Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 5
skipulega álitamáli hvort hann getur samkvæmt þrígreiningu ríkisvaldsins bundið hendur dómsvaldsins með þeim hætti sem kveðið er á um í 27. grein frumvarpsins. Fram kemur að núverandi dómari Islands við Mannréttinda- dómstól Evrópu hafi gert viðamikla úttekt á þessu álitaefni, sem dagsett sé 30. október sl., og eru birtar samandregnar niðurstöður úttektarinnar. Segir þar m.a. orðrétt: Færð eru rök fyrir því [í úttektinni] að ákvæði 27. gr. frumvarpsins hafi talsverða sérstöðu sem geri það að verkum að framsal dómsvalds sem í því verður talið felast rúmast ekki sjálfkrafa innan þess framsals ríkisvalds til alþjóðastofnana sem þegar hefur verið talið heimilt á grundvelli EES-samningsins, sem löggjafinn samþykkti með lögurn nr. 2/1993, og álit nefndar utanríkisráðherra frá 1992 fjallar um. Hér er vísað til þeirrar reglu sem talin er gilda í íslenskum rétti samkvæmt venju að almenna löggjafanum sé heimilt að framselja ríkisvald til alþjóða- stofnana í takmörkuðum mæli. Hvar þau takmörk svo eru er eilíft álitamál. I álitsgerðinni segir enn fremur eftirfarandi: í álitsgerðinni eru færð fyrir því rök að það framsal eða takmörkun á sjálfstæði dómsvaldsins, sem í 27. gr. frumvarpsins verður talið felast, geti rúmast innan þeirra heimilda sem löggjafinn hefur samkvæmt þeirri reglu sem talin er gilda hér á landi og gerð er grein fyrir hér að framan. Það er þó undir því komið að fallist sé á að löggjafinn hafi að óbreyttum stjómlögum heimild til að framselja ríkisvald í takmörkuðum mæli og að inntak þeirrar heimildar sé með þeim hætti sem lýst hefur verið. Um þetta hvorutveggja hefur verið og er ágreiningur meðal stjómmálamanna og fræðimanna í lögum. Niðurstaða dómarans verður helst skilin svo að hann telji að þetta framsal sé heimilt séu ákveðnar forsendur fyrir hendi, sem ekki er rúm til að gera hér grein fyrir. Þetta orkar að sjálfsögðu tvímælis. Framangreindri reglu um framsal ríkis- valds hefur til þessa ekki verið beitt á þann hátt að gefa innlendum dómstólum fyrirmæli um niðurstöðu og venjuréttur myndast tæplega nema á nokkuð löngum tíma. Hins vegar á hann einhvem tíma upphaf sitt og ef svo er, í því tilviki sem hér um ræðir, má vissulega spyrja hvort ekki sé stefnt í vafasama átt. Hér má minna á að ekki þótti tækt við gerð EES-samningsins, vegna ákvæða stjómarskrárinnar, að gera íslenskum dómstólum að fara eftir bindandi for- úrskurðum erlends dómstóls og kveðið á um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins þess í stað. Ekki verður betur séð en álit eftirlitsstofnunarinnar verði í raun jafngilt bindandi forúrskurði. I millitíðinni hefur þó varla nokkuð breyst nema þá það að menn hafi skipt um skoðun að þessu leyti. Endurskoðun stjómarskrárinnar stendur nú yfir, en svo er að sjá og heyra að eitthvað sé deilt um það hver ákvæði hennar eigi að endurskoða. Það hefur þó komið fram í fjölmiðlum að ætlun stjómarskrárnefndar sé að skoða þörfina á því að setja ákvæði í stjómarskrána um það hvenær heimilt sé að framselja 463
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.