Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 94
2. Skrifstofa, framkvæmdastjórn og einstök verkefni
Breytingar urðu á skrifstofu félagsins er Guðrún Hólmsteinsdóttir hætti
störfum eftir stuttan tíma í starfi og Eyrún Ingadóttir tók við, en hún starfar
einnig fyrir LMFI. Hún hefur starfað síðan í febrúar og skrifstofan er opin frá
kl 13-15 daglega.
Ráðist var í að uppfæra félagatal LI og safna netföngum félagsmanna.
Dýrleif Kristjánsdóttir laganemi var ráðin til að uppfæra félagatalið í desember
og janúar og var félagatalið komið í þokkalegt horf eftir þá vinnu. Sömuleiðis
hefur verið gerð gangskör að innheimtu ógreiddra félagsgjalda sem hafa því
miður verið of mörg.
3. Kúbuferð
Stjóm félagsins ákvað að námsferð félagsins að þessu sinni yrði farin til
Kúbu og gekk til samninga við Urval Utsýn vegna þessa. I byrjun febrúar var
ferðin auglýst meðal félagsmanna og fyrst í stað var gert ráð fyrir u.þ.b. 60
manns í ferðina. Ohætt er að segja að ferðin hafi slegið í gegn meðal félags-
manna því þegar mest var voru 140 bókaðir og 40 manns á biðlista eftir að
komast með. Svo fór á endanum að 120 manns fóru í ferðina sem var farin 3.
til 11. nóvember sl., en þar af voru um 90 lögfræðingar.
Við undirbúning ferðarinnar var haft samband við kúbverska lögfræðinga-
félagið sem tók beiðni okkar um námskynningu ákaflega vel. Af átta dögum
vorum við á námskeiði í fjóra daga fyrir hádegi og fengum ítarlega kynningu á
stjómarskrá Kúbu, samskiptum stjómvalda við bandarísk stjómvöld, heim-
sóttum dómstóla og lagadeild Háskólans í Havana. Þetta var mjög metnaðarfull
og áhugaverð dagskrá.
4. Fræðafundir og niálþing
Fræðafundir hafa að jafnaði verið haldnir einu sinni í mánuði yfir vetrar-
tímann auk þess sem árlegt málþing félagsins var haldið þann 26. september sl.
Fræðafundir voru að þessu sinn sjö, auk ntálþings og jólahádegisverðar, og voru
ýmist haldnir sem morgunverðar-, hádegis-, eða kvöldfundir. A fimmta hundrað
manns sátu fræðafundina, en auk þess sátu um 100 manns málþing og jóla-
hádegisverð.
5. Yfirlit yFir fundi
Að loknum aðalfundi 2002 var fræðafundur undir yfirskriftinni: „Sam-
keppnishæf samkeppnislög“, en Ari Edwald kynnti skýrslu Samtaka atvinnu-
lífsins. Þann 19. nóvember var haldinn fundur um húsleit og voru framsögu-
menn Eiríkur Tómasson prófessor og Gunnar Sturluson hrl. Hinn 3. desember
var sameiginlegur fræðafundur LI, Lagastofnunar, LMFI og Lex lögmannsstofu
og var fundarefnið: „Ný tillaga að yfirtökutilskipun og væntanleg þróun“, en
fyrirlesari var Dr. Jan Schan Christensen prófessor í félagarétti við lagadeild
Kaupmannahafnarháskóla. Fundur um rafræna stjómsýslu var haldinn 30. janúar.
552