Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 80

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 80
7.2 Verksamningar Meginreglan er sú, að verkkaupi getur hvenær sem er hafnað greiðslu verk- taka. Verktaki getur ekki litið fram hjú höfnuninni og haldið áfram með verkið og krafið síðan verkkaupa um verklaunin.79 Verktaki öðlast á hinn bóginn bótakröfu á hendur verkkaupa. Fjárhæð bóta- kröfunnar nemur þá umsömdum verklaunum að frádregnum spamaði verktaka, sem verður við það, að hann annað hvort leysir ekki verkið af hendi, eða hann þarf ekki að ljúka því. Sá spamaður, sem hér er um að ræða, lýsir sér t.d. í spöruðum vinnulaunum og kostnaði vegna efnis, sem ekki þarf að kaupa. Akvörðun bóta á þessum grundvelli er að ýmsu leyti annmörkum háð. Þannig er t.d. erfitt að ákvarða bætur til verktaka á þeim grundvelli, að mannafli hans komi honum að minna gagni en verið hefði, ef samningurinn hefði verið réttilega efndur. Ahöldum, sem leigð hafa verið til verksins, er hægt að skila, og það sama er að segja um starfsfólk, sem verktaki hefur ráðið sérstaklega til verksins, en því er hægt að segja upp. Vilji verktaki það ekki, verður hann sjálfur að bera þann kostnað, sem af því hlýst. Þó er hugsanlegt, að verktaki geti að einhverju marki krafið um bætur, t.d. vegna aukins stjómunarkostnaðar, í tilefni af verkinu, sem svo nýtist ekki vegna þess, að verkið var ekki unnið. Eins getur hann hugsanlega krafið um kostnað vegna mjög sérhæfðs starfsfólks, sem nýta þurfti. Hagnaður af öðra verki verður almennt séð ekki dreginn frá bótum, þar sem hagnaðurinn er að jafnaði ekki háður höfnuninni. Það er ekkert því til fyrirstöðu, að verktaki sé með fleiri verk í gangi í einu. Erfiðleikamir við það að meta skaðabætur til handa verktaka leiða oft til þess, að ákvarða verður honum bætur að álitum. I sumum tilvikum getur óvissan leitt til þess, að ekki er hægt að dæma verktaka nokkrar bætur eða takmarkaðri bætur en ella. Hafa verður þó í huga, að sá sem hafnar (annullerar) efndum samkvæmt samningi, á ekki að njóta sérstaks hagnaðar af því, að erfiðlega gengur að sýna fram á tjón. Verktaka getur verið rétt að halda verki áfram í vissum tilvikum. Vel er hugs- anlegt, að sala hins tilbúna hlutar eða verks til annars aðila leiði til hagstæðari niðurstöðu, heldur en að hætta verkinu. Lok verksins geta líka verið nauðsynleg til þess að tryggja verktaka það, að hann fái verklaunin greidd. í svona tilvikum er verktaka rétt að halda verki áfram á kostnað verkkaupa eða þess, er pantað hefur.80 7.3 Vinnusamningar Um vinnusamninga gildir sú regla, að vinnuveitandi getur hafnað vinnu starfsmanns, sbr. kafla 5.2. Starfsmaður getur ekki, þegar um ólögmæta brott- vísun úr starfi er að ræða, með dómi knúið fram efndir in natura, t.d. með því að 79 Bernhard Gomard: Obligationsret Almene emner, 1. hæfte. Naturaiopfyldelse, bls. 30, og sami höfundur: Obligationsret 2. del, bls. 54-55; Páll Sigurðsson: Verksamningar, bls. 49-50. 80 Um ákvörðun skaðabóta sjá nánar Bernhard Gomard: Obligationsret Almene emner, 1. hæfte. Naturalopfyldelse, bls. 30-31, og sami höfundur: Obligationsret 2. del, bls. 54-55. 336
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.