Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 81
Although as a general rule the court undertakes a comprehensive review of the
question whether or not the conditions for the application of Article 85(1) are met,
it is clear that in determining the permissible duration of a non-competition clause
incorporated in an agreement for the transfer of an undertaking the Commission has
to appraise complex economic matters. The court must therefore limit its review of
such an appraisal to verifying whether the relevant procedural rules have been
complied with, whether the statement of the reasons for the Decision is adequate,
whether the facts have been accurately stated and whether there has been any
manifest error of appraisal or a misuse of powers62 (leturbr. höf.).
Af tilvitnuðum ummælum má ráða að dómstóllinn telur það meginreglu að
hann taki ákvarðanir Framkvæmdastjórnarinnar til gagngerrar endurskoðunar.
Hins vegar var sú ákvörðun, sem um var deilt í málinu, einungis tekin til tak-
markaðrar endurskoðunar. Astæða þess er sú að um var að ræða stefnumótandi
ákvörðun af hálfu Framkvæmdastjómarinnar, þ.e. hvaða afstöðu ætti að taka til
samningsákvæða sem meinuðu seljendum fyrirtækja að keppa á sama markaði
um tiltekinn tíma.63 Annað er hins vegar upp á teningnum þegar Framkvæmda-
stjómin tekur ákvörðun þess efnis að fyrirtæki hafi brotið gegn 81. og/eða 82.
gr. Rómarsáttmálans og beitir það sektum samkvæmt 23. gr. reglugerðar nr.
1/2003. í þeim tilvikum tekur undirréttur Evrópudómstólsins til ótakmarkaðrar
endurskoðunar bæði hvaða staðreyndir Framkvæmdastjómin leggur tii gmnd-
vallar í málinu og eins lögfræðilegt mat hennar á þeim staðreyndum.64
5.3 Dómar í samkeppnismálum
I þessum hluta greinarinnar verða raktir allir dómar Hæstaréttar sem gengið
hafa og eru til þess fallnir að varpa ljósi á endurskoðunarvald dómstóla í sam-
keppnismálum. Einungis tveir þeir síðastnefndu varða sektarákvarðanir, en
engu að síður er gagnlegt að skoða hina dómana, sem flestir varða beitingu 17.
gr. samkeppnislaga fyrir breytingu með lögum nr. 107/2000, til að fá heild-
62 Mál 42/84 Remia BV o.fl. gegn Framkvœmdastjórninni. [1985] ECR 2545, mgr. 34. Tilvitnuð
ummæli hljóða svo á íslensku: „Þrátt fyrir að meginreglan sé sú, að dómstóllinn taki til gagngerrar
endurskoðunar hvort skilyrði til þess að beita 1. mgr. 85. gr. séu uppfyllt, er ljóst að mat á
heimilaðri lengd samkeppnisákvæðis í samningi um sölu fyrirtækis felur í sér flókið hagfræðilegt
mat af hálfu Framkvæmdastjómarinnar. Þar af leiðandi verður dómstóllinn að takmarka endur-
skoðun sína á slíku mati við að ganga úr skugga um hvort viðeigandi málsmeðferðarreglum hafi
verið fylgt. hvort rökstuðningur fyrir ákvörðuninni sé fullnægjandi, hvort staðreyndir málsins séu
réttilega tilgreindar og hvort matið hafi verið bersýnilega rangt eða valdníðsla átt sér stað“.
63 V Tiili og J Vanhamme: „The ‘Power of Appraisal’ (Pouvoir d’Appréciation) of the Commission
of the European Communities vis-a-vis the powers of judicial review of the Communities’ Court
of Justice and Court of First Instance". Fordham Intemational Law Journal. 22 (1999), bls. 885,
889-890.
64 Mál T-25/95, T-26/95, T-30-32/95, T-34-39/95, T-42-46/95, T-48/95, T-50-65/95, T-68-71/95, T-
87/95, T-88/95, T-103/95 and T-104/95 Cimenteries CBR o.fl. gegn Framkvœmdastjórninni. [2000]
ECR 11-491, mgr. 719. Textinn hljóðar svo á ensku: „ ... to undertake an exhaustive review of both
the Commission’s substantive findings of fact and its legal appraisal of those facts“.
539