Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 6
1. INNGANGUR
í mars 2001 eru 50 ár síðan fyrsta hefti Tímarits lögfræðinga kom út. Núver-
andi ritstjóri þess, Friðgeir Bjömsson dómstjóri í Reykjavík, fór þess á leit að
ég tæki saman stutta grein af þessu tilefni. Mér er ljúft að verða við þeirri mála-
leitan enda við hæfi að líta yfir farinn veg á þessum tímamótum.
Besta og áreiðanlegasta heimildin um sögu Tímarits lögfræðinga er að sjálf-
sögðu tímaritið sjálft. Því sá ég ekki annað ráð betra en að safna öllum árgöng-
um þess saman á skrifborðið og skoða þá einn á eftir öðmm. Hefur það verið
fróðlegt og er grein þessi afrakstur þeirrar iðju.
2. STUTT YFIRLIT UM ÚTGÁFU ÍSLENSKRA LÖGFRÆÐIÐRITA
2,1 Almennt um útgáfu íslenskra lögfræðirita
Útgáfa lögfræðirita á íslandi er jafnlöng sögu prentlistarinnar í landinu.
Fyrsta veraldlega ritið sem gefið var út á Islandi var prentað á Hólum 1578. Var
þar um að ræða Jónsbók, lögbók Islendinga. Þessi útgáfa Jónsbókar frá 1578
var gefin út ljósprentuð 1934 í ritsafninu Monumenta typographica islandica og
er sú útgáfa í eigu margra bókasafnara.
Á 17. öld voru fáar bækur gefnar út um lögfræðileg efni. Þó má geta þess að
í Crymogaea Amgríms lærða, sem kom fyrst út í Hamborg 1609, er að finna
kafla um stjómskipun og lög Islendinga á söguöld með tilvísunum í hin fomu
lög. Talið er að þetta sé það fyrsta sem prentað var úr Grágásarhandritum. Und-
ir lok 17. aldar, nánar á árunum 1696 og 1697, voru Alþingisbækur þeirra ára
prentaðar í Skálholti. I Uppsölum kom út árið 1667 lítið kver, sem Jón Rúg-
mann gaf út, og ber heitið Greinar or þeim gaumlu laugum. í kveri þessu em
nokkrir kaflar úr Grágás og smákaflar úr söguhandritum um forn lagaákvæði.
Ennfremur er þar að finna þátt um erfðarétt eftir Arngrím lærða.
Á 18. öld eykst nokkuð útgáfa rita um íslenska lögfræði. Ber fyrst að nefna
útgáfumar af Jónsbók sem prentaðar voru á Hólum 1707 og aftur 1709. Þá var
talsvert af Alþingis- og lögþingisbókum prentað á 18. öld, flestar á Hólum, en
einnig í prentsmiðjunni í Hrappsey og í Leirárgörðum. Þegar líður á 18. öldina
fjölgar lögfræðiritum enn. Jónsbók kom út enn á ný í Kaupmannahöfn 1763 í
danskri þýðingu Egils Þórhallssonar, sem síðar varð prestur á Grænlandi og enn
síðar á Fjóni. Magnús Ketilsson sýslumaður í Dalasýslu gaf út Kongelige og
Allernaadigste Forordninger og Aabne Breve í tveimur bindum árið 1778 í
Hrappsey og hið þriðja í Kaupmannahöfn 1783. Þetta rit Magnúsar er hið merk-
asta og var það um langt skeið helsta hjálparrit um íslensk lagaboð enda spann-
ar það árin 1449-1730. Þar er ennfremur að finna ýmislegt prentað sem ekki er
í Lovsamling for Island og hefur ritið fyrir þær sakir talsverða þýðingu fyrir þá
sem sinna íslenskri réttarsögu. Þá gaf Magnús einnig út Búalög 1775 og Útlegg-
ing um erfðir 1773 og var hvoru tveggja prentað í Hrappsey. Ennfremur lét
hann prenta Inntak úr nokkrum þeim nýustu kongl. Forordninger, sem Almugan-
um er nauðsynlegt að vita í Hrappsey 1785. Þá má einnig geta þess að Magnús
262