Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1994, Qupperneq 44

Ægir - 01.11.1994, Qupperneq 44
Að sögn starfsmanna Siglingamálastofnunar gætir nokk- urs misskilnings bæði meðal sjómanna og annarra á því hvað sé átt við þegar talað er um björgunarbúninga. Samkvæmt reglugerð skal hvert skip 12 metrar að lengd eða meira vera búið björgunarbúningum fyrir alla skipverja. Flot er uppdrifskraftur mældur í N (newton). 10 N fleytir um það bil 1 kg af t.d. járni. □ Námskeið Haldin verða námskeið við Slysavarnaskóla sjómanna sem hér segir: Almennt námskeið: - Reykjavík 7.-11. nóv. - Stykkishólmur 13.-16. nóv. - Reykjavík 21 -24. nóv. - Reykjavík 28.-1. des. - Reykjavík 5.-8. des. Lyfjakistunámskeið 30.-2. des. Slysavarnaskóli sjómanna Sími 91-624884 • 985-20028 Spánverjar ekki í Norðursjóinn Nú er tekist harkalega á um hvort Spánverjum verði leyft að veiða í Norðursjó í samræmi við fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Fiskimenn á Shetlandseyjum og í Skotlandi eru lítt hrifnir af þeim áformum og enn minna hrifnir af leyndinni sem hvílir yfir samningaviðræðunum. Þeim varð ögn rórra um miðjan október þegar sir Hector Monro sjávarútvegsráöherra Skota lýsti því yfir á fundi aö Spánverjum yröi aldrei hleypt inn í Norðursjó. Svart- sýnismenn segja þó loforð hans innantóm og bíða niður- staðna viðræðna. (Fishing News okt. 1994) Skrápflúra finnst í Barentshafi Norskir fiskifræðingar hafa fundið talsvert magn af skrápflúru í Barentshafi sem ekki var vitað um áður. Áætl- uð stofnstærð er um 200 þúsund tonn og þess vænst að stofninn geti gefið vel af sér í framtíðinni eða allt að 100 þúsund tonn á ári. Ágætur markaður er í Bandaríkjunum og Kanada fyrir skrápflúruflök og söluhorfur þokkalegar á Spáni og Ítalíu. Norskir fiskifræðingar hvetja til varfærni og vilja þróa veiðarnar hægt og rólega. (Fishing News okt. 1994) Dýrasti fiskur í Svíþjóð Hæsta verð sem vitað er til að sænskir fiskimenn hafi fengið var greitt á uppboði í Stokkhólmi nýlega. Þar fór 9,5 kílóa þungur sverðfiskur, veiddur í Skagerrak á 300 sænskar krónur kílóið eða um 2.900 ísl. kr. Sverðfiskur er afar sjaldséð veiði á þessum slóðum en þykir mikið lostæti á veitingahúsum og þaö var einmitt veitingamaður sem keypti. (Yrkesfiskaren okt. 1994) Byggt yfir fisk á hafsbotni Á 40 metra dýpi út af Ure við Lofoten í Norður-Noregi er verið að gera merkar tilraunir með fiskhýsi á hafsbotni. Þar hefur verið sökkt niður tveimur steinsteyptum „byggðakjörnum" fyrir fisk sem hvor um sig er settur saman úr tólf einingum og vega þeir samtals 60 tonn og kosta 2,5 milljónir norskra króna. Það er vel þekkt fyrirbæri að fiskur laðast að skipsflök- um og fleiri hlutum á hafsbotni, s.s. olíuborpöllum og öðrum mannvirkjum, leitar þar skjóls og leitar ætis í gróðri sem fljótlega tekur sér bólfestu þar. Vísindamenn af ýmsu tagi munu fylgjast náið með því hvernig fiskur tekur sér bólfestu í þessum nýju peningshúsum og reyna að ráða í það hvort hér muni vera um vænlega aðferð við fiskeldi að ræða. (Fiskaren okt. 1994) 44 ÆGIR NÓVEMBER 1994

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.