Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 59
6.2 Allsherjarregla og almennt siðgæði: Leyfi til að víkja frá reglunum? 6.2.1 Almennt samkvæmt Evrópurétti Undantekningin sannar regluna segir málshátturinn en eðli málsins sam- kvæmt þarf að beita undantekningum sparlega og að teknu tilliti til ýmissa meginreglna, einkum reglna um vemd grundvallarréttinda og bann gegn mis- munun.98 Sem dæmi má nefna að samkvæmt Rómarsáttmálanum takmarkast frjáls för í atvinnuskyni af allsherjarreglu.99 Samkvæmt dómaframkvæmd ESB- dómstólsins ber að túlka hugtakið „allsherjarregla“ þröngt þegar vikið er frá meginreglunni um frjálsa för.100 Forsenda þess er að það þurfi að vera til staðar raunveruleg og nægilega alvarleg ógn við allsherjarreglu sem áhrif hafi á grundvallarhagsmuni samfélagsins.101 Allsherjarregla og almennt siðgæði heimila einnig frávik frá frjálsri för samkvæmt tilskipuninni um rétt ESB ríkisborgara og fjölskyldna þeirra til frjálsrar farar og búsetu innan aðildarríkja sambandsins. Það þarf ekki að taka fram að hugmyndir um siðgæði eru einkar mismunandi á milli aðildarríkja ESB en tilskipunin tekur þó fram að þessi frávik gildi einungis þegar um er að ræða tiltekna hegðun viðkomandi aðila og að ekki sé hægt að takmarka för á almennum grundvelli.102 Það blasir því við að aðildarríki gæti ekki neitað samkynhneigðu pari um frjálsa för eða dvöl almennt séð á grundvelli kynhneigðar þess. 6.2.2 Samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu Samkvæmt 8. gr. MSE er hægt að ganga á rétt einstaklings til einka- og fjölskyldulífs til vemdar siðgæði manna103 og það er mjög áhugavert að skoða hvemig MDE hefur litið á þessa takmörkun. Dómstóllinn hefur til dæmis játað því að vemdun hinnar hefðbundnu fjölskyldu geti verið löglegt markmið takmörkunar á rétti einstaklingsins.104 Hins vegar hefur dómstóllinn takmarkað svigrúm rrkja til afskipta. í máli Marckx gegn Belgíu komst dómstóllinn að því að þrátt fyrir að um löglegt markmið væri að ræða gæti lokaniðurstaðan ekki orðið sú að „prejudice the ‘illegitimate family’“ og að slíkar fjölskyldur nytu sömu vemdar og hefðbundnar fjölskyldur samkvæmt þessu ákvæði.105 Frekari útlistanir er að finna í máli Karner gegn Austurríki þar sem dómstóllinn tók fram að svig- rúmið væri lítið þar sem ólík meðferð byggðist á kynhneigð og til þess að neita einstaklingi um rétt vegna kynhneigðar þá þyrfti að sýna fram á að slfk meðferð 98 Paul Craig & Gráinne de Húrca: EU Law. 2003, bls. 826. 99 Grein 39(3) í Rómarsáttmálanum. 100 Mál C-30/77 Régina gegn Pierre Bouchereau. [1977] ECR 1999, 33. mgr. 101 ibid, 35. mgr.: „the existence ... of a genuine and sufficiently serious threat to the requirements of public policy affecting one of the fundamental interests of society". 102 27. gr. 103 A meðan þess er gætt að virða lögmætis- og meðalhófsregluna líka. 104 Þó að höfundi finnist ansi langsótt að halda því fram að viðurkenning á réttindum samkyn- hneigðra para leiði til þess að fjöldi manna komi „út úr skápnum" og enginn verði eftir til að fjölga mannkyninu. 105 Marckx gegn Belgíu. (kæra nr. 6833/74), 40. mgr. 517
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.