Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1999, Blaðsíða 24

Ægir - 01.03.1999, Blaðsíða 24
„Á alþjóðamarkaði er slagurirm harður og þeir sem geta boðið einhverjar sértœkar lausn- ir standa framar. Gloríu-flottrollin eru dœmi um svona lausnir en Glorían er sífellt í sókn og við fimmm stöðugt nýja og nýja markaði fyrir hana." sækir fyrirtækið ekki inn á markað annarra netagerða í landinu. „Á alþjóðamarkaði er slagurinn harður og þeir sem geta boðið ein- hverjar sértækar lausnir standa framar. Gloríu-flottrollin eru dæmi um svona lausnir en Glorían er sífellt í sókn og við finnum stöðugt nýja og nýja markaði fyrir hana. Við sjáum hér heima töluverð sóknarfæri fyrir Glor- íu-flottrollin. Fyrst og fremst er þar um að ræða nýjar áherslur í uppsjávar- veiðunum, s.s. í kolmunna og makríl. Loðnan kemur til með að verða tekin áfram í nót en möguleikar eru fyrir hendi í þróun á flotttrollinu fyrir síld- veiðar. Við sjáum þar af leiðandi möguleika í þeirri breytingu sem er hjá útgerðum skipa sem gera út á upp- sjávarfisk. í kolmunnanum sáu útgerð- armenn hvað öflugt skip eins og fær- eyska skipið Kristján í Grjótinum gat gert með flottrolli síðastliðið sumar og menn vilja reyna að nálgast þetta skip í getu." Eigum þátt í árangri af úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg í apríl koma fyrstu togararnir til með að halda til karfaveiða á Reykjanes- hrygg. Að þeim veiðum hefur Hamp- iðjan komið með sinni vöruþróun undanfarin ár og sumir ganga svo langt að þakka fyrirtækinu að verulegu leyti árangurinn í úthafskarfanum. „Jú, ég held að það sé rétt að við eigum þarna stóran hlut að máli og flest skip eru að nota veiðarfæri frá Hampiðjunni á Reykjaneshrygg. Það er mesta viðurkenningin fyrir okkur en hvatning um að halda áfram og þróa veiðarfærin enn frekar," segir Guðmundur. Sú þekking sem byggst hefur upp í flottrollunum hefur verið nýtt hjá Hampiðjunni til að framleiða svokall- aða breiðvörpu en það er troll sem notað er á botnlægar tegundir sem eru allt upp í 30 metra frá botni. Þetta á við um fiskitegundir víða um heim, s.s. síld, makríl og Alaskaufsa. Svona troll höfum við selt í verksmiðjutogara frá Póllandi, Rússlandi og á Heinaste við strendur Marokkó en hér heima hefur t.d. togarinn Venus náð góðum árangri i síldveiðum með breiðvörpu. Þetta veiðarfæri er dæmi um lykilatriði í allri okkar vinnu, þ.e. að þróa í takt við það sem útgerðirnar eru að gera og hafa gott samband við þá sem eru að nota veiðarfærin," segir Guðmundur Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri Hampiðjunnar. Kenna veiðarfæragerð við Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna Nýlega hefur verið gerður samstarfssamningur á milli Hafrannsóknastofnun- arinnar og Fjölbrautaskóla Suðurnesja, um kennslu í veiðarfærafræði, veiði- tækni og útgerð við Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna. Síðla næsta surnar koma nokkrir erlendir nemar til náms í sjávarútvegsfræðum við Sjávarút- vegsháskólann og hafa tveir af þeim valið veiðarfærafræði, verklega og bóklega seni aðalgrein. Verja þeir hluta tímans í nám og jrjálfun hjá F.S. og einnig fá þeir leiðsögn þar við gerð verkefna. Annar neminn er frá Grænhöfðaeyjum og hinn frá Sri-Lanka. Sjávarútvegsskólinn og F.S. hyggjast efla samstarf á þessu sviði í framtíðinni, og mun þetta að öllum líkindum vera til góðs fyrir íslenska veiðar- færagerð, því með hinum erlendu nemum kemur eflaust ný þekking á þessum málum. Einnig er þetta mikilvæg kynning fyrir íslenskan veiðarfæraiðnað, því þegar nemarnir koma heim til starfa á ný munu þeir eflaust muna eftir því sem þeir kynntust hér og hugsanlega segja öðrum starfsbræðrum frá reynslu sinni, og þannig gætu hugsanlega byggst upp ný viðskiptasambönd. Þess vegna er mikilvægt að vel takist til. 24 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.