Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 48

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 48
3.2 Jafnræði og jafnrétti fyrir samkynhneigð pör í ríkjum ESB Afstaða aðildarríkja ESB til aukins jafnréttis til handa samkynhneigðum pörum spannar breitt bil. I nýlegri Gallup könnun kom í ljós að 57% íbúa þeirra 15 ríkja sem aðild áttu að ESB fyrir maí 2004 voru fylgjandi hjúskap sam- kynhneigðra á meðan aðeins 23% íbúa nýju ríkjanna voru sömu skoðunar. Bilið spannaði allt frá 82% fylgi dönsku þjóðarinnar með hjúskap samkynhneigðra niður í einungis 9% Kýpurbúa.28 Mörg hinna gömlu29 aðildarríkja ESB veita samkynhneigðum pörum ein- hvers konar réttarvernd en töluverður munur er þó til staðar. Holland og Belgía heimila hjúskap á meðan lög Austurríkis, Grikklands, Irlands, Italíu og Lúxem- borgar gera ekki ráð fyrir neins konar sambandi samkynhneigðra. Hin eldri ríki bjóða síðan upp á einhvers konar staðfesta samvist með mismunandi réttar- áhrifum þó, allt frá táknrænu gildi eingöngu og upp í sömu réttindi og skyldur og fylgja hjúskap. Af þeim 10 nýju ríkjum sem gerðust aðilar að ESB 1. maí 2004 eru átta Mið- og Austur-Evrópuríki og tvö eyríki.30 Meðal skilyrða fyrir inngöngu þessara ríkja voru virðing fyrir lýðræði, mannréttindum og lögmætisreglunni. Því miður sýndu þessi ríki ekki mikla virðingu fyrir réttindum samkynhneigðra para í aðildarferlinu. Að Ungverjalandi undanskildu viðurkennir ekkert ríkjanna samvistir eða sambúð samkynhneigðra. Það hefur verið reynt án árangurs að fá samþykkt lög þessa efnis í bæði Tékklandi og Lettlandi, og reyndar var lagt fram frumvarp í Litháen á árinu 2000 þar sem lagt var til bann við hjúskap samkynhneigðra.31 Að auki gaf Pólland út yfirlýsingu um almennt siðgæði í tengslum við aðildarsamning sinn við ESB þess efnis að ekkert í Maastricht- sáttmálanum hindraði pólska ríkið í að setja reglur þegar kæmi að málum sent hefðu siðferðilegt vægi.32 Það er þó ljóst að þessi yfirlýsing hefur ekkert laga- legt gildi og raunar gáfu gömlu ríkin út gagnyfirlýsingu um að yfirlýsing Pólverja yrði ekki túlkuð gagnstætt skyldum aðildarríkjanna.33 27 Upplýsingar í þessum kafla koma mestmegnis úr Legal Marriage Report; Global status of Legal Marriage, eftir Demian, 2003, sem aðgengileg er á slóðinni www.buddybuddy.com/mar-repo.html en aðrar heimildir á veraldarvefnum voru skoðaðar bakgrunnsins vegna. 28 EOS Gallup Evrópu könnun sem greint var frá í EURO-LETTER, október 2003, bls. 3. Aðgengileg á slóðinni http://www.steff.suite.dk/eurolet/eur„109.pdf. Að auki eru þrjú ríki að sækja um aðild að ESB, Búlgaría, Rúmenía og Tyrkland. Samkvæmt könnuninni er fylgi þeirra við hjúskap samkynhneigðra takmarkað eða 20%, 17% og 16% íbúa. 29 Austurríki, Belgía, Dannrörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, írland, Ítalía, Lúxemborg, Portúgal, Spánn, Stóra-Bretland, Svíþjóð og Þýskaland sem öll voru aðilar að ESB fyrir maí 2004. 30 Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland, Ungverjaland og svo Kýpur og Malta. 31 International Lesbian and Gay Association: World Legal Survey. Aðgengileg á slóðinni http://www.ilga. info/Information/Legal„survey/ilga„world„legal„survey%20introduction.htm. 32 Eða „nothing in the provisions of the Treaty on European Union prevents the Polish State in regulating questions of moral significance". 33 Ur yfirlýsingu þeirra sem umboð höfðu lil undirritunar aðildarsamnings hinna nýju ríkja að ESB 2003: „will not be interpreted or applied in a way contrary to the obligations of the Member States arising from the Treaty and Act of Accession". 506
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.