Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 19
eitthvað af þessu eigi við verður hann að víkja sæti. Héraðsdómari getur auk þess samkvæmt 4. mgr. 18. gr. laga um dómstóla beðist undan úthlutun máls vegna tengsla við efni þess, aðila, fyrirsvarsmann eða lögmann þótt hann verði ekki talinn vanhæfur til að fara með það, enda sé beiðni hans studd haldbærum rökum og kostur annars dómara við dómstólinn til að fara með málið. Ur dómsmálum er leyst á grundvelli lagareglna sem eiga við um úrlausnar- efnið, en sakarefnið, sem um ræðir hverju sinni, ræðst af atvikum málsins og málsástæðum sem aðilamir bera fyrir sig. Þar sem lög eru almenn og eiga því að gilda á sama hátt um alla, sem eins er ástatt um, leiða sambærileg málsatvik til sömu lagalegu niðurstöðu. Þetta gildir óháð því hver dómarinn er sem fer með málið. Þess vegna er mikilvægt að dómari beiti almennum viðmiðunum við úrlausnir dómsmála en ekki einstaklingsbundnum.13 Dómari má því hvorki láta persónulegar skoðanir né eigin sjónarmið, sem ekki eru í samræmi við hefðbundnar og viðurkenndar lögfræðilegar aðferðir og aðrar almennar viðmið- anir, ráða niðurstöðu í dómsmáli. Verði þessa ekki gætt er hætta á að hlutleysi dómarans verði dregið í efa. Þótt fylgt sé reglunni um að dómari fari aðeins eftir lögunum við úrlausnir mála verða niðurstöður ekki endilega einhlítar. Lög geta t.d. verið óskýr eða almennt orðuð, tilvikið sem um ræðir fellur ekki beint undir lögin eða mis- munandi lagareglur geta átt við sem leiða til ólíkrar niðurstöðu. Mikilvægt er þá, eins og alltaf, að dómari gæti að hlutleysinu við úrlausn málsins. Hins vegar er það ekki endilega til marks um hlutdrægni dómenda þótt Hæstiréttur dæmi í máli á annan hátt en héraðsdómur hefur gert eða þótt minnihluti í fjölskipuðum dómi komist að annarri niðurstöðu í dómsmáli en meirihlutinn og skili séráliti. Um þetta verður fjallað nánar í kafla 7 um lögfræðilegar úrlausnir og mat dómara á því sem skiptir máli fyrir niðurstöður í dómsmálum. Eigin viðhorf, skoðanir og lífssýn dómarans eiga ekki erindi inn í störf hans þótt stundum kunni að vera erfitt að koma í veg fyrir það. Afstaða dómara til 13 í grein Þórs Vilhjálmssonar ségir á bls. 45 að dómarar ákveði ekki refsingar og meti ekki sanngimiskröfur eða sönnunargögn eftir tilviljunum eða duttlungum. Mælikvarðamir séu mótaðir á löngum tíma og sóttir í smiðju til viðhorfa innan lögfræðingastéttarinnar, sem menntun og starfsreynsla hafi skerpt. Þessi viðhorf taki breytingum, hægt að jafnaði, en í samrœmi við almenn viðhorf í þjóðfélaginu. Þessi hægagangur tryggi samræmi og jafnrétti milli þeirra sem ákvarð- animar varði. Dómarar hafi, eins og allir lögfræðingar og allir menn, mismunandi viðhorf. Vitan- lega verði ekki sagt að það hafi aldrei áhrif á ákvarðanir þeirra, en starfsuppeldið stefni að því að kenna mönnum að láta ekki persónuleg viðhorf ráða ferðinni. í Hæstarétti og stundum hjá öðrum dómstólum sé reynt að tryggja samræmið með því að hafa dómstólinn fjölskipaðan. Sambærilegar athugasemdir koma fram hjá Einari Arnórssyni og Theodór B. Líndal á bls. 188 þar sem fjallað er um regluna um frjálst mat á sönnun. Þar segir að ekki megi skilja orðin „frjálst mat“ þannig að átt sé við einstaklingsbundna, lauslega og e.t.v. tilfinningamótaða handahófsákvörðun. Við matið beri að beita algerlega hlutlægu sjónarmiði og miða það við gögn málsins þannig að aðrir, sem til þekki, geti fallist á að matið sé rétt. Bogi Nilsson segir á bls. 343 að sönnunarmat dómara sé frjálst en í dómi megi hann ekki byggja á tilfinningu sinni eingöngu eða einhverjum innblæstri. Niðurstaða hans verði að vera grundvölluð á hlutlægu mati á þeim sönnunargögnum, sem flutt hafi verið fram í málinu. Aðrir en dómarinn eigi að geta komist að sömu niðurstöðu með því að kanna það sem fram er fært, eins og dómarinn, og beita skynsamlegri röksemdafærslu. 477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.