Ægir - 01.03.1999, Blaðsíða 35
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar:
„Engin ástæða
til annars en bjartsýni66
TTyrr á þessu ári lést Friðrik
JT Vilhjálmsson netagerðarmeistari
í Neskaupstað - og hafði þá starfað
við grein sína eystra í 40 ár. Það var
árið 1958 að Friðrik ákvað að vera í
Neskaupstað yfir sumarið og sinna
viðgerðum á síldamótum og veturinn
eftir vann hann að lagfceringum síld-
arnóta en síldarnœtur Norðfjarðar-
báta höfðu áður verið geymdar á
Siglufirði, Akureyri og víðar. Friðrik
var með aðstöðu í Hafnarhúsinu þar
sem „netahnýtingastöð" togarafélag-
anna var áður. Um það leyti sem
Friðrik itóf starfrœkslu eigin fyrirtœk-
is voru tniklar breytingar í sambandi
við síldarnœtur. Með tilkomu kraft-
blakkarinnarþurfti að breyta öllutn
síldarnótunum og varð að notast við
hyggjuvit netagerðarmanna og skip-
stjóra. Þá var nœlonið að ryðja sér til
rúms sem nótaefni og nýtt teinaefni
leysti afhólmi gatnla hampinn.
Á síldarárunum svokölluðu voru
miklar annir hjá netagerðarmönnum
og Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar
sprengdi utan af sér aðstöðu „neta-
hnýtingafélagsins". Árið 1962 var
Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar gerð
að hlutafélagi og var þá hafist handa
við að byggja yfir starfsemina. Byggt
var 450 m2 hús við Strandgötuna,
5200 m3 á þremur hæðum. Með til-
komu hins nýja húsnæðis gerbreyttist
öll aðstaða til vinnslu og viðgerða. Eft-
ir að síldin hvarf urðu verkefni neta-
gerðarinnar fjölþættari. Farið var að
setja upp og gera við troll og nú voru
loðnunæturnar komnar til sögunnar.
Seinna hófst uppsetning rækjutrolla
og dragnóta og síðustu ár hafa umsvif
vegna flottrollsveiða aukist verulega.
jón Einar Marteinsson, framkvœmdastjóri
Netagerðar Friðríks Vilhjálmssonar.
Nýir eigendur
Jón Einar Marteinsson tók við rekstri
Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar hf.
árið 1995 en þá keypti hann rúmlega
Texti og myndir:
Elma Guðmundsdóttir
50% hlut í fyrirtækinu og Síldarvinnsl-
an hf. rúmlega 30%, eða allan hlut
Friðriks Vilhjálmssonar. Hjá fyrirtæk-
inu starfa að meðaltali 14 manns og er
það í hópi stærstu netagerða landsins.
Ársvelta þess síðustu árin hefur verið
140-160 milljónir króna.
Netagerðarmeistari
og sjávarúrvegsfræðingur
Jón Einar lærði netagerð hjá Friðriki
en fór síðan til Noregs þar sem hann
nam sjávarútvegsfræði við Sjávarút-
vegsháskólann í Tromsö. Með skólan-
um vann hann að ýmsum tilrauna-
verkefnum á vegum skólans, aðallega
við þróun á Sort-X smáfiskaskiljunni.
„Þekking mín á netagerð varð til
þess að ég kom að þessum verkefnum
úti og að námi mínu loknu starfaði ég
Gjörbylting varð á rekstrarumhverfi netagerðarinnar þegar húsið var stækkað og byggð
bryggja. Núna er hœgt að spóla flottrollum, síldar- og loðnunótum beint inn á gólf til
viðgerða. Börkur NK að taka fiottroll frá Selstad um borð.
Æcm
35
X. X. X. X. X X. X. X. X X X XjBflíáAX XXXXXXXXXXXX