Ægir - 01.11.1994, Qupperneq 40
sem fylgir tækninni sem stöðugt fleygir fram og mun þess-
um stöövum fjölga mjög á næstu árum. Slíkar stöðvar hafa
þegar verið settar upp á nokkrum annesjum þar sem ekki
hafa veriö veðurathuganir ábur, t.d. á Bjargtöngum og Fonti
á Langanesi og verib er ab setja upp slíka stöb upp vib
Skarðsfjöruvita. Fyrsta sjálfvirka stöðin var sett upp á Kam-
banesi milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar þegar búseta
þar lagðist af fyrir nokkrum árum. Auk þessa eru þegar sjálf-
virkar stöbvar á Gjögri og Grímsey.
„Þab er síöan markmib okkar að miðla upplýsingunum
beint til notendanna sem eru ekki síst sjómenn," sagði
Magnús í samtali við Ægi. Hann taldi vænlegast að tengja
net slíkra stöðva við sjálfvirka símsvörunarþjónustu sem
notendur greiddu lítillega fyrir. Hann sagði að við staðsetn-
ingu stöðvanna yrði tekið tillit til óska sjómanna og íbúa á
hverju svæði enda væru það sjómenn á smærri bátum sem
reiddu sig mest á þessa þjónustu. Á a.m.k. tveimur stöðum
á landinu er um slíka beina miölun að ræöa nú þegar. Á
Höfn í Hornafirði og Grindavík eru reknar sjálfvirkar stöðv-
ar sem eru tengdar beint við tölvu á hafnarvoginni. Þar er
einnig aflestur af öldumælisduflum við innsiglingu og er
þessi þjónusta mjög mikið notuð. Þessar stöðvar eru í eigu
Vita- og hafnamálastofnunar.
Magnús Jónsson veðurstofustjóri: „Veðurstofan á í þeim
vanda að henni er í vaxandi mæli gert að afla sér eigin
tekna af þjónustu sem hún selur. Það er mjög óþægilegt
og algjörlega óviðunandi fyrir okkur að þurfa að standa í
einhvers konar samkeppni við aðrar ríkisstofnanir eins og
Vegagerðina sem er í annarri aðstöðu."
„Þaö hafa komið upp nokkur vandamál með fjarskipti á
þeim stöðum þar sem sambandið vib sjálfvirku stöövarnar
byggir á farsímasambandi. Þab eru skuggar í farsímakerfinu
sem útiloka uppsetningu slíkra stöðva á nokkrum stöðum.
Gervihnattasamband kæmi til greina en er mjög dýrt,"
sagði Magnús.
Sjómenn hafa horft með nokkurri öfund til sjálfvirks
veðureftirlits sem Vegagerðin hefur komið upp á nokkrum
stöðum á landinu og er tengt beint við textavarp Sjónvarps.
Magnús var spurður hvort slík tenging kæmi til greina.
„Veðurstofan á í þeim vanda að henni er í vaxandi mæli
gert að afla sér eigin tekna af þjónustu sem hún selur. Það
er mjög óþægilegt og algjörlega óviðunandi fyrir okkur að
þurfa að standa í einhvers konar samkeppni við aðrar ríkis-
stofnanir eins og Vegagerðina sem er í annarri aðstöðu. Ég
hef farið fram á að þetta mál verði tekið upp á ráðuneytis-
grundvelli."
Krafan um að Veðurstofan veiti frjálsan og ókeypis að-
gang ab veðurspám gegnum textavarpiö samræmist illa
kröfunum um auknar sértekjur en trúlega verður slík miðl-
un að veruleika í náinni framtíð. Hugmyndir eru í gangi um
að veita upplýsingum frá öllum sjálfvirkum stöbvum inn í
textavarpið.
„Við teljum að aðgengi gegnum síma sé hagkvæmast fyr-
ir alla sem þurfa að nota þessa þjónustu. Það er útilokað að
koma öllum upplýsingum til skila gegnum útvarp eins og
gert hefur verið. í framtíðinni geta menn svo tengst slíkri
þjónustu gegnum tölvur og símamódem. Nú þegar hafa
nokkrir aðilar slíkan abgang að upplýsingum Veburstofunn-
ar."
Stýrimannaskólinn
Fjársvelti dregur úr
öryggisfræðslu
Páll Ægir Pétursson kennari
„Það hefur mjög dregið úr framlögum stjórnvalda til
Stýrimannaskólans. Nemendum hefur fækkað en tímum
hefur einnig fækkað og meðal annars hefur þetta leitt til
þess að öryggisfræbsla hefur dregist saman. Áður var farið í
æfingaferðir meb varðskipi en nú eru þessar feröir aflagðar
nema fyrir útsjónarsemi einstakra nemenda og kennara,"
sagði Páll Ægir Pétursson kennari við Stýrimannaskólann í
samtali við Ægi. í æfingaferðum þessum er æfð beiting skips
fari maður fyrir borö og farið í ýmis öryggisatriði.
Páll Ægir er að leggja síðustu hönd á öryggishandbók fyr-
ir verðandi sjómenn og yfirmenn skipa sem hann hefur
samið fyrir menntamálaráðuneytið. í bókinni er fjallað um
skipið sjálft og helstu gerðir skipa, veibarfæri, stjórntæki,
sjóvinnu, meðferð afla, vinnuvistfræbi. Sérstakur hluti bók-
arinnar fjallar um öryggismál sjómanna og þriðji og síðasti
hlutinn fjallar um umhverfismál.
Nefnd á vegum menntamálaráðuneytis er að endurskoða
menntamál sjávarútvegsins og umrædd handbók verður
hluti af þeirri endurskoðun sem meðal annars miðar að því
að koma kennslu í sjávarútvegsfræðum inn í grunnskólana.
40 ÆGIR NÓVEMBER 1994