Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 33
spádóma að ræða því að meta þarf hvemig sá sem um ræðir muni standa sig í framtíðinni miðað við fyrri störf. Af góðri dómasamningu39 og fræðistörfum má t.d. sjá hverjum hæfileikum umsækjandi um dómarastarf er búinn og hvemig þeir hæfileikar muni nýtast í dómarastarfinu. Þar sem dómstólum ber að gæta samræmis í úrlausnum krefst dómarastarfið yfirgripsmikillar þekkingar á úrlausnum dómstóla og rökgreiningum á þeim. Dómari verður því að greina hver tilvik eru sambærileg og hvernig það hefur áhrif á þá úrlausn sem um ræðir hverju sinni. Þar verður hann að byggja á viðteknum venjum í lagafram- kvæmdinni, svo og almennum skilgreiningum á því hvenær atvik eru sam- bærileg og hvað hefur þýðingu í þeim efnum. Þessi verkefni geta verið mjög vandasöm, og þau krefjast þekkingar, hæfileika og færni dómarans. Við mat á hæfileikum umsækjanda um dómarastöðu þarf að líta til þess hvort hann búi yfir góðri lögfræðiþekkingu og hvort hann er fær unt að nota þá þekkingu á þann hátt sem úrlausn lögfræðilegra álitaefna krefst. Lögfræði- þekkingin er þó ekki einangrað fyrirbæri enda kemur hún ekki að tilætluðu gagni í dómarastarfinu nema dómari beiti jafnframt heilbriðgri skynsemi, rök- hugsun, innsæi og dómgreind. Hér má nota til nánari útskýringa á þessu hinn fræga dóm Salómons konungs úr Gamla testamentinu, I. konungabók 3:16-28. Þar fyrirskipaði konungurinn að taka lifandi barn, sem tvær konur höfðu fært honurn, og höggva það í tvennt og skyldi hvor þeirra fá helming barnsins. Konurnar höfðu hvor um sig sagt frá því að hún sjálf ætti bamið en hin konan ætti annað bam sem hafði dáið. Raunverulega móðirin baðst undan þessu og bað konunginn að gefa hinni konunni barnið „því að ástin til barnsins brann í brjósti hennar“. Með þessum viðbrögðum sá konungurinn að hún hlaut að vera móðirin og mælti svo fyrir að henni skyldi fengið barnið. Vegna þessa var Salómon konungur virtur vegna þekkingar sinnar og speki, en því má halda fram að aðferð hans til að meta sannleikann endurspegli innsæi hans í mannlegar tilfinningar og viðbrögð. Þetta dæmi er rakið hér til að sýna að því meira innsæi sem dómari hefur þeim mun líklegra er að hann njóti trausts, eins og Salómon konungur naut. Dæmið varpar einnig ljósi á og styður þau sjónannið sem vitnað er til í neðanmálsgrein 13, þar sem fram kemur að dómari beiti ekki eingöngu eigin viðmiðunutn við úrlausnir mála heldur hafi hann til viðmiðunar það sem aðrir geti fallist á að sé rétt, en með því beitir hann almennum viðmiðunum, eins og til er ætlast, en ekki einstaklingsbundnum. Innsæið þarf að haldast í hendur við lögfræðiþekkinguna en hún ein nægir ekki og er ekíci einangruð þegar dómarastarfið er annars vegar. Góður dórnari þarf að geta tengt saman haldgóða lögfræðiþekkingu, heilbrigða skynsemi og innsæi í mannlega hegðun og viðbrögð. 39 Þama er einkum átt við dómasamningu þeirra sem hafa starfað sem héraðsdómarar og sækja um hæstaréttardómarastöðu eða þeirra sem hafa verið settir héraðsdómarar og gegnt tímabundið afleysingum samkvæmt 20. gr. laga um dómstóla en sækja um dómaraembætti. 491
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.