Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 73
ekki til dómstóls í skilningi ákvæðisins.24 Þessi nálgun dómstólanna byggir á
misskilningi á því hvemig gildissvið 6. gr. er ákvarðað. I því sambandi skiptir
eðli ágreiningsefnisins meginmáli fremur en það hvemig viðkomandi dómstóll
(e. tribunal) er samansettur eða hvaða reglur gilda um hann.25 Ef síðamefnda
atriðið réði úrslitum væri auðvelt að skjóta sér fram hjá reglum mannréttinda-
sáttmálans með því að fela úrskurðarvald í hendur aðila sem ekki teljast til
dómstóla í skilningi 6. gr. MSE.
Hins vegar er víða í dómaframkvæmd evrópudómstólanna að finna vísbend-
ingar um að þeir álíti að sektarákvarðanir vegna brota gegn samkeppnis-
reglunum teljist ásökun um refsiverða háttsemi. Má þar fyrst nefna álit
Vesterdorfs, aðallögmanns í Polypropylene-málinu. Þar sagði lögmaðurinn að
sektirnar hefðu einkenni refsinga (vísaði hann í því sambandi til dóms mann-
réttindadómstólsins í Özfú'r^-málinu sem vikið verður að síðar) og það væri
mjög mikilvægt að rétturinn (undirréttur Evrópudómstólsins) hefði það að
leiðarljósi að gæta þess að réttarstaðan væri þannig að ekki væri með réttu hægt
að gagnrýna dóminn með vísan til mannréttindasáttmálans.26
í dómi sínum í Huls-málinu gaf Evrópudómstóllinn mjög sterklega til kynna
að hann teldi sektirnar falla undir gildissvið 1. mgr. 6. gr. MSE sem „ásökun um
refsiverða háttsemi“. Vísaði rétturinn m.a. til 2. mgr. ákvæðisins sem mælir
fyrir um þá grundvallarreglu að maður teljist saklaus uns sekt hans sé sönnuð.
Síðan sagði að með vísan til eðlis umræddra brota sem og eðlis og þyngdar
sektanna, að ofangreind meginregla gilti um málsmeðferð í samkeppnismálum
sem lyki með sektarákvörðunum. Vísaði dómurinn í þessu samhengi til tveggja
dóma mannréttindadómstólsins, Öztiirk og Liitz.21 Sé litið til þess að megin-
regla 2. mgr. 6. gr. MSE nær einungis til þeirra mála sem falla undir gildissvið
greinarinnar sem „refsivert brot“ og þess að Evrópudómstóllinn vísaði til
tveggja dóma frá mannréttindadómstólnum, þar sem um refsiverð brot var að
ræða, þá virðist óhætt að álykta að með þessu fallist rétturinn sub silentio á að
sektarákvarðanir beri að telja til ásökunar um refsiverða háttsemi.
Hér má einnig nefna PVC II-niálið þar sem Evrópudómstóllinn lagði mat á
hvort málsmeðferðartími teldist hæfilegur og beitti við það viðmiðum sem
einungis eru notuð þegar um er að ræða refsiverð brot. Einnig vísaði rétturinn
til dóma frá mannréttindadómstólnum sem vörðuðu þagnarrétt, en sú dóma-
24 Sjá t.d. mál 100-103/80 Musique Diffusion Frangaise SA gegn Framkvœmdastjórninni. [1983]
ECR 1825, mgr. 11 og mál T-348/94 Enso Espanola gegn Framkvœmdastjórninni. [1998] ECR II-
1875, mgr. 56, 25; D Waelbroeck og D Fosselard: „Should the Decision-Making Power in EC
Antitrust Procedure be Left to an Independent Judge?-The Impact of the European Convention of
Human Rights on EC Antitrust Procedures". (1994) Yearbook of European Law, bls. 111, 115; IS
Forrester: „Modemisation of EC Competition Law“ í BE Hawk (ritstjóri) Annual Proceedings of
the Fordham Corporate Law Institute. Juris Publishing Inc. New York 2000, bls. 181, 218.
26 Álit Vesterdorfs aðallögmanns í málum T-l-4/89, T-6-15/89, Rhone Poulenc SA o.jl. gegn
Framkvœmdastjórninni. [1991] ECR 11-867, 885-886.
27 Mál C-199/92P Hiils gegn Framkvœmdastjórninni. [1999] ECR 1-4287, mgr. 149-150.
531