Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 80
7.2 Verksamningar
Meginreglan er sú, að verkkaupi getur hvenær sem er hafnað greiðslu verk-
taka. Verktaki getur ekki litið fram hjú höfnuninni og haldið áfram með verkið
og krafið síðan verkkaupa um verklaunin.79
Verktaki öðlast á hinn bóginn bótakröfu á hendur verkkaupa. Fjárhæð bóta-
kröfunnar nemur þá umsömdum verklaunum að frádregnum spamaði verktaka,
sem verður við það, að hann annað hvort leysir ekki verkið af hendi, eða hann
þarf ekki að ljúka því. Sá spamaður, sem hér er um að ræða, lýsir sér t.d. í
spöruðum vinnulaunum og kostnaði vegna efnis, sem ekki þarf að kaupa.
Akvörðun bóta á þessum grundvelli er að ýmsu leyti annmörkum háð. Þannig
er t.d. erfitt að ákvarða bætur til verktaka á þeim grundvelli, að mannafli hans
komi honum að minna gagni en verið hefði, ef samningurinn hefði verið réttilega
efndur. Ahöldum, sem leigð hafa verið til verksins, er hægt að skila, og það sama
er að segja um starfsfólk, sem verktaki hefur ráðið sérstaklega til verksins, en því
er hægt að segja upp. Vilji verktaki það ekki, verður hann sjálfur að bera þann
kostnað, sem af því hlýst. Þó er hugsanlegt, að verktaki geti að einhverju marki
krafið um bætur, t.d. vegna aukins stjómunarkostnaðar, í tilefni af verkinu, sem
svo nýtist ekki vegna þess, að verkið var ekki unnið. Eins getur hann hugsanlega
krafið um kostnað vegna mjög sérhæfðs starfsfólks, sem nýta þurfti.
Hagnaður af öðra verki verður almennt séð ekki dreginn frá bótum, þar sem
hagnaðurinn er að jafnaði ekki háður höfnuninni. Það er ekkert því til fyrirstöðu,
að verktaki sé með fleiri verk í gangi í einu.
Erfiðleikamir við það að meta skaðabætur til handa verktaka leiða oft til þess,
að ákvarða verður honum bætur að álitum. I sumum tilvikum getur óvissan leitt
til þess, að ekki er hægt að dæma verktaka nokkrar bætur eða takmarkaðri bætur
en ella. Hafa verður þó í huga, að sá sem hafnar (annullerar) efndum samkvæmt
samningi, á ekki að njóta sérstaks hagnaðar af því, að erfiðlega gengur að sýna
fram á tjón.
Verktaka getur verið rétt að halda verki áfram í vissum tilvikum. Vel er hugs-
anlegt, að sala hins tilbúna hlutar eða verks til annars aðila leiði til hagstæðari
niðurstöðu, heldur en að hætta verkinu. Lok verksins geta líka verið nauðsynleg
til þess að tryggja verktaka það, að hann fái verklaunin greidd. í svona tilvikum
er verktaka rétt að halda verki áfram á kostnað verkkaupa eða þess, er pantað
hefur.80
7.3 Vinnusamningar
Um vinnusamninga gildir sú regla, að vinnuveitandi getur hafnað vinnu
starfsmanns, sbr. kafla 5.2. Starfsmaður getur ekki, þegar um ólögmæta brott-
vísun úr starfi er að ræða, með dómi knúið fram efndir in natura, t.d. með því að
79 Bernhard Gomard: Obligationsret Almene emner, 1. hæfte. Naturaiopfyldelse, bls. 30, og sami
höfundur: Obligationsret 2. del, bls. 54-55; Páll Sigurðsson: Verksamningar, bls. 49-50.
80 Um ákvörðun skaðabóta sjá nánar Bernhard Gomard: Obligationsret Almene emner, 1. hæfte.
Naturalopfyldelse, bls. 30-31, og sami höfundur: Obligationsret 2. del, bls. 54-55.
336