Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 84
ingu hvers annars. Það er undir skilyrðum viðkomandi ákvæða komið, að hvaða
marki einstökum úrræðum verður beitt í tilefni vanefndar. Þannig verður t.d.
vaxta aðeins krafist af kaupverði, þegar um greiðsludrátt er að ræða.
Akvæði 1. mgr. 51. gr. á í fyrsta lagi við, ef „kaupandi greiðir ekki kaup-
verðið“. Er með því bæði átt við það, þegar kaupverðið er alls ekki greitt og eins
þegar dráttur verður á greiðslu þess. Hér undir geta einnig fallið aðrar vanefndir
varðandi greiðsluna, t.d. þegar greitt er með röngum gjaldmiðli eða á röngum
stað.
í öðru lagi á ákvæði 1. mgr. 51. gr. við, ef kaupandi „fullnægir ekki öðrum
skyldum sínum samkvæmt samningi eða lögum þessum“. Hér er t.d. átt við þær
skyldur, sem nefndar eru í 50. gr. um atbeina kaupanda að efndum.
Skilyrði þess, að seljandinn geti borið fyrir sig vanefndaúrræði skv. 1. mgr.,
er að vanefndir verði hvorki raktar til seljanda né atvika sem hann varða. Hér
er um að ræða sama orðalag og í 22. og 30. gr. laganna. Meginmáli skiptir, hvar
orsaka vanefndanna er að leita, en ekki hvort öðrum hvorum samningsaðila er
um að kenna.
Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. getur seljandi haldið eftir greiðslum skv. 10. gr.
ásamt því að krefjast vaxta skv. 71. gr. Þessi réttur getur verið virkt úrræði til
þess að þvinga fram greiðslu. í þeim tilvikum, þar sem kaupandinn neitar að ljá
atbeina sinn að efndum, mun réttur seljanda til þess að halda eftir greiðslu þó
hafa litla sjálfstæða þýðingu.86
Akvæði 2. mgr. 51. gr. tengjast því álitaefni, að hvaða marki seljandi á rétt á
að krefjast efnda samkvæmt aðalefni samnings á þeirri skyldu kaupanda að
veita söluhlut viðtöku. Fram kemur í ákvæðinu, að sinni kaupandi ekki þeirri
skyldu sinni að veita söluhlut viðtöku, og það verður hvorki rakið til seljanda
né atvika, sem hann varða, getur seljandinn einungis krafist riftunar skv. 55. gr.
eða skaðabóta skv. 2. mgr. 57. gr. eða 58. gr. Af þessum tilvísunum og með
samanburði við 52. og 53. gr. sést, að meginreglan er sú, að seljandinn getur
ekki krafist þess, að kaupandinn efni samninginn in natura með því að veita
söluhlut viðtöku. Að öðru leyti eiga við ákvæðin í XI. kafla kpl. um umönnun
söluhlutar, ef kaupandi veitir honum ekki viðtöku. Það felur m.a. í sér, að
seljandinn á rétt á skaðabótum vegna kostnaðar, sem hann hefur haft af því að
annast söluhlut.
Réttur seljanda til skaðabóta og vaxta fellur samkvæmt 3. mgr. 51. gr. ekki
brott, þótt hann neyti annarra úrræða eða slíkra úrræða verði ekki neytt. Af því
leiðir, að þær heimildir, sem standa seljanda til boða, útiloka eins og áður segir
ekki endilega hver aðra.87
7.6.2 Umönnunarskylda seljanda
Sæki kaupandi ekki söluhlut eða veiti honum ekki viðtöku á réttum tíma eða
önnur atvik, sem kaupanda varða, leiða til þess að hann fær hlutinn ekki afhent-
86 Um 1. mgr. 51. gr. kpl. sjá Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 128.
87 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 128.
340