Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 15
og skyldur eða um ákæru eða sök fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.8
Sjálfstæði dómsvaldsins er því þannig til komið að stjómskipunin gerir ráð fyrir
slíku fyrirkomulagi, enda geta dómstólarnir ekki gegnt eftirlitshlutverki, sem
þeim er ætlað að hafa með hinum þáttum ríkisvaldsins, nema þeir njóti
sjálfstæðis gagnvart þeim. Jafnframt er það stjórnarskrárvemdaður réttur, sem
talinn er til mannréttinda, að hver einstaklingur geti fengið úrlausn um réttindi
sín og skyldur eða um ákæru eða sök fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.
Sjálfstæði dómsvaldsins er af þessum sökum óhjákvæmilegt.
Sjálfstæði dómsvaldsins á að tryggja að hvorki framkvæmdarvaldið né
aðrir geti haft áhrif á það hvemig dómarar leysa úr málum sem þeir hafa til
meðferðar umfram það sem lög kveða á um. Kröfunni um sjálfstæðið er því
fyrst og fremst ætlað að þjóna réttindum borgaranna til að fá úrlausn hlutlausra
og óháðra dómstóla um þau mál sem þeir bera réttilega undir þá. Sjálfstæði
dómstólanna gagnvart löggjafar- og framkvæmdarvaldi verður því að vera
tryggt með viðunandi hætti.
Aðgreining dómsvaldsins frá öðrum þáttum ríkisvaldsins var áður fyrr ekki
nægileg þrátt fyrir regluna um að dómsvaldið skyldi vera sjálfstætt. Dómstól-
unum voru til dæmis falin ýmis stjómsýslustörf og sýslumenn og bæjarfógetar
fóru áður með dómsvald auk þess sem þeir gegndu stjómsýslustörfum
framkvæmdarvaldsins. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að bæta úr þessu í þeim
tilgangi að efla sjálfstæði dómsvaldsins. Það var meðal annars gert með lögum
nr. 92/1989 sem þá hétu lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði.9
Með lögunum var skilið á milli umboðsstarfa og dómstarfa þannig að þau voru
ekki lengur á sömu hendi eins og þau höfðu áður að hluta til verið. Settir voru
á fót átta héraðsdómstólar sem fara hver í sínu umdæmi með dómstörf í
opinberum málum og einkamálum, sbr. þágildandi 1. og 2. gr. laganna, sbr. nú
2. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Sýslumenn fara hins vegar samkvæmt
núgildandi 1. gr. laga nr. 92/1989, sbr. 36. gr. laga nr. 15/1998, með stjómsýslu
ríkisins eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um.
I lögum um dómstóla nr. 15/1998, sem tóku gildi 1. júlí það ár, var enn lögð
áhersla á að efla sjálfstæði dómsvaldsins.
I athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna segir að hér á landi hafi
viðhlítandi aðskilnaði á milli dómsvalds og framkvæmdarvalds í héraði ekki verið
komið á fyrr en við gildistöku laga nr. 92/1989 á miðju ári 1992. Þessum aðskilnaði
hafi verið komið á löngu síðar en í öðrum vestrænum ríkjum. Umræðan frá þeim
tíma um skipan dómstóla og skilin á milli þeirra og framkvæmdarvaldsins hafi hins
vegar beinst að líkum atriðum og í næstu nágrannalöndum. I slíkum umræðum hafi
borið hvað hæst undanfarið hvort samrýmanlegt sé meginreglunni um sjálfstæða og
8 Sjá neðanmálsgrein 4 um 1. mgr. 70. gr. stjómarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála
Evrópu.
9 Heiti laganna var breytt með 36. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 og heita þau nú lög um
framkvæmdarvald ríkisins í héraði.
473