Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 4
við í dag. Við, sem nú skipum stétt lögfræðinga, hljótum að velta því fyrir okkur
hvort við sinnum hlutverki okkar jafn vel og þeir gerðu. Getum við gert betur?
Eigum við að gera betur? Erum við öflugir málsvarar í hagsmunastarfi fyrir
stéttina okkar? Sýnum við frumkvæði? Getum við þróað og eflt starf félaga
allra lögfræðinga enn frekar? Er ástæða til þess að lögfræðingar móti einn sam-
eiginlegan, öflugan vettvang sem sinnir bæði fræðamálum og hagsmunamálum
stéttarinnar í heild? Eigum við að líta til fyrirkomulags sem aðrar stéttir hér á
landi, s.s. læknar, verkfræðingar eða viðskipta- og hagfræðingar, hafa mótað
innan sinna vébanda? Læknar hafa skapað sterkan vettvang í Læknafélagi ís-
lands enda þótt félagsmenn hafi aflað sér mjög mismunandi framhaldsmennt-
unar erlendis og haslað sér völl í sérgreinum inni á opinberum sjúkrastofnunum,
innan heilsugæslunnar eða sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar. Eiga prófess-
orar, lögmenn, lögfræðingar sem starfa í verðbréfafyrirtækjum, trygginga-
félögum eða öðrum einkafyrirtækjum, ráðuneytisstjórar, sýslumenn og dómarar
eitthvað sameiginlegt? Geta þeir miðlað hver öðrum fróðleik og reynslu sem
nýtist faglega og stéttarlega í senn? Eigum við að líta til fyrirmynda á öðrum
Norðurlöndum, s.s. í Danmörku og Noregi, þar sem starfa mjög öflug heildar-
samtök lögfræðinga? Getur sterkur sameiginlegur vettvangur og starfsemi haft
þýðingu, sjáum við fyrir okkur að starfrækt verði öflug þjónustumiðstöð fyrir
lögfræðinga hér á landi? Getum við eflt starfsemi okkar og t.d. fengið reglulega
hingað til lands erlenda fyrirlesara, sett á fót starfsmenntunarsjóð og gert starf-
andi lögfræðingum kleift að taka frí frá störfum í 1- 2 mánuði eða lengur til þess
að sinna fræðastörfum og rannsóknum, tekið þátt í því að þróa og efla menntun
lögfræðinga, m.a. með stuðningi við lagadeild Háskóla íslands? Eiga lögfræð-
ingar að móta öflugan málsvara í grundvallarumræðu um lögfræðileg álitaefni
í þjóðfélaginu og sýna þar frumkvæði og hafa áhrif á þróun sviðsins?
Æskilegt væri að forsvarsmenn allra félaga lögfræðinga hugleiddu hvort
ástæða sé til þess að sækja fram með þessum hætti. Ovíst er að allir deili hér
sömu skoðunum eða komist að sömu niðurstöðu. Hitt er víst, þegar afstaðan er
mótuð, að hafa ber að leiðarljósi hagsmuni þeirra sem félögin eiga að þjóna.
Hér eiga ekki þeir einir að hafa áhrif sem sitja tímabundið í stjórnum félaga
lögfræðinga. Varast ber að ganga út frá því að þróunin geti haft í för með sér að
eitt félag verði innlimað í annað, að eitt félag standi uppi sem sigurvegari en
önnur tapi.
Grundvallarspumingamar eru hvort hugsanlegt sé að við getum þjónað hags-
munum lögfræðinga betur og þá hvernig eða hvort núgildandi fyrirkomulag sé
hið eina rétta.
Ragnhildur Arnljótsdóttir
260