Ægir - 01.03.1999, Blaðsíða 15
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
berja á þeim sem stýra menntamálun-
um."
Eins og kemur fram annars staðar í
blaðinu hefur Fjölbrautaskóli Suður-
nesja með höndum menntun neta-
gerðarmanna og eftir að skólinn tók
þetta hlutverk að sér hefur orðið fjölg-
un menntaðra netagerðarmanna í
landinu.
„Með því að koma greininni inn í
áfangakerfi framhaldsskóla þá verður
hún aðgengilegri og síðan verður stig-
ið stórt skref á næstunni þegar bóklega
námið býðst í fjarkennslu. Það skref
styður landssambandið af heilum hug
Veiðarfærafræðsla
á Netinu
Eins og fram kemur í umfjöllun
Ægis um veiðarfæri og veiðarfæra-
þróun hefur Fjölbrautaskóli Suður-
nesja umsjón með kennslu í veiðar-
færagerð hér á landi. Ætlunin er að
nýta tölvutæknina til fjarkennslu í
framtíðinni en nú þegar hafa nem-
endur unnið fræðsluefni sem sett
hefur verið upp á vef Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja. Fyrst í röðinni var
syrpa með myndum um veiðar með
nót og er meðfylgjandi mynd úr
þeirri syrpu. Ætlunin er að vinna
hliðstætt efni um veiðar með öðrum
veiðarfærum þannig að sem flestum
verði þetta efni aðgengilegt á
Netinu.
Fieimasíða Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja er á slóðinni: http://fss.is
því mörgum út um Iandið hrýs hugur
við því að þurfa að flytja með fjöl-
skyldu suður á Suðurnes til þess að
taka bóklega hluta faggreinanna. Þörf-
in á því hverfur um leið og fjar-
kennslumöguleikinn opnast," segir
Magni Guðmundsson.
í tímans rás hefur margt í gerð veið-
arfæra haldist lítt eða ekkert breytt en
breytingarnar eru samt miklar. Komin
eru fram ný efni sem eru léttari, sterk-
ari og ódýrari og að sögn Magna er lít-
illega farið að bóla á umræðunni um
veiðarfæri og umhverfismál. „Til að
mynda er farið að nota minna blý en
áður í nótum enda kom í ljós þegar
menn fóru að nota skynjara til að
mæla hvernig næturnar sökkva að það
þurfti ekki allt þetta blý sem notað var
áður.
Þetta er dæmi um breytingu sem
orðið hefur með meiri vitneskju um
hegðan veiðarfæranna í sjó og í okkar
grein, eins og öðrum, skilar aukin
þekking og fræðsla greininni fram á
við," segir Magni.
FRAMTAK, Hafnarfirði
Kraftmrikril
og lipur viðgerðarþjónusta
• VELAVIÐGERÐIR
• RENNISMIÐI
PLOTUSMIÐI
» TURBINUVIÐGERÐIR________
» DÍSILSTILLINGAR - BOGI
» VARAHLUTAÞJÓNUSTA
»UNIservice efnavörur_____
» DÆLUR, LOFTPRESSUR,
VENTLAR og annar búnaður
MKG kranar, Geislinger tengi, Kaeser loftpressur,
C.C.JENSEN skipsgluggar,TURBO UK varahlutir,
FLEX-HONE slípibúnaður, KIPA plasttappar,
Tempress þrýsti- og hitamælar og C.A.V. þjónusta.
FRAMTAK
c6dÞjómisTa VÉLA- OG SKIPAÞJÓNUSTA
VECURÞUMGT Drangahrauni l-lb Hafnar f j örður
Sími: 565 2556 • Fax: 565 2956
Netfang: framtak@isholf.is
Heimasíða: www.isholf.is/framtak
ÆGiIR 15