Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 50
innlimuð í stjómarskrána samkvæmt grein 1-9(1) sem þýðir að hún fær lagalegt
gildi þegar og ef öll aðildarríki fullgilda hana.
Af ofangreindu er ljóst að mannréttindi hafa þróast mikið frá Rómarsátt-
málanum 1957 og dymar virðast opnar fyrir frekari framsækinni þróun þeirra
þ.á m. á réttindum samkynhneigðra para.
4.2 Sérstaklega um bannið við mismunun
Til að ná markmiðinu um sameiginlegan markað hefur mismunun á grund-
velli þjóðemis verið bönnuð frá upphafi. Fljótlega kom í ljós að mismunun á
grundvelli kynferðis kom einnig í veg fyrir efnahagslega aðlögun á svæðinu og
árið 1978 komst ESB-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að afnám slíkrar mis-
mununar væri almenn Evrópuréttarregla.40 Síðan þá hefur umfangsmikið reglu-
verk þróast til höfuðs slíkri mismunun.
Til samanburðar má benda á að engin vemd var til staðar gegn mismunun á
grundvelli kynhneigðar fyrr en með Amsterdamsáttmálanum sem bætti nýju
ákvæði í grein 13(1) Rómarsáttmálans:
Without prejudice to the other provisions of this Treaty and within the limits of the
powers conferred by it upon the Community, the Council, acting unanimously on a
proposal from the Commission and after consulting the European Parliament, may
take appropriate action to combat discrimination based on sex, racial or ethnic
origin, religion or belief, disability, age or sexual orientation.
Þetta var í fyrsta skipti sem kveðið er á um bann við mismunun á grundvelli
kynhneigðar í alþjóðlegum samningi.41 Akvæðið hefur þó ekki bein réttaráhrif
fyrir borgara ESB heldur heimilar það stofnunum ESB að berjast gegn mis-
munun á þessum grundvelli. Sambandið hefur á þessum grunni til að mynda
bætt við ákvæði um bann við mismunun á grundvelli kynhneigðar í Réttinda-
skrá ESB42 og gefið út rammatilskipun um jafna meðferð á vinnumarkaði43 sem
er bindandi fyrir aðildarríki ESB og hefur bein réttaráhrif.
4.3 Ríkisborgarar ESB, frjáls för og búseta þeirra
Hugtakið ESB ríkisborgari kom til sögunnar við stofnun ESB með
Maastrichtsáttmálanum.44 ESB ríkisborgararétturinn kemur til viðbótar al-
mennum ríkisborgararétti og veitir einungis rétt innan valdsviðs ESB.45 Grein
40 Mál C-149/79, Defrenne gegn Sabena. [1978] ECR 1365.
41 Human Rights Education Association: Study Guide on Sexual Orientation and Human Rights.
Aðgengileg á slóðinni http://www.hrea.org/learn/guides/lgbt.html.
42 21. grein.
43 Council Directive 2000/78/EC establishing a general framework for equal treatment in employ-
ment and occupation, frá 27. nóvember 2000.
44 8. gr. Maastrichtsáttmálans, nú 17. gr. Rómarsáttmálans.
45 Takmarkað gildi réttarins hefur verið gagnrýnt, sjá t.d. Philip Alston og J.H.H. Weiler: „An
„Ever Closer Union“ in Need of a Human Rights Policy". European Joumal of Intemational Law.
9. bindi. 4. tölublað 1998, bls. 716.
508