Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 13
stjómskipulag hvers ríkis að vera með ákveðnum hætti til að uppfylltar séu almennar skilgreiningar á því að það geti talist réttarríki. Hornsteinar réttarríkisins eru þeir að lög ráði því hvemig samskiptum skuli háttað, einstaklinga og annarra í milli, svo og afskiptum ríkisvaldsins af þeim. Akvarðanir og athafnir ríkisvaldisins verða að vera í samræmi við lög sem eru fyrir fram ákveðnar almennar reglur sem hafa verið birtar þannig að allir eigi þess kost að þekkja þær og vita um efni þeirra. Til þess að um réttarríki geti verið að ræða þarf að tryggja réttaröryggið, en dómstólar fara meðal annars með það hlutverk. Veikt kerfi grefur undan hornsteinum réttarríkisins. Varnir gegn misbeitingu valds og geðþóttaákvörðunum stjómvalda verða að vera traustar. Þess vegna er mikilvægt að þjóðfélagið búi að traustum dómstólum sem upp- fylla að öllu leyti kröfur sem hugmyndirnar um réttarríkið eru reistar á. Veikist þessar varnir getur það boðað hnignun réttarríkisins. 3. KENNINGAR UM ÞRÍGREININGU RÍKISVALDSINS Meðferð valds og hvernig friður verði best tryggður hefur löngum verið viðfangsefni stjórnspekinnar. Kenningar um samfélagssáttmálann ganga út á að konungur heiti þegnunum friði og að þeir haldi eignum sínum gegn því að þeir gangist undir vald hans. Reynslan hafði þó kennt að ekki var nóg að gert með því að tryggja vald þjóðhöfðingja. Með því var friðhelgi einstaklinga ekki nægilega tryggð gagnvart misbeitingu valdsins. Einvaldstíminn leiddi t.d. í ljós hve nauðsynlegt var að takmarka vald konunga og annarra einvalda. Vald á einni hendi væri spillt og leiddi til þess að misfarið var með það eins og sögulegar staðreyndir væru bestar til vitnis um. Þess vegna var brýnt að takmarka valdið. Hugmyndir um aðferðir sem þyrfti að beita voru þær að takmarka valdið með öðru valdi. Kenningar franska stjómmálaheimspekingsins og lögfræðings- ins Charles-Louis de Secondat de Montesquieu um þrígreiningu valdsins eru sprottnar af þessu. I riti sínu De VEsprit des lois lýsir Montesquieu einkennum góðra stjómarhátta. Hann gengur þar út frá því að þeir sem fari með völd hafi tilhneigingu til þess að misfara með þau. Þess vegna þurfi að koma böndum á valdið og takmarka það. Þetta taldi hann að þyrfti að gera með því að deila valdinu þannig að það væri ekki allt á einni og sömu hendi. Valdið þyrfti að takmarka með öðru valdi. Þess vegna átti að deila ríkisvaldinu og fela sérstakri stofnun að fara með hvem valdaþátt. Hver valdastofnun skyldi svo takmarka vald hinna. Þetta fyrirkomulag átti að tryggja góða stjórnarhætti. Til þess að þetta væri unnt var nauðsynlegt að hver þáttur nyti sjálfstæðis gagnvart hinum tveimur, en lyti samt takmörkunum sem þeir settu eða hefðu eftirlit með.6 Þessar kenningar, ásamt frönsku byltingunni og stjómarskrá Frakklands sem sett var á árinu 1789, höfðu mikil áhrif á þróun stjómskipunar flestallra 6 Rit Montesquieu De l'Esprit des lois kom fyrst út árið 1748. Það hefur einnig verið gefið út á ensku: Tlie Spirit ofthe Laws. 471
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.