Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 87

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 87
takmarkað og Samkeppnisráð taldi það eiga að vera, myndi það þýða að málsmeðferðin væri ekki í samræmi við 6. gr. MSE. Eins og rakið var að framan fer því fjarri að í ESB-samkeppnisrétti séu Framkvæmdastjórninni eftir- látin matsvik á borð við þau sem Samkeppnisráð hélt fram að bæri að eftirláta því. Þvert á móti er meginreglan sú að sektarákvarðanir Framkvæmdastjómar- innar sæti gagngerri endurskoðun af undirrétti Evrópudómstólsins (e. compre- hensive review). Einn dómur hefur gengið sem varðar kröfu um ógildingu sektarákvörðunar Samkeppnisráðs frá því dómur í Grænmetismálinu var kveðinn upp, dómur Hæstaréttar frá 19. febrúar 2004 í máli nr. 323/2003. Málið snerist um hvort Skífan hf. hefði með gerð samnings við Aðföng ehf. gerst sek um misnotkun á markaðsráðandi stöðu og þannig brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga. I héraðs- dómi má finna mjög sambærileg ummæli og að framan voru rakin um endurskoðunarvald dómstóla, en ekkert var vikið að þessu í dómi Hæstaréttar. Hins vegar er ljóst af lestri dómsins að endurskoðun var þannig háttað að hún samrýmdist kröfum 1. mgr. 6. gr. MSE. Dómstólamir lögðu sjálfir mat á staðreyndir málsins og eins á það hvort Skífan hf. hefði með samningsgerðinni brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga. Að síðustu er rétt að geta þess að ákvæði mannréttindasáttmálans fela einungis í sér lágmarkskröfur til aðildarríkja og er ekkert því til fyrirstöðu að dómstólar einstakra ríkja túlki ákvæði sáttmálans þannig að veitt sé ríkari vemd en samkvæmt dómum mannréttindadómstólsins. I því sambandi má vekja athygli á því að áfrýjunardómstóll í Frakklandi, Cour de Cassation, komst að þeirri niðurstöðu að þátttaka starfsmanna frönsku samkeppnisstofnunarinnar, rapporteur général og rapporteur í ákvarðanatöku Conseil de la Concurrence hefði falið í sér brot á ákvæðum 1. mgr. 6. gr. MSE.73 6. HELSTU NIÐURSTÖÐUR Sektir þær sem Samkeppnisráð leggur á samkvæmt 52. gr. samkeppnislaga teljast til ásökunar um refsiverða háttsemi í skilningi 1. mgr. 6. gr. mann- réttindasáttmálans. Sáttmálinn útilokar ekki að aðilar sem ekki uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til dómstóls, sbr. 1. mgr. 6. gr. MSE, leggi á sektir af þessu tagi. Hins vegar er nauðsynlegt, svo að málsmeðferð fái samrýmst fyrrnefndu ákvæði sáttmál- ans, að unnt sé að skjóta málinu til dómstóls sem hefur fullt endurskoðunarvald, ef svo má að orði komast. I því felst að dómstóllinn þarf að vera bær til að úr- skurða um staðreyndir málsins jafnt sem lagaatriði og má ekki eftirláta stjóm- völdum matsvik. Sé litið til endurskoðunar dómstóla á þeim sektarákvörðunum Samkeppnisráðs, sem hefur verið til þeirra skotið, em þær kröfur sem 1. mgr. 6. gr. MSE gerir til endurskoðunarvalds uppfylltar.® 73 D Waelbroeck og M Griffiths: „Cour de Cassation TGV Nord et Pont de Normandie". Common Market Law Review. 37 (2000), bls. 1465, 1465-1467. 545
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.