurbótum hafi ekki verið sinnt höfum við stundum sett báta í farbann í samvinnu við yfirvöld á hverjum stað." Páll sagði að einu viðurlögin við brotum á reglugeröum væri að fresta útgáfu skírteinis. Sektum væri ekki beitt en þegar Landhelgisgæslan stendur skip aö því að vera á sjó án tilskilinna pappíra eða skip verða uppvís að því að sleppa skoðun hefur farbanni verið beitt. „Við reynum á þessari stofnun að sinna okkar hlutverki en viljum minna á að ábyrgðin er auövitaö mest hjá sjó- mönnunum sjálfum." Páll taldi ab mikil breyting hefði oröiö á til hins verra á síðari árum með breytingum á sjósókn og fækkun í áhöfn- um skipa. Nú tæki áhöfnin engan þátt í viðhaldi milli ver- tíba eins og áöur var og þekkti búnaö skipsins því ekki eins vel. Þessu hefði Slysavarnaskóli sjómanna sinnt nokkuð vel en samt mætti gera betur. „Það vantar að mínu viti ekkert upp á þann öryggisbún- að sem lögbundinn er um borð í skipum. Það sem vantar er ab menn kunni að nota þennan búnað. Æfingin skapar meistarann." Páll sagði ab samkvæmt reglum sem gilda hér ættu að vera björgunaræfingar í öllum stærri skipum á þriggja mán- aða fresti. Hert ákvæði er að finna í alþjóðlegum reglum sem kenndar eru við Torremolinos. Þess er vænst að Alþingi staðfesti í vetur aðild íslendinga aö þeim. Veðurstofa íslands er skipi fengið haffærisskírteini en ekkert skip má láta úr höfn án þess. Skírteinin eru jafnan gefin út til árs en stund- um gilda þau skemur sé þáttum í búnaði skips áfátt. Sigl- ingamálastofnun fylgist ennfremur með starfi annarra eftir- litsaðila, s.s. þeirra sem skoba gúmmíbáta, en alls hafa sjö aðilar á landinu leyfi til þess, og þeirra sem taka út slökkvi- Aukin sjálfvirkni Magnús Jónsson veðurstofustjóri Veðurstofa íslands stefnir að uppbyggingu nets sjálf- virkra veðurathuganastöðva víða um land. Að sögn Magn- úsar Jónssonar veðurstofustjóra er hér um að ræða þróun 38 ÆGIR NÓVEMBER 1994

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.