Ægir - 01.03.1999, Blaðsíða 52
hefur á síðustu árum orðið staðalbún-
aður við stýringar á hraða ýmissa
framleiðslutækja, t.d. tölvustýrða
rennibekkja og fræsivéla. Fyrir um 10
árum varð fýsilegt að hraðastýra stærri
tækjum, t.d. dælubúnaði fyrir vatns-
og varmaveitur. Þótt búnaðurinn væri
dýr, var umtalsverð raforkusparnaðar-
von helsta ástæða fyrir vali á afriðils-
stýringu.
Rafknúin skrúfa er annaðhvort knú-
in af riðstraums- eða jafnstraumsmót-
or. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmunds-
son er búið jafnsstraumsskrúfumótor,
lausn sem enn er stundum valin.
Samanburður á eldsneytisnotkun
og rekstraröryggi tveggja skipa, ann-
ars vegar með hefðbundinn búnað og
hinsvegar með rafknúinni skrúfu er
því síðarnefnda mjög í hag, sam-
kvæmt norskum heimildum. Saman-
burður var gerður á sambærilegum
birgðaskipum fyrir borpall í Norður-
sjó. Þar tekur siglingatúrinn 4,5 daga,
fram og til baka, og fyrir skip með
hefðbundinn skrúfubúnað má reikna
með 72 tonna eldsneytisnotkun. Sam-
bærileg eldsneytisnotkun rafknúna
skipsins er einungis 47 tonn í túr. Ef
skipið er í rekstri allt árið, er um um-
talsverðan olíusparnað að ræða og
stofnkostnaður rafknúna skipsins, um-
fram hefðbundinn skrúfubúnað, skilar
sér fljótt til baka í eldsneytissparnaði. í
Ijós kom, samkvæmt heimildinni, að
rafknúna skipið notaði allt að 40%
minna eldsneyti en hefðbundna skip-
ið. Ef gert er ráð fyrir að skipið sé 300
daga á ári í sjóferðum og að olíuverðið
sé líkt því sem best gerist hér á landi,
þ.e. kr. 12,29 pr. lítra er sparnaðurinn
23,5 milljónir á ári.
í sumum nágrannalöndum okkar
eru orkuskattar og í Noregi er C02
skatturinn (útblástursskattur) 2,47
krónur íslenskar pr. lítra eldsneytis.
Rétt er að taka fram að skatturinn er
að einhverju leyti greiddur til baka. í
löndum þar sem útblástursskattur er
við líði getur verið um skattalegan
sparnað að ræða ef rafskrúfa er notuð
Kostir og gallar rafskrúfu
+ -
Góð eldsneytisnýting og orkustýring Fjárfesting er enn meiri
Lág bilanatíðni Mikið rekstraröryggi Engar hjálparvélar Lágmarks áhrif á umhverfið m.v. olíu Titringur og hávaði minni Einsleitur vélbúnaður Öryggi áhafnar og skips Búnaðurinn þarf mikið rými
og í Noregi næmi hann 4,7 milljónum
á ári en eins og áður var nefnt er skatt-
urinn að einhverju leyti greiddur til
baka í formi styrkja.
Það sem veidur miklum mun í elds-
neytisnotkun milli áðurnefndra
tveggja skipa er að hefðbundna skipið
notar miklu meira eldsneyti við að
halda skipinu stöðugu við borpallinn
Schottel pod drif. Það er sambœrilegt við
Azipod og virkar eins, en er með tveimur
skrúfum.
en rafknúna skipið. Það notar einung-
is vélarafl sem nauðsynlegt er hverju
sinni. Óverulegur munur er á olíu-
notkun skipanna á siglingu, utan þess
að rafknúna skipið nær 90% siglinga-
hraða með því að keyra einungis þrjár
af fjórum vélum.
Skip með rafknúinni skrúfu
Skip útbúið með rafskrúfu fær venju-
legast afl frá þremur eða fleiri diesel
knúnum rafstöðvum (ljósavélum) sem
eru keyrðar inn á raforkunet skipsins.
Eldsneytissparnaður skipskerfa og
skrúfu er fólginn í því að einungis eru
keyrðar rafstöðvar til að mæta orku-
og aflþörfinni hverju sinni með góðri
orkunýtingu. Hjálparvélar í hefð-
bundnum skilningi fyrirfinnast ekki
og öll vélkerfi eru knúin af raforku-
kerfi skipsins. Orkunýtnistuðull raf-
kerfisins er mun betri en orkunýtni-
stuðlar hefðbundinna aflkerfa í skip-
um, s.s vökvaþrýstikerfa. Afl- og
magnstýringar eru á öllum helstu
skipskerfum, s.s kæli- og loftkerfum,
og öðrum dælukerfum.
Rafstöðvarnar eru samstæður, sam-
bærilegar við ljósavélar í hefðbundnu
skipi. Þeim er komið fyrir í skipinu eft-
ir þörfum; á hillum í vélarúmi og/eða
á gólfi og jafnvel frammi í bakka.
Álagsstýrikerfi sér um að ræsa vélar
sem eru á viðveru sjálfkrafa þegar afl-
þörf er aukin. Skipulagning viðhalds
miðast við rekstur skipsins en ekki við-
hald einstakra véla. Rafstöðvarnar eru
annaðhvort teknar í land í heilu lagi
til viðhalds eða eru yfirfarnar í sjóferð-
um.
Hvar hentar rafskrúfa?
í upphafi var nefnt að hið nýja
hafrannsóknaskip íslendinga yrði knú-
ið með rafskrúfu. Ástæður þess eru
nokkuð sérsakar og byggjast á forsend-
um fiskifræðinnar um lágmarks
52 mm