Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 74
framkvæmd nær ekki til einkamála.28 Að síðustu má vitna til mjög afdráttar-
lausra ummæla Léger, aðallögmanns í Baustahlgewebe-málinu, þar sem hann
sagði:
It cannot be disputed - and the Commission does not dispute that in the light of the
case law of European Court of Human Rights and the opinions of the European
Commission of Human Rights, the present case involves a criminal charge.29
Vissulega má finna ósamræmi í dómaframkvæmdinni og má í því sambandi
t.d. vísa til Volkswagen-málsins, en þar vitnaði Evrópudómstóllinn til 4. mgr.
15. gr. reglugerðar 17/62 og sagði að sektir í samkeppnismálum væru ekki
refsiréttarlegs eðlis.30 Af þessum dómi er engan veginn hægt að ráða hvað
tilvitnun til áðumefndrar greinar átti að hafa í för með sér, en hafi ætlunin verið
að draga úr kröfum til málsmeðferðar í samkeppnismálum er ljóst, samkvæmt
því sem að framan er rakið, að þá er dómstóllinn á hálum ís.
4. SJÁLFSTÆÐUR OG ÓVILHALLUR DÓMSTÓLL
4.1 Almennt
Orðið „dómstóll“ í 6. gr. MSE er þýðing á enska og franska orðinu
„tribunal“ og er ljóst af því að í ákvæðinu er að finna víðtækari skírskotun en
einungis til dómstóla í hefðbundinni merkingu. Hefur það einnig verið staðfest
í dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins.31 Þar hafa verið að nokkru
skýrðar þær kröfur sem gera verður til úrskurðaraðila svo að hægt sé að líta svo
á að um sé að ræða dómstól í skilningi ákvæðisins. Til þess að svo sé þarf
úrskurðaraðilinn að hafa vald til að úrskurða í máli á grundvelli laga að
undangenginni formlegri málsmeðferð.32 Einnig þarf aðilinn að vera óháður
löggjafar- og framkvæmdarvaldi sem og auðvitað aðilum málsins.33 í raun réttri
er erfitt að greina á milli ákvörðunar um það hvort aðili teljist til dómstóls í
28 Mál C-238/99P, C-244/99P C-245/99P, C-247/99P, C-250/99P-C-252/99P, C-254/99P,
Limburgse Vinyl Maatschappij o.fl. gegn Framkvœmdastjórninni. [2002] ECR 1-8375, mgr. 180-
200 og 274-275. Sjá einnig mál C-194/99P Thyssen Stahl AG gegn Framkvæmdastjórninni. Dómur
frá 2. október 2003.
29 Alit Léger aðallögmanns í máli C-185/95P Baustalilgewebe gegn Framkvœmdastjórninni
[1998] ECR 1-8417, mgr. 31. Ummælin hljóða svo á íslensku: „Það verður ekki dregið í efa - og
Framkvæmdastjómin vefengir ekki að með tilliti til dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls
Evrópu og álita Mannréttindanefndar Evrópu, telst mál þetta varða ásökunum um refsiverða
háttsemi".
30 Mál C-338/OOP Volkswagen AG gegn Framkvœmdastjórninni. Dómur frá 18. september 2003,
mgr. 95-97. Sjá einnig mál T-23/99 LR AF1998 gegn Framkvœmdastjórninni. [2002] 5 CMLR 10,
mgr. 220.
31 Camphell og Fell gegn Stóra-Bretlandi. Series A Nr 80 [1985] 7 EHRR 165, mgr. 76.
32 Eiríkur Tómasson: Réttlát málsmeðferð fyrir dómi. Bókaútgáfa Orators. Reykjavík 1999, bls.
139.
33 Sjá t.d. Vasilescu gegn Rúmeníu. [1999] 28 EHRR 241, mgr. 41.
532