Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 23
hins vegar aldrei túlka lagareglu eða beita lögskýringu að eigin geðþótta. Hann
verður að beita viðurkenndum lögskýringaraðferðum og gæta að réttri, hefð-
bundinni og viðeigandi notkun réttarheimildanna. Hann þarf að geta greint á
milli pólitískra skoðana og lögfræðilegs ágreinings þótt mörkin þar á milli
kunni að vera óskýr. Hann verður að gæta þess að hallast ekki á sveif með
hinum pólitísku rökum þegar engin þörf er á því, svo sem þegar lausnin fæst
með því að leysa úr málinu eftir viðurkenndum lögfræðilegum aðferðum.
Með þessu eru gerðar miklar kröfur til þeirra sem fara mcð dómarastörf.
Hæfileikar dómara til að greiða úr þessu, og velja hina lögfræðilegu úrlausn
fram yfir þá lausn sem unnt væri að komast að með svokölluðum pólitískum
rökum, koma þar vissulega að gagni. Slíka hæfileika þyrfti að hafa í huga þegar
metin er hæfni viðkomandi til að gegna dómarastarfi. Mikilvægt er hins vegar
að dómarar verði ekki metnir til hæfileika á grundvelli pólitískrar afstöðu
þeirra. Hæfileikana þarf að meta á hlutlausum og faglegum grunni, eins og
nánar verður fjallað um í köflum 8 og 9 hér á eftir. Hæfileikana þarf að skil-
greina út frá verkefnum dómstólanna og nánari lýsingum á þeim. Slíkt krefst
þekkingar á dómarastarfinu og meðferð dómsvaldsins.
Af framangreindu má sjá að ekki eru það endilega dómstólamir sem leita
eftir að færa út valdsvið sitt. Þessar breytingar sem um ræðir eru meðal annars
til komnar vegna flóknari og sífellt breytilegra þjóðfélagsaðstæðna, sem leiða
meðal annars til erfiðleika við lagasetningu, alþjóðaviðskipta og vaxandi sam-
keppni í viðskiptalífinu og lögfestingu mannréttindaákvæða. í kjölfarið fylgja
auknar kröfur til dómstólanna, svo sem um sjálfstæði, hlutleysi, skilvirkni og
vandaðar úrlausnir. Einnig eru áberandi kröfur nútímans um að dómsvaldið
njóti trausts.23
Hlutverk dómstóla hefur að þessu leyti breyst, enda verður að gera ráð fyrir
að dómsvaldið þróist og aðlagist kröfum hvers tíma þrátt fyrir að það standi enn
á sama grunni og áður. Þeir sem fara með dómsvaldið verða þó að gæta þess að
með kröfum um þróun og aðlögun er ekki til þess ætlast að dómstólar fari út
fyrir þær lagalegu heimildir sem þeir hafa, en valdmörkin þarf að sjálfsögðu að
virða. Aðferðir lögfræðinnar kunna að vera að nokkru leyti úreltar til að með
þeim verði skilgreint nægilega hvar mörkin liggja. Þessa þróun verður engu að
síður að hafa í huga við skilgreiningar á dómsvaldinu. Þróunin hefur augljós-
lega stefnt í þá átt að enn brýnna er en áður að varðveita hlutleysið.24 í því
sambandi gæti verið gagnlegt að efla hér á landi fræðilegar rannsóknir á dóms-
23 Sjá t.d. í því sambandi athugasemdir, sem fylgdu frumvarpi til dómstólalaga í Alþingistíðindunr
A, 122. löggjafarþing, þskj. 176, 176. mál, álit umboðsmanns Alþingis 3. maí 2004, „Domstolsud-
valgets betænkning" og „Domstolene i samfundet“.
24 Þróun dómsvaldsins í Danmörku á síðustu áratugum er útskýrð í „Domstolsudvalgets betænk-
ning“, bls. 173-175. Á bls. 175 segir: „Udviklingen understreger betydningen af domstolene som
en uafhængig tredie statsmagt"
481