Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 6
1. INNGANGUR í mars 2001 eru 50 ár síðan fyrsta hefti Tímarits lögfræðinga kom út. Núver- andi ritstjóri þess, Friðgeir Bjömsson dómstjóri í Reykjavík, fór þess á leit að ég tæki saman stutta grein af þessu tilefni. Mér er ljúft að verða við þeirri mála- leitan enda við hæfi að líta yfir farinn veg á þessum tímamótum. Besta og áreiðanlegasta heimildin um sögu Tímarits lögfræðinga er að sjálf- sögðu tímaritið sjálft. Því sá ég ekki annað ráð betra en að safna öllum árgöng- um þess saman á skrifborðið og skoða þá einn á eftir öðmm. Hefur það verið fróðlegt og er grein þessi afrakstur þeirrar iðju. 2. STUTT YFIRLIT UM ÚTGÁFU ÍSLENSKRA LÖGFRÆÐIÐRITA 2,1 Almennt um útgáfu íslenskra lögfræðirita Útgáfa lögfræðirita á íslandi er jafnlöng sögu prentlistarinnar í landinu. Fyrsta veraldlega ritið sem gefið var út á Islandi var prentað á Hólum 1578. Var þar um að ræða Jónsbók, lögbók Islendinga. Þessi útgáfa Jónsbókar frá 1578 var gefin út ljósprentuð 1934 í ritsafninu Monumenta typographica islandica og er sú útgáfa í eigu margra bókasafnara. Á 17. öld voru fáar bækur gefnar út um lögfræðileg efni. Þó má geta þess að í Crymogaea Amgríms lærða, sem kom fyrst út í Hamborg 1609, er að finna kafla um stjómskipun og lög Islendinga á söguöld með tilvísunum í hin fomu lög. Talið er að þetta sé það fyrsta sem prentað var úr Grágásarhandritum. Und- ir lok 17. aldar, nánar á árunum 1696 og 1697, voru Alþingisbækur þeirra ára prentaðar í Skálholti. I Uppsölum kom út árið 1667 lítið kver, sem Jón Rúg- mann gaf út, og ber heitið Greinar or þeim gaumlu laugum. í kveri þessu em nokkrir kaflar úr Grágás og smákaflar úr söguhandritum um forn lagaákvæði. Ennfremur er þar að finna þátt um erfðarétt eftir Arngrím lærða. Á 18. öld eykst nokkuð útgáfa rita um íslenska lögfræði. Ber fyrst að nefna útgáfumar af Jónsbók sem prentaðar voru á Hólum 1707 og aftur 1709. Þá var talsvert af Alþingis- og lögþingisbókum prentað á 18. öld, flestar á Hólum, en einnig í prentsmiðjunni í Hrappsey og í Leirárgörðum. Þegar líður á 18. öldina fjölgar lögfræðiritum enn. Jónsbók kom út enn á ný í Kaupmannahöfn 1763 í danskri þýðingu Egils Þórhallssonar, sem síðar varð prestur á Grænlandi og enn síðar á Fjóni. Magnús Ketilsson sýslumaður í Dalasýslu gaf út Kongelige og Allernaadigste Forordninger og Aabne Breve í tveimur bindum árið 1778 í Hrappsey og hið þriðja í Kaupmannahöfn 1783. Þetta rit Magnúsar er hið merk- asta og var það um langt skeið helsta hjálparrit um íslensk lagaboð enda spann- ar það árin 1449-1730. Þar er ennfremur að finna ýmislegt prentað sem ekki er í Lovsamling for Island og hefur ritið fyrir þær sakir talsverða þýðingu fyrir þá sem sinna íslenskri réttarsögu. Þá gaf Magnús einnig út Búalög 1775 og Útlegg- ing um erfðir 1773 og var hvoru tveggja prentað í Hrappsey. Ennfremur lét hann prenta Inntak úr nokkrum þeim nýustu kongl. Forordninger, sem Almugan- um er nauðsynlegt að vita í Hrappsey 1785. Þá má einnig geta þess að Magnús 262
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.