Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 107
koma í ljós. Ef hins vegar er um mjög mörg tilvik að ræða, þar sem úrbætur hafa
verið nauðsynlegar, getur óhagræði kaupandans á heildina litið verið svo mikið,
að hann hafi réttmæta ástæðu til að hafna úrbótum.133
9.4.1.4 Ahætta kaupanda af því að fá ekki bætt útgjöld sín hjá seljanda
I þriðja lagi er það skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins, að kaupandi eigi ekki
á hættu að fá ekki bætt útgjöld sín hjá seljandanum. Reynt getur á þetta skilyrði,
þegar kaupandi þarf að leggja út fjármuni vegna fyrirhugaðra úrbóta eða nýrrar
afhendingar. Akvæðið felur ekki í sér, að kaupandinn geti neitað að leggja út
fyrir ákveðnum útgjöldum, nema þau séu veruleg. Það gildir hér eins og
varðandi 34. gr., að á kaupandanum hvflir ákveðin skylda til að veita seljanda
aðstoð, en í því getur m.a. falist, að hann verði að leggja út fjármuni. Ef hann á
t.d. að sjá um að senda hlutinn til seljanda til viðgerðar, getur það oft því aðeins
gerst, að kaupandinn leggi út fyrir flutningskostnaði. Einnig getur verið, að
kaupandinn verði að leigja annan hlut, meðan söluhlutur er til viðgerðar, og
verður kaupandinn þá að leggja út fyrir leigukostnaði. Enn eitt dæmi um þessar
skyldur er það, þegar kaupandi verður að þola óhagræðið af því, að seljandi taki
gallaða uppþvottavél og fari með hana á viðgerðarverkstæði sitt og setji hana
síðan upp aftur hjá kaupanda að viðgerð lokinni. Þegar um er að ræða minni
hluti, svo sem myndavélar, rakvélar, skó o.fl., verður kaupandi samkvæmt
þessu að færa hlutina á verkstæði seljanda, ef seljandi krefst þess.
Við mat á því skilyrði, sem hér um ræðir, þ.e. áhættu kaupanda af því að fá
ekki bætt útgjöld sín hjá seljanda, verður m.a. að líta til fjarlægðar milli aðila,
tegundar hlutarins og þyngdar hans og þess kostnaðar, sem um er að ræða.134
9.4.1.5 Valréttur seljandans
Ef fullnægt er skilyrðum skv. 1. mgr. 36. gr., getur seljandinn valið um, hvort
hann bætir úr galla, t.d. með viðgerð, eða afhendir annan hlut ógallaðan í stað
söluhlutar. Kaupandinn getur því ekki mótmælt úrbótum og krafist afhendingar
að nýju í þeirra stað, nema því aðeins að úrbætur hafi verulegt óhagræði í för
með sér fyrir hann.135
9.4.1.6 Fyrirspurn seljanda til kaupanda
í ákvæði 2. mgr. 36. gr. felst, að spyrji seljandi kaupanda, hvort hann sam-
þykki úrbætur eða afhendingu að nýju, verður kaupandinn að taka afstöðu til
slíkrar fyrirspumar. Sama gildir, ef seljandinn skýrir kaupanda frá, að hann vilji
bæta úr eða afhenda að nýju. Það er skilyrði, að seljandinn tilgreini þann tíma,
þegar úrbætur eða afhending að nýju eiga að fara fram, og að hann geti lokið
aðgerðum sínum á þeim tíma, sem hann hefur tiltekið. Svari kaupandinn ekki
133 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 107.
134 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 107.
135 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 107.
363