Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 76

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 76
meðferðin hefði verið í samræmi við 6. gr. MSE. Við það mat leit dómstóllinn til þess hvert var efni ákvörðunarinnar, hvernig málsmeðferðinni var háttað og hvert var inntak deilunnar. Vísaði dómstóllinn til þess að meðferðin hefði haft rnörg einkenni dómstólameðferðar, að ekki var deilt um grundvallarstaðreyndir málsins og að málið snerist um sérhæft svið.39 Agætis dæmi um mál þar sem mannréttindadómstóllinn taldi að sú endur- skoðun sem dómstóll hafði heimild til að beita væri ekki nægjanleg til að standast kröfur 6. gr. sáttmálans er W gegn Stóra Bretlandi. Málið snerist um rétt foreldra til umgengni við börn sín, en sá réttur nýtur vemdar 8. gr. MSE. Akvörðun var upphaflega tekin á sveitarstjórnarstigi og þegar ákvörðuninni var skotið til dómstóla lögðu þeir ekki mat á efni ákvörðunar. Einungis var athugað hvort stjórnvaldið hefði ekki tekið löglega ákvörðun eða hegðað sér með ósann- gjömum eða óeðlilegum hætti.40 Þetta mál er athyglisvert að bera saman við álit Mannréttindanefndar Evrópu í máli Y gegn Islandi, sem einnig varðaði ágrein- ing um forsjá bama. Nefndin vísaði málinu frá og rökstuddi það m.a. með vísan til þess að endurskoðunarvald íslenskra dómstóla taki jafnt til lagaatriða og sönnunar á staðreyndum málsins. Dómstólar geti ógilt ákvarðanir stjómvalda sem séu bundin af þeirri niðurstöðu.41 4.3 Ásökun um refsiverða háttsemi Rétt er að taka fram að hér er fyrst og fremst verið að fjalla um tilvik sem teljast til refsiverðrar háttsemi á grundvelli hinnar sjálfstæðu nterkingar hugtaksins í 6. gr. MSE. Verður stuttlega vikið að hefðbundnum refsimálum í lok umfjöllunarinnar. Otvírætt er, þegar um ásökun um refsiverða háttsemi er að tefla, að gerðar eru strangari kröfur til endurskoðunarvalds dómstóla svo að skilyrði 6. gr. MSE teljist vera uppfyllt. Má í því sambandi vísa til eftirfarandi ummæla Mannréttindanefndar Evrópu í máli Umlauft: The Commission finds that whilst in civil matters a somewhat limited review of the decisions of administrative authorities may, in certain circumstances, satisfy the requirements ofArticle 6 of the Convention ... criminal cases may require a different approach. In particular, they involve rules directed towards all citizens in their capacity as road users, which prescribe conduct of a certain kind and create sanctions for non-compliance. Where a defendant desires a court to determine a criminal charge against him, there is no roomfor limitation on the scope ofreview required 39 Bryan gegn Stóra-Bretlandi. Series A Nr 335-A [1995] 21 EHRR 342, mgr. 45-47. Annað athyglisvert mál í þessu samhengi er Zumbobel gegn Austurríki. Series A Nr 268-A [1994] 17 EHRR 116. Hér má einnig vísa til tveggja áhugaverðra dóma frá House of Lords: R (on tlie application ofHolding and Bernes Plc) v Secretary ofStatefor the Environment, Transport and the Regions, [2003] 2 AC 295 og Begitni (Runa) v Tower Hamlets LBC. [2003] 2 AC 430. 40 W gegn Stóra-Bretlandi. Series A Nr 121 A [1988] 10 EHRR 29, mgr. 82. 41 Y gegn íslandi. Álit frá 12. október 1992 í máli nr. 16534/90. Sjá um þetta mál Eiríkur Tómasson: Réttlát málsmeðferð fyrir dómi. Bókaútgáfa Orators. Reykjavík 1999, bls. 62. 534
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.