Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 93
LÍ bomir upp til samþykktar og samþykktir. Reikningar TL voru bomir upp
til samþykktar og samþykktir.
4. Kosning stjómar. Tillaga stjórnar: Kristján Gunnar Valdimarsson formaður,
Benedikt Bogason varaformaður. Meðstjómendur: Helgi I. Jónsson, Kristín
Edwald, Áslaug Björgvinsdóttir, Ingimundur Einarsson og Kristján Andri
Stefánsson. Þar sem ekki voru gerðar aðrar tillögur var tillaga stjómar
samþykkt með lófaklappi. Tillaga stjómar um varamenn stjórnar: Eiríkur
Tómasson prófessor, Hallvarður Einvarðsson hrl., Hrafn Bragason hæsta-
réttardómari, Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari, Stefán Már
Stefánsson prófessor, Þór Vilhjálmsson, fyrrverandi dómari við EFTA
dómstólinn og Dögg Pálsdóttir hrl. Tillagan var samþykkt með lófaklappi.
Endurskoðendur voru kosin: Helgi V. Jónsson og Steinunn Guðbjartsdóttir.
Varaendurskoðendur kosnir: Allan Vagn Magnússon héraðsdómari og Skúli
Guðmundsson skrifstofustjóri. Samþykkt með lófaklappi.
5. Lagabreytingar. Sökum tímaskorts reyndist stjóm ekki unnt að leggja til
lagabreytingar. M.a. eru flóknar ákvarðanir sem þarf að taka, m.a. vegna
meiri fjölbreytileika í lögfræðinámi, BA-prófs í lögfræði, viðskiptalögfræði
o.fl. Varafonnaður kallaði eftir sjónarmiðum fundarins. Fundarstjóri kom
með skoðun sína og taldi mikilvægt að allir ættu erindi í LI sem hefðu
lögfræðigrunn.
6. Önnur mál. Enginn kaus að tjá sig.
7. Aðalfundi slitið.
SKÝRSLA STJÓRNAR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 2002-2003
1. Almenn stjórnarstörf
Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjómar skipti hún þannig með sér verkum: Helgi
I. Jónsson gjaldkeri, Steinunn Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri Tímarits
lögfræðinga, Áslaug Björgvinsdóttir ritari. Jóhann Benediktsson og Kristján
Andri Stefánsson voru meðstjórnendur. Á aðalfundinum var Kristján Gunnar
Valdimarsson kosinn formaður og Benedikt Bogason varaformaður.
Á starfsárinu hafa verið haldnir 12 stjómarfundir auk þess sem stjómarmenn
hafa milli funda sinnt ýmsum málefnum félagsins.1
Félagsmenn LI eru nú 994 að tölu. Þar af eru 287 áskrifendur að Tímariti
lögfræðinga en í heildina eru 580 áskrifendur. Ætla má að fjöldi lögfræðinga í
landinu sé um 1400-1500 þannig að 60%-70% eru í félaginu.
í desember 2002 var nýútskrifuðum lögfræðingum boðin félagsaðild í
móttöku í desember 2002 og gekk það mjög vel. Það hefur sýnt sig að lög-
fræðingar vilja vera í tengslum við kollega sína og til þessa hefur LI verið kjör-
inn vettvangur.
1 Stjómarfundir: 6. febrúar, 6. mars, 3. apríl, 8. maí, 5. júní, 3. júlí, 20. ágúst, 18. sept. 24. nóv.
551