Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 61

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 61
þegar hann viðurkenndi tilvist grundvallarréttinda innan ESB.H1 í þessu sam- hengi er rétt að ítreka að skuldbinding ESB til að virða MSE kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir að betri réttarvernd sé veitt en þar kemur fram. Það er því ekki loku fyrir það skotið að ESB-dómstóllinn noti sömu nálgun og hann gerði í máli AM & S Europe Ltd. gegn Nefndinnin2 þar sem hann komst að því að meginregla væri til staðar þrátt fyrir að umfang og skilyrði beitingar hennar væri mjög mismunandi milli aðildarríkjanna.113 7. ÁLYKTANIR Sagan sýnir að jafnrétti verður einungis náð með víxlverkun á milli sam- félagsins og stjórnenda þess. Yfirvöld verða að vera vakandi fyrir breytingum og gera ráðstafanir til að endurspegla þessar breytingar eða jafnvel ganga lengra.114 Með þessu eru þau skilaboð gefin til samfélagsins að þessar breyt- ingar séu ásættanlegar eða æskilegar og smám saman verða breytingarnar að reglu eins og hefur til að mynda gerst með jafnrétti kvenna og karla og jafna stöðu óháð uppruna. Þetta mynstur má glöggt sjá á réttarstöðu samkynhneigðra para innan Evrópu þó að langt sé í land ennþá. í þessari grein hef ég gert almenna grein fyrir breytingum á fjölskyldu- mynstrinu í Evrópu og lögum og framkvæmd innan ESB þegar kemur að samkynhneigðum pörum. Aðildarrtki ESB hafa mismunandi lög að þessu leyti en síðan Danmörk braut ísinn árið 1989115 hefur tilhneigingin staðið til frekari réttarverndar samkynhneigðum pörum til handa. Þegar kemur að ESB hefur ýmis löggjöf verið sett til höfuðs mismununar á grundvelli kynhneigðar en þó skortir verulega á að sama herör hafi verið skorin upp gegn þessu og gagnvart ýmsum öðrum tegundum mismununar. Reglur ESB um ríkisborgararétt leysa ekki þau vandamál sem tengjast 111 Með því væri kominn vísir að evrópskri dómaframkvæmd sem MDE gæti síðan byggt á. Sjá Michael T McLoughlin: „Crystal or Glass? A Review of Dudgeon v. United Kingdom on the Fifteenth Anniversary of the Decision, 128. mgr.“ Murdoch University Electronic Joumal of Law. 4. tölublað, 3. bindi. Desember 1996. Aðgengileg á slóðinni http://www.mOurdoch.edu.au/elaw/ issues/v3n4/mclough.html. 112 Mál 155/79 AM & S Europe Ltd.gegn Nefndinni. [1982] ECR 1575. 113 Dómur þessi var umdeildur og hélt eitt aðildarríki því fram að verið væri að troða innanlandsreglu frá Stóra-Bretlandi upp á ESB í heild sinni sem væri í mótsögn við nálægðar- regluna (e. principle of subsidiarity). Sjá Paul Craig & Gráinne de Búrca: EU Law. 2003, bls. 328. 114 Þessi staða kom til að mynda upp í Svíþjóð þar sem lög um staðfesta samvist og ættleiðingu voru samþykkt með 183 atkvæðum gegn 115 þrátt fyrir að einungis 11 af 57 umsagnaraðilum væru hlynntir ættleiðingum samkynhneigðra. Sjá Ingmarie Froman: „Two Parents of the Same Sex“. Aðgengileg á slóðinni http://www.sweden.se/templates/Article_5334.asp. 115 Danmörk er enn leiðandi eins og sjá má af viðtali við Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra við Sóndagsavisen 11. janúar 2004. Um kirkjubrúðkaup samkynhneigðra para sagðist hann eiga erfitt með að trúa þvf að Guð hefði neikvæðara viðmót gagnvart samkynhneigðum en öllum öðrum. (Lausleg þýðing höfundar úr dönsku) 519
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.