Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1999, Blaðsíða 18

Ægir - 01.03.1999, Blaðsíða 18
Línukerfin ogfœravindurnarfrá DNG Sjóvélum: Saman í einni krókasamstæðu í framtíðinni Línukerfin eru í mestrí framþróun hjá okkur um þessar mundir. Þau fœrast sífellt í meiri átt til sjálfvirkni og þar meö hagkvœmni, þannig að kaupendurnir nái enn meirí arðsemi lit úr fjárfestingunni. Við setjum okk- ur það mark að bjóða einfóld kerfi og hagkvœm en jafnframt fullkomin fyrír minni báta. Okkar línukerfi eru hin minnstu og þau einu sem við vit- um að tveir menn geti atinað," segir Kristján E. Jóhannesson, fram- kvœmdastjóri hjá DNG-Sjóvélum. Fyrirtœkið framleiðir og selur þekktar fœravindur og línukerfi fyrir báta- flotatm en Kristján segir að við þróun á línukerfunum nýti fyrirtœkið sér þá tœkniframfór sem orðið hefur í smíði fœravinda. „Við sjáum búnaðinn þróast yfir í eina krókasamstæðu þar sem rnenn geta valið hvort veitt er á vindu eða línu. Línukerfin hjá okkur hafa verið notuð með góðum árangri í smábát- um allt niður í 25-28 fet að stærð en sérstaða íslenska markaðarins er raun- ar sú hversu litlir línubátarnir eru hér- lendis. Við erum að selja kerfin í mun stærri báta á öðrum markaðssvæðum en það er einkennandi hérlendis hversu gífurleg afkastageta er orðin á smábátunum," segir Kristján. Kostnaður við veiðibúnað er eðli- lega það atriði sem kaupendur staldra fyrst við. Kristján segir að DNG Sjóvél- ar kappkosti að bjóða sem hagkvæm- asta verðið. „Við teljum okkur bjóða ódýrustu lausnirnar fyrir smábátana og reynum sífellt að efla tæknina við framleiðslu og þróun þannig að búnaðurinn verði enn ódýrari. Það má líka benda á að einhver skýring hlýtur að vera á því að þótt margir smábátarnir séu reknir af mikilli hagkvæmni, þá eru þeir bundnir við bryggju stóran hluta árs- ins. Það eru ekki mörg skip sem þola þetta og ég tel okkur eiga hlut að máli og hafa stuðlað að mikilli framþróun í veiðitækni," segir Kristján. Á sjávarútvegssýningunni í Kópa- vogi í haust verða DNG Sjóvélar með sýningarbás og þar segir Kristján að verði kynntar ýmsar nýjungar sem ekki er tímabært enn að opinbera. „Já, við ætlum að koma fram með nýjungar á sýningunni og erum með þær í undirbúningi núna. Við leggjum mikið upp úr því að kynna nýjungar okkar fyrst hér heima, enda er ísland okkar þróunar- og uppbyggingarmark- aður," segir Kristján. Línukerfi frá DNG Sjóvélum. í þróun á línukerfunum er byggt á þekkingu sem byggst hefur upp í framleiðslu á fœravindum fyrirtcekisins. 18 ÆGJIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.