Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 32
leggja rétt mat á það sem máli skiptir. Faglegu og hlutlausu mati er einmitt
ætlað að tryggja að hæfasti umsækjandinn verði valinn hverju sinni til að gegna
því dómarastarfi sem um ræðir og að annað hafi þar ekki áhrif. Takist það mun
það efla dómstólana og traustið til þeirra. Dómari sem metinn hefur verið mjög
vel hæfur til að gegna dómarastöðu á faglegum grundvelli af hlutlausum aðila
ætti að njóta fyllsta trausts.38 Dómstólarnir njóta ekki trausts nema borið sé
traust til hvers og eins dómara. Af þeim sökum er augljóslega mikið í húfi, en
hagsmunirnir eru þeir að allir geti treyst því að vel og réttilega sé staðið að því
að velja dómara í embætti. Verði þess ekki gætt er hætta á að traustið til dóm-
stólanna og úrlausna þeirra glatist. Komi til þess standa dómstólamir tæpast
undir þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra í réttarríkinu.
Við faglegt mat á hæfni umsækjanda um dómarastöðu er gagnlegt að
skilgreina dómarastarfið og hverra hæfileika er helst þörf til að gegna því. I 2.
mgr. 4. gr. reglna um störf dómnefndar samkvæmt 3. mgr. 12. gr. laga nr.
15/1998 segir að dómnefndin skuli hafa til hliðsjónar eftirtalin atriði við mat á
hæfni umsækjenda um dómarastarf; starfsferil, fræðilega þekkingu, almenna og
sérstaka starfshæfni og góð tök á íslensku máli. I 3. mgr. sömu greinar regln-
anna segir að dómnefndin geti sett sér frekari verklagsreglur við mat á hæfni
umsækjenda sem dómsmálaráðherra skuli samþykkja. I verklagsreglum
nefndarinnar frá 23. mars 2001 er skilgreint til hvers dómnefndin muni einkum
taka tillit í mati á starfsreynslu, fræðilegri þekkingu svo og á almennri og
sérstakri starfshæfni. Um mat á persónuleika segir að umsækjandi þurfi að eiga
auðvelt með mannleg samskipti, bæði við samstarfsmenn og þá sem erindi eiga
við hann. Ætlast sé til þess að af umsækjanda fari gott orð, bæði í fyrri störfum
og utan starfa, og að reglusemi hans sé í engu ábótavant. Hann verði að þola
umfjöllun fjölmiðla og annarra um mál sem hann komi til með að fara með án
þess að láta utanaðkomandi hafa áhrif á störf sín.
Þegar litið er til dómarastarfsins verður jafnframt að gera þær kröfur að
dómari geti gengið rösklega til verks þar sem ætlast er til þess að hann skili
verulegum afköstum og hann verður að vera fær um að taka ákvarðanir af
öryggi, þekkingu og festu. Hann þarf að vera vel fær um að setja sig inn í hin
fjölbreytilegu mál og skilja um hvað hvert og eitt þeirra snýst. Hann þarf því að
vera opinn fyrir ólíkum sjónarmiðum og vera fær um að hlusta á og meðtaka
það sem málsaðilar hafa fram að færa. Einnig þarf hann að geta stjórnað
þinghöldum með röggsemi og festu og sett mál sitt fram, skriflega og munn-
lega, með skýrum og greinargóðum hætti á góðu máli. Þar sem ríkar kröfur eru
gerðar til gæða dómsúrlausna þarf að skilgreina hvað mætti helst hafa til marks
um það hvort viðkomandi verði fær um að standast þær kröfur. Þar er í raun um
38 í áliti umboðsmanns Alþingis er talið mikilvægt að hver og einn dómari njóti trausts. Á bls. 27
í álitinu segir að unt leið og miklu skipti að hverju sinni veljist sem hæfastir einstaklingar til starfa
innan dómstólanna þurfi þeir, og þá sérstaklega Hæstiréttur. og einstakir dómendur að njóta trausts
jafnt almennings sem fyrirsvarsmanna annarra þátta ríkisvaldsins.
490