Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1999, Blaðsíða 30

Ægir - 01.03.1999, Blaðsíða 30
Á netaverkstæði Seifs er verið að setja upp troll fyrir veiðar á Flœmska hattinum. Nótaefni frá Asíu að ryðja sér til rúms Guðmundur Sveinsson við nóta- saumavélina. Nótasaumavél vinnur á við 10 menn „Ég fékk fyrir níu árum fyrstu nótasaumavélina sem kom til lands- ins og hún vinnur á við 10 menn. En það er rétt að við mörg handtökin í netagerðinni verður ekki auðveldlega við komið vélrænni tækni,“ segir Guðmundur Sveinsson, eigandi Netagerðar Guðmundar Sveinssonar í Reykjavík. Guðmundur hefur unnið við netagerð hátt í fimm áratugi - lærði á sínum tíma til hennar á Siglufirði þegar síldarnæturnar voru alls ráð- andi. I dag er þjónustan við nóta- skipin ráðandi í starfseminni hjá Guðmundi og hann notar eingöngu efni í næturnar frá framleiðendum í Noregi sem hann segir fyrsta flokks. „Ég vil frekar nota norska efnið vegna þess að ég tel ekkert annað jafn sterkt. Jafnvel þó að það sé dýr- ara þá kemur á móti að sjaldnar þarf að skipta um og þetta þarf að taka með í reikninginn," segir Guð- mundur. Netaverkstæðum í Reykavík hef- ur farið fækkandi og það segir Guð- mundur stafa fyrst og fremst af því að færri nótaskip landi þar afia sín- um en áður. Til að mynda hafi að- eins eitt skip haft Reykjavík sem fasta löndunarhöfn nú á loðnuver- tíðinni. W^etta eru skyldir JT þœttir en saint ólíkir. Við getum sagt að við rekum eina al- liliða netaverkstœðið sem eftir er í Reykja- vík, efvið undanskilj- um Hampiðjuna," segir Rafn Haralds- ^afn Haraldsson soti, framkvcemda- 1,1 a SL'fL^'f stjóri Seifs ehf. í Reykjavík en Seifur liefur að meginstarfsemi útflutning á fiskafurðum og innflutning á veiðar- fœrabúnaði og í tengslum við þann Jtátt rekur fyrirtœkið fullkomið neta- verkstœði. Seifur var stofnað fyrir réttuin 30 árum. Rafn segir að efni til nótauppsetn- inga og -viðgerða komi fyrst og fremst frá Asíulöndum en ekki Noregi, eins og var áður. Hann segir norska efnið mun dýrara en efnið frá Asíu. „Verðmunurinn getur verið hátt í helmingur og munar um minna þegar uppsett nót kostar á bilinu 20-35 millj- ónir króna." Margar útgerðir nótaskipa þurfa á að halda bæði grunn- og djúpnót fyrir loðnuveiðarnar og síðan síldarnót til viðbótar. Miðað við verð á nýjum nót- um er ekki óraunhæft að áætla að þær geti kostað á bilinu 50-70 milljónir króna. „Jú, vissulega eru gríðarlegir fjár- munir bundnir í veiðarfærum hjá þessum útgerðum en góð veiðarfæri skipta líka miklu máli." Netaverkstæði Seifs hefur haft mikil verkefni undanfarin ár í uppsetningu og viðhaldi á rækjutrollum, bæði vegna veiða hér á heimamiðum sem og á Flæmska hattinum. Einnig hafa verið talsverð verkefni í fiskitrollum og snurvoðum. „Við vorum t.d. að ljúka við tvö troll fyrir togarann Hersi sem farið verður með á Flæmingjagrunnið. Við fylgjum því útgerðunum í þeim verkefnum sem þær taka sér fyrir hendur," segir Rafn Haraldsson hjá Seifi ehf. 30 MIU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.