Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 67

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 67
keppnisstofnunar verði ekki borin undir dómstóla fyrr en úrskurður áfrýjunar- nefndar liggur fyrir. Ekki er mælt fyrir um það í samkeppnislögum að Samkeppnisstofnun og Samkeppnisráð séu sjálfstæð stjórnvöld, sem e.t.v. má segja að sé nokkuð ankannalegt sé litið til þeirra verkefna sem þeim er falið að inna af hendi. Þar sem ekki er um að ræða sjálfstæð stjómvöld hefur viðskiptaráðherra þær almennu stjómunar- og eftirlitsheimildir sem leiða af almennum reglum stjóm- sýsluréttar.1 Rétt er að taka fram að af fyrirmælum 5. gr. um að Samkeppnisráð og Samkeppnisstofnun annist daglega stjómsýslu þessara mála verður ekki dregin sú ályktun að um sjálfstæð stjómvöld sé að ræða. Ráðherrar hver á sínu sviði fara með yfirstjórn stjómsýslunnar, nema hún sé að lögum undanskilin valdi þeirra.2 Umboðsmaður Alþingis hefur komist svo að orði að af þessu leiði að kveði lög ekki skýrt á um sjálfstæði stjómvalds, og verði sú ályktun heldur ekki leidd af ákvæðum laga með fullri vissu, verði talið að um lægra sett stjómvald sé að ræða.3 Tvískipting stjómsýslunnar í Samkeppnisráð og Samkeppnisstofnun hefur sætt nokkurri gagnrýni. Var því m.a. haldið fram af hálfu stefnenda í svonefndu grænmetismáli, sbr. dóm Hæstaréttar frá 30. október 2003 í máli nr. 37/2003, að seta starfsmanna Samkeppnisstofnunar á fundum Samkeppnisráðs bryti gegn jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að sú tilhögun mála væri í samræmi við áðumefnda 8. gr. sam- keppnislaga sem og þágildandi 16. gr. reglna samkeppnisyfirvalda um máls- meðferð nr. 672/1994, sbr. 22. gr. reglna nr. 922/2001 sama efnis. Var sú niðurstaða staðfest í Hæstarétti. Verður að fallast á þessa niðurstöðu, enda er 11. gr. stjómsýslulaga ætlað að tryggja að við töku stjórnvaldsákvarðana sé gætt samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti en ekki að kveða á um hvernig málsmeðferð skuli háttað á einstökum sviðum stjómsýslunnar. Hins vegar má gagnrýna þetta fyrirkomulag frá sjónarhóli 6. gr. MSE eins og vikið verður stuttlega að hér síðar. Einnig er rétt að geta þess að héraðsdómur taldi máls- meðferðarreglur fyrir Samkeppnisráði að nokkru fara á sveig við viðurkennd sjónarmið um óhlutdrægni og jafnræði. Verði frumvarp það sem viðskiptaráðherra hefur kynnt um breytingar á samkeppnislögum lögfest yrði breyting á þessu fyrirkomulagi. Samkvæmt III. kafla frumvarpsins yrði Samkeppnisráð lagt niður og tæki stofnun, Sam- keppniseftirlitið, við hlutverki þess. Reyndar er gert ráð fyrir að stjóm verði yfir stofnuninni og að bera skuli meiri háttar ákvarðanir undir hana til samþykktar eða synjunar, sbr. 3. mgr. 5. gr. frumvarpsins. 1 Starfsskilyrði stjómvalda. Forsætisráðuneytið. Reykjavík 1999, bls. 84. 2 Olafur Jóhannesson: Stjómskipun Islands. Hlaðbúð. Reykjavík 1960, bls. 148. 3 UA, mál nr. 1746/1996. 525
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.