Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 15
og skyldur eða um ákæru eða sök fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.8 Sjálfstæði dómsvaldsins er því þannig til komið að stjómskipunin gerir ráð fyrir slíku fyrirkomulagi, enda geta dómstólarnir ekki gegnt eftirlitshlutverki, sem þeim er ætlað að hafa með hinum þáttum ríkisvaldsins, nema þeir njóti sjálfstæðis gagnvart þeim. Jafnframt er það stjórnarskrárvemdaður réttur, sem talinn er til mannréttinda, að hver einstaklingur geti fengið úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru eða sök fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Sjálfstæði dómsvaldsins er af þessum sökum óhjákvæmilegt. Sjálfstæði dómsvaldsins á að tryggja að hvorki framkvæmdarvaldið né aðrir geti haft áhrif á það hvemig dómarar leysa úr málum sem þeir hafa til meðferðar umfram það sem lög kveða á um. Kröfunni um sjálfstæðið er því fyrst og fremst ætlað að þjóna réttindum borgaranna til að fá úrlausn hlutlausra og óháðra dómstóla um þau mál sem þeir bera réttilega undir þá. Sjálfstæði dómstólanna gagnvart löggjafar- og framkvæmdarvaldi verður því að vera tryggt með viðunandi hætti. Aðgreining dómsvaldsins frá öðrum þáttum ríkisvaldsins var áður fyrr ekki nægileg þrátt fyrir regluna um að dómsvaldið skyldi vera sjálfstætt. Dómstól- unum voru til dæmis falin ýmis stjómsýslustörf og sýslumenn og bæjarfógetar fóru áður með dómsvald auk þess sem þeir gegndu stjómsýslustörfum framkvæmdarvaldsins. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að bæta úr þessu í þeim tilgangi að efla sjálfstæði dómsvaldsins. Það var meðal annars gert með lögum nr. 92/1989 sem þá hétu lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði.9 Með lögunum var skilið á milli umboðsstarfa og dómstarfa þannig að þau voru ekki lengur á sömu hendi eins og þau höfðu áður að hluta til verið. Settir voru á fót átta héraðsdómstólar sem fara hver í sínu umdæmi með dómstörf í opinberum málum og einkamálum, sbr. þágildandi 1. og 2. gr. laganna, sbr. nú 2. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Sýslumenn fara hins vegar samkvæmt núgildandi 1. gr. laga nr. 92/1989, sbr. 36. gr. laga nr. 15/1998, með stjómsýslu ríkisins eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um. I lögum um dómstóla nr. 15/1998, sem tóku gildi 1. júlí það ár, var enn lögð áhersla á að efla sjálfstæði dómsvaldsins. I athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna segir að hér á landi hafi viðhlítandi aðskilnaði á milli dómsvalds og framkvæmdarvalds í héraði ekki verið komið á fyrr en við gildistöku laga nr. 92/1989 á miðju ári 1992. Þessum aðskilnaði hafi verið komið á löngu síðar en í öðrum vestrænum ríkjum. Umræðan frá þeim tíma um skipan dómstóla og skilin á milli þeirra og framkvæmdarvaldsins hafi hins vegar beinst að líkum atriðum og í næstu nágrannalöndum. I slíkum umræðum hafi borið hvað hæst undanfarið hvort samrýmanlegt sé meginreglunni um sjálfstæða og 8 Sjá neðanmálsgrein 4 um 1. mgr. 70. gr. stjómarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. 9 Heiti laganna var breytt með 36. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 og heita þau nú lög um framkvæmdarvald ríkisins í héraði. 473
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.