Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 62
vöntun á viðurkenningu samkynhneigðra para og leiðir það oft til hindrana á
frjálsri för og búsetu þeirra. Með stigvaxandi samruna og aðlögun aðildarríkja
ESB er nauðsynlegt að gera betur til að ESB ríkisborgararéttur verði meira en
táknrænn. Þegar kemur að réttindum samkynhneigðra para hefur ESB-dóm-
stóllinn því miður ekki gripið þau tækifæri sem hann hefur fengið til að sýna
sömu djörfung og hann sýndi þegar kenningar um grundvallarréttindi innan
ESB litu dagsins Ijós. Samkvæmt dómi ESB-dómstólsins í máli D gegn Ráðinu
og tilskipun ESB um rétt ESB ríkisborgara og fjölskyldna þeirra til frjálsrar
farar og búsetu eru samkynhneigð pör í staðfestri samvist í raun meðhöndluð
eins og tveir einstaklingar. Ut frá sjónarhomi mannréttinda er þetta óásættanleg
staða einkum á tímum hnattvæðingarinnar og tíðra búferlaskipta. Augljós lausn
ríkja sem standa vörð um réttindi samkynhneigðra para er að hverfa frá stað-
festri samvist og veita þessum pörum einfaldlega aðgang að hjúskapar-
stofnuninni líkt og þegar hefur verið gert í Hollandi og Belgíu.
Það er vaxandi samstaða innan Evrópu um vemdun réttinda samkyn-
hneigðra para. Sömuleiðis er eining milli lagaramma ESB og MSE um að alls-
herjarregla og almennt siðgæði geti vart réttlætt mismunun á grundvelli ky-
hneigðar og það þó að tillit sé tekið til þess svigrúms sem aðildarríkin hafa
almennt. Enda er nánast óhugsandi að réttarstaða samkynhneigðra para sem
jafnvel eru í staðfestri samvist breytist við búferlaflutning með tilheyrandi
persónulegum og efnahagslegum afleiðingum.
Með allt ofangreint í huga væri dómstólum í Evrópu nær að hafna því að
sambönd samkynhneigðra séu ekki verð sömu viðurkenningar og sambönd
gagnkynhneigðra. Þess í stað ætti að sýna samkynhneigðum pörum þá mann-
legu virðingu sem er eðlislæg stjórnarskrám lýðræðisríkja og innbyggð er í alla
alþjóðasáttmála á sviði mannréttinda.
HEIMILIDIR:
Bækur:
Oddný Mjöll Arnardóttir: Equality and Non-Discrimination under the European
Convention on Human Rights. 2003.
Arnull, A.: The European Union and its Court of Justice. Oxford 1999.
Betten og Griel: EU Law and Human Rights. 1998.
Craig, P. og de Búrca, G.: EU Law. Text, Cases and Materials. Oxford 2003.
Guild, E.: „Free Movement and Same-Sex Relationships: Existing EC Law and Article
13 EC, Legal Recognition of Same-Sex Partnerships, A study of National, European
and International Law“. I safni Wintemute. Oxford 2001.
Ovey, C. og White, R.C.A.: Jacobs and White - European Convention on Human
Rights. Oxford 2002.
Shaw, J.: „Gender and the Court of Justice: The European Court of Justice". í safni de
Búrca og Weiler. Oxford 2001.
Wintemute, R.: Sexual Orientation and Human Rights. Oxford 1995.
520