Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 87
takmarkað og Samkeppnisráð taldi það eiga að vera, myndi það þýða að
málsmeðferðin væri ekki í samræmi við 6. gr. MSE. Eins og rakið var að
framan fer því fjarri að í ESB-samkeppnisrétti séu Framkvæmdastjórninni eftir-
látin matsvik á borð við þau sem Samkeppnisráð hélt fram að bæri að eftirláta
því. Þvert á móti er meginreglan sú að sektarákvarðanir Framkvæmdastjómar-
innar sæti gagngerri endurskoðun af undirrétti Evrópudómstólsins (e. compre-
hensive review).
Einn dómur hefur gengið sem varðar kröfu um ógildingu sektarákvörðunar
Samkeppnisráðs frá því dómur í Grænmetismálinu var kveðinn upp, dómur
Hæstaréttar frá 19. febrúar 2004 í máli nr. 323/2003. Málið snerist um hvort
Skífan hf. hefði með gerð samnings við Aðföng ehf. gerst sek um misnotkun á
markaðsráðandi stöðu og þannig brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga. I héraðs-
dómi má finna mjög sambærileg ummæli og að framan voru rakin um
endurskoðunarvald dómstóla, en ekkert var vikið að þessu í dómi Hæstaréttar.
Hins vegar er ljóst af lestri dómsins að endurskoðun var þannig háttað að hún
samrýmdist kröfum 1. mgr. 6. gr. MSE. Dómstólamir lögðu sjálfir mat á
staðreyndir málsins og eins á það hvort Skífan hf. hefði með samningsgerðinni
brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga.
Að síðustu er rétt að geta þess að ákvæði mannréttindasáttmálans fela
einungis í sér lágmarkskröfur til aðildarríkja og er ekkert því til fyrirstöðu að
dómstólar einstakra ríkja túlki ákvæði sáttmálans þannig að veitt sé ríkari vemd
en samkvæmt dómum mannréttindadómstólsins. I því sambandi má vekja
athygli á því að áfrýjunardómstóll í Frakklandi, Cour de Cassation, komst að
þeirri niðurstöðu að þátttaka starfsmanna frönsku samkeppnisstofnunarinnar,
rapporteur général og rapporteur í ákvarðanatöku Conseil de la Concurrence
hefði falið í sér brot á ákvæðum 1. mgr. 6. gr. MSE.73
6. HELSTU NIÐURSTÖÐUR
Sektir þær sem Samkeppnisráð leggur á samkvæmt 52. gr. samkeppnislaga
teljast til ásökunar um refsiverða háttsemi í skilningi 1. mgr. 6. gr. mann-
réttindasáttmálans.
Sáttmálinn útilokar ekki að aðilar sem ekki uppfylla þær kröfur sem gerðar
eru til dómstóls, sbr. 1. mgr. 6. gr. MSE, leggi á sektir af þessu tagi. Hins vegar
er nauðsynlegt, svo að málsmeðferð fái samrýmst fyrrnefndu ákvæði sáttmál-
ans, að unnt sé að skjóta málinu til dómstóls sem hefur fullt endurskoðunarvald,
ef svo má að orði komast. I því felst að dómstóllinn þarf að vera bær til að úr-
skurða um staðreyndir málsins jafnt sem lagaatriði og má ekki eftirláta stjóm-
völdum matsvik. Sé litið til endurskoðunar dómstóla á þeim sektarákvörðunum
Samkeppnisráðs, sem hefur verið til þeirra skotið, em þær kröfur sem 1. mgr.
6. gr. MSE gerir til endurskoðunarvalds uppfylltar.®
73 D Waelbroeck og M Griffiths: „Cour de Cassation TGV Nord et Pont de Normandie".
Common Market Law Review. 37 (2000), bls. 1465, 1465-1467.
545