Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 119

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 119
Greiðslu sanngjarnra bóta til brotaþola. Nauðsyn þess að grípa til sértækra ráðstafana til að bæta stöðu brotaþola sem líður stöðugt fyrir mannréttindabrot. Nauðsyn þess að grípa til almennra ráðstafana til að tryggja að brot end- urtaki sig ekki. 6. SANNGJARNAR BÆTUR I niðurstöðum dóma mannréttindadómstólsins er skýrt kveðið á um það hvort og þá hversu háar bætur aðildarríki skuli greiða fyrir að hafa brotið ákvæði sáttmálans. Það er eina tilfellið þar sem dómstóllinn mælir fyrir um það með hvaða hætti beri að fullnusta dóm. Bætur eru veittar samkvæmt 41. gr. mannréttindasáttmálans er segir: Dómstóllinn skal ef nauðsyn krefur veita sanngjarnar bætur til þess aðila sem orðið hefur fyrir tjóni ef hann kemst að þeirri niðurstöðu að um brot á samningnum eða samningsviðaukum við hann hafi verið að ræða og ef löggjöf viðkomandi samn- ingsaðila heimilar aðeins að veittar séu bætur. Við ákvörðun bóta skv. 41 gr. lítur dómstóllinn til: a. Raunverulegs tjóns brotaþola. Þekktasta málið þessa efnis er Stran Greek Refineries gegn Grikklandi þar sem Grikkland var dæmt til að greiða um 30 milljónir dollara fyrir að hafa brotið á friðhelgi eignarréttar tjónþol- ans og réttinum til sanngjamrar málsmeðferðar.10 Brot Grikklands fólst í því að hafa sett löggjöf sem beinlínis var ætlað að hafa áhrif á niðurstöðu í máli sem hafði verið áfrýjað og með því svipt tjónþola bótum vegna riftunar samnings við gríska ríkið um byggingu olíuhreinsunarstöðvar. b. Miskatjóns sem brotaþoli þarf að líða vegna brots á mannréttindum eða mannfrelsi hans. Bætur vegna miskatjóns eru t.d. veittar þegar réttarhöld fyrir dómstólum viðkomandi ríkis hafa dregist vemlega og þar með hefur verið brotið á réttinum til „málsmeðferðar innan hæfilegs tíma“. Brotaþolar í slíkum málum hafa aftur á móti á brattann að sækja ef þeir vilja fá bætt raunverulegt tjón sem hlýst af slíkum drætti. c. Kostnaðar sem brotaþoli ber af því að fá mannréttindabrotið leiðrétt. Sýna þarf fram á að kostnaðurinn sé raunverulegur og að hann sé eðlilegur miðað við umfang málsins. Kostnaðurinn getur bæði hafa orðið til við málaferli fyrir mannréttindadómstólnum sem og fyrir dómstólum viðkom- andi lands.* 11 10 Dómur mannréttindadómstólsins 9. desember 1994. 11 Kokkinakis gegn Grikklandi, dómur 25. maí 1993. 375
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.