Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 69

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 69
Af þessu leiðir að hugtakið „refsivert brot“ (hér á eftir vísað til sem refsi- verðs brots eða ásökunar um refsiverða háttsemi) í 6. gr. MSE er sjálfstætt og ber að skýra það óháð flokkun háttseminnar að landsrétti. Reyndar er málum svo háttað að sé um að ræða tilvik sem telst refsivert samkvæmt skilgreiningu að landsrétti þá fellur það sem sakamál undir gildissvið 6. gr.7 Eins og rakið var að ofan verður ekki tekin afstaða til þess, hvort sektir samkvæmt 52. gr. sam- keppnislaga teljist til refsinga samkvæmt hefðbundnum sjónarmiðum refsi- réttar. Verður við umfjöllun þessa gengið út frá því að svo sé ekki og því tekið til athugunar hver niðurstaðan verði sé beitt viðmiðum b) og c) sem nefnd voru hér að ofan. í þeim tilvikum þegar mannréttindadómstóllinn styðst við eðli brotsins, við mat á því hvort háttsemi teljist refsivert brot í skilningi 6. gr. sáttmálans, er litið til þess hvort viðkomandi lagaákvæði sé einungis beint að sérstökum hópi manna eða hafi almennt gildi; hvort ákvörðunin sé tekin af stjórnvaldi; hvort beiting refsingar sé bundin því að viðkomandi sé talinn sekur um afbrot og hvort viðurlögunum sé ætlað að vera refsing og hafa fyrirbyggjandi áhrif.8 Ef litið er á sektir vegna brota á samkeppnislögum, sbr. 52. gr. laganna, í ljósi þessara sjónarmiða þá liggur fyrir að Samkeppnisráð er stjómvald sem byggir valdheimildir sínar á ákvæðum samkeppnislaga. Akvæðið er almennt í þeim skilningi að fyrirtæki, sem hægt er að beita sektum á grundvelli þess, eru öll þau sem falla undir gildissvið samkeppnislaga samkvæmt 2. gr. þeirra. Gildissvið laganna er ljóslega mjög víðtækt, en í L mgr. 2. gr. segir að þau taki til hvers konar atvinnustarfsemi, svo sem framleiðslu, verslunar og þjónustu, án tillits til þess hvort hún sé rekin af einstaklingum, félögum, opinberum aðilum eða öðrum. Eins og fram kemur í 52. gr. laganna skal við ákvörðun sektarinnar hafa hliðsjón af eðli og umfangi samkeppnishamlna og hversu lengi þær hafa staðið. Ber orðalagið glögglega með sér að sektarákvörðun er ætlað að verða víti til varnaðar. Má í því sambandi einnig vitna til ummæla með 17. gr. frumvarps þess sem varð að lögum nr. 107/2000 en þar segir: í ákvæðinu er lagt til að orðið „leggur“ verði tekið upp í stað orðanna „getur lagt“ til þess að tryggja að meginreglan verði sú að stjórnvaldssektir verði lagðar á ef umrædd brot eiga sér stað. Stuðlar þetta að því að markmið laganna nái fram að ganga því stjórnvaldssektum samkvœmt lögunum er œtlað með almennum og sérstökum varnaðaráhrifum að vinna gegn því aðfyrirtœki brjóti lögin (leturbr. höf.).9 Þriðja viðmiðið, hversu ströngum viðurlögum verði beitt, hefur oft verið talið ráða úrslitum, sérstaklega í þeim tilvikum þegar möguleiki er á að ákvarða 7 P van Dijk og GJH van Hoof: Theory and Practice of the European Convention on Human Rights. 3. útgáfa. KluwerLaw Intemational. The Hague 1998, bls. 410. 8 B Emmerson og A Ashworth: Human Rights and Criminal Justice. Sweet and Maxwell. London 2001, bls. 151. 9 Alþt., A-deild 1999-2000, bls. 4137. 527
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.