Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 75

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 75
krefjast endurgreiðslu kostnaðar, ef hann hefur valdið seljanda þjónustu tjóni, sem hann gat ekki komið í veg fyrir. Seljandi þjónustu getur ekki gert kröfu um að fá bættan kostnað sinn, þótt keypt hafi verið efni vegna tiltekins verks, ef hægt er að nota það við annað verk. Ef seljandi þjónustu hefur óskað eftir vinnu undirverktaka eða fengið sér- staka hjálp vegna þess, sem gera átti, áður en þjónusta er afpöntuð, verður selj- andi þjónustu að reyna að draga úr tjóni sínu eins og unnt er, t.d. að ógilda pöntun sína hjá viðkomandi undirverktaka og segja upp því viðbótarstarfsfólki, sem hann hefur ráðið, eins fljótt og hann getur. Ef seljandi verður samt sem áður fyrir tjóni, t.d. vegna þess að hann verður að greiða undirverktaka bætur eða viðbótarstarfsfólki laun, áður en unnt er að segja því upp með löglegum hætti, verður neytandi að greiða honum það tjón, en til frádráttar kemur sparnaður og ávinningur, sem af þessu hlýst, t.d. ef seljandi getur nýtt viðbótarstarfsfólk í öðrum tilgangi. Auk endurgjalds samkvæmt 1. mgr. getur seljandi þjónustu samkvæmt 2. mgr. 36. gr. krafist skaðabóta fyrir afleitt tjón, enda sýni hann fram á það. Með afleiddu tjóni í skilningi ákvæðisins er m.a. átt við tjón verktaka, sem stafar af því, að hann hafnar öðru verki eða missir af því, þar sem hann hefur treyst á það verk, sem er afpantað. Seljandi verður að sýna fram á, að þetta hafi valdið honum tjóni. Annað afleitt tjón, sem afpöntun veldur og er sennileg afleiðing hennar, skal bætt samkvæmt þessu ákvæði. Seljandi verður þó að gera allar ráðstafanir til að draga úr tjóni sínu. Seljandi þjónustu getur ekki krafist skaðabóta vegna afleidds tjóns, ef neyt- andi afpantar þjónustu vegna atriða, sem talin eru upp í 2. mgr., þ.e. á grundvelli 2. mgr. 6. gr., 3. mgr. 20. gr. eða 1. mgr. 31. gr. laganna. Þau lagaákvæði tengjast öll tilkynningarskyldu seljanda. Þannig ber seljanda að sinna leiðbeiningar- skyldu sinni eftir að vinna er hafin, ef í ljós kemur, að þjónusta reynist óhag- kvæm, sbr. 2. mgr. 6. gr. Seljandi getur undir sérstökum kringumstæðum áskilið sér frest á afhendingu, en verður þá jafnframt að tilkynna neytanda það innan sanngjams frests, sbr. 3. mgr. 20. gr. Seljandi verður einnig að tilkynna neyt- anda, ef verð á þjónustu hækkar verulega, sbr. 2. mgr. 6. gr. og 1. mgr. 31. gr. Mikilvægt er að hafa í huga, að valdi ógildingarástæður samkvæmt almenn- um reglum samningaréttar afpöntun neytanda, getur hann ætíð borið fyrir sig slíkar reglur. Skyldur neytanda skv. 1. og 2. mgr. 36. gr. geta ekki orðið meiri en sem nemur heildarverði þess verks, sem samið hefur verið um, sbr. 3. mgr. 36. gr. Seljanda ber samkvæmt 28. gr. að taka tillit til hagsmuna neytanda. Ef hátt verð stafar af því, að skipuiagning verks er ekki forsvaranieg af hálfu seljanda þjónustunnar, getur neytandi neitað að greiða annað en sanngjamt verð. Sama á við, þegar seljandi þjónustu hefur notað kostnaðarsamara vinnufyrirkomulag en nauðsynlegt er, eða notað er efni sem er óþarflega dýrt. Það getur einnig leitt af leiðbeiningarskyldu seljanda þjónustu að upplýsa neytanda um, hversu mikla vinnu borgi sig að vinna. Ef þjónusta tekur lengri tíma en ella vegna aðstæðna, sem varða neytanda, getur seljandi farið fram á hærri greiðslu. Ef vinna er ekki leyst af hendi eins fljótt og unnt er eða hún tekur lengri tíma vegna aðstæðna, er varða seljanda þjónustu, þarf neytandi ekki að greiða hærra verð, sem af því leiðir. 331
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.