Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.2000, Side 9

Ægir - 01.02.2000, Side 9
FRÉTTIR Mjöliðnaðurinn: Síldarbræðsla með mesta móti - kolmunnabræðsla sívaxandi Alls var landað um 759 þúsund tonnum af loðnu hjá íslensku fiskimjölsverk- smiðjunum á síðasta ári, mestu hjá verk- smiðju SR-mjöls hf. á Seyðisfirði, eða um 75 þúsund tonnum. I heild tóku mjöl- verksmiðjur hér á landi á móti 1170 þús- und tonnum í fyrra. Alls var landað um 59 þúsund tonnum af Islandssíld hjá verksmiðjunum og um 210 þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld. Alls komu því um 269 þúsund tonn af síld til bræðslu á síðasta ári en alls voru brædd um 274 þúsund tonn af síld árið 1998 og hafði þá ekki verið brætt jafn mikið af síld frá árinu 1984. Kolmunnaveiðarnar eru orðnar mikil- vægur hlekkur í starfsemi mjölverk- smiðjanna því um 145 þúsund tonn af kolmunna komu til bræðslu hérlendis í fyrra og hefur kolmunnaaflinn aldrei ver- ið meiri. Arið 1998 tóku fiskimjölsverk- smiðjurnar á móti 102 þúsund tonnum af kolmunna og aðeins um tíunda hluta þeirrar veiði árið 1997. Vinnsluhæsta kolmunnaverksmiðjan var SR-mjöl á Seyðisfirði. Sushi framleitt á ísafirði Framleiðsla á sushi-réttum er hafin á ísafiró. Um er að ræóa tilraunavinnslu en Ljóst er að markaður fyrir sushi-rétti er griðarlegur í Austurlöndum. Gangi tilraunin upp gæti oróið um taLsveróan fjölda starfa að ræóa þegar frá líóur. Sushi-réttir samanstanda af hris- gijónabLöndu, sem er uppistaða réttar- ins, þangi og hráum fiski. Vinningshafi í jólakrossgátu Nafn Katrínar Sigurjónsdóttur, Sunnu- braut 2 á DaLvík var dregið úr innsend- um Lausnum í jóLakrossgátu Ægis 1999. Fjölmargir sendu inn Lausnir á krossgát- unni, sem var einfaldLega „GLeóiLeg jól". Fyrir vikið hLýtur Katrin i verólaun bókina Fiskar og fiskveiðar, sem er veg- Leg handbók og ætti aó vera tiL á hverju heimiLi í Landinu. MáL og menn- ing gaf bókina og er fyrirtækinu þökk- uó Lióveislan í þessum létta jóLaLeik, sem og Lesendum fyrir þátttökuna. Lífeyrissjóður sjómanna: Raunávöxtun 12,5% Samkvæmt uppLýsingum frá Lífeyris- sjóði sjómanna skiLaði sjóðurinn 12,5% raunávöxtun á síðasta ári. Hrein eign sjóðsins hækkaði um 21,6% miLLi ára, eóa um 6,9 miLLjarða króna, og er nú 38,9 miLljarðar. Góð ávöxtun lifeyrissjóðsins er skýró með mikilli hækkun innLendra og er- Lendra hLutabréfa sjóósins. MeóaLtaL hreinnar raunávöxtunar sjóósins sl. fimm ár er 8,2%. Sjómenn greiddu 1.703 miLLjónir króna í iðgjöLd tiL sjóðsins á árinu 1999, fjárfestingar hans námu röskum fjórum miLLjörðum og tæpLega 830 milLjónir voru greiddar í Lífeyri. TiL sjóósins greiddu á árinu um sex þúsund einstakLingar. ■Ijðsm. Jóhann Ó. Holldðrss Loðnulöndun hjá SR-mjöLi í HeLguvík. ALLs var Landað 760 þúsund tonnum af Loðnu tiL vinnsLu hjá fiskimjölsverksmiðjunum á Landinu i fyrra. Sómí 960 til Noregs Undanfarin ár hafa ísLendingar keypt marga nýja fiskibáta frá Noregi en nú gæti dæmió snúist við. Gudmund Mika- eLsen frá KarLsoy i Troms í Noregi reió á vaóió og keypti fyrsta bátinn af Báta- smióju Guómundar, sem eins og kunn- ugt er hefur um árabiL smíðað hina veL þekktu Sóma báta. Báturinn sem smíó- aóur var fyrir MikaeLsen er af gerðinni Sómi 960 með 450 ha. VoLvo Penta véL og gengur aLLt aó 30 sjómílur meó 3 tonn af fiski innanborós án þess aó reyna um of á véLina eða eyóa óhófLega mikiLli olíu. Veró bátsins er um 15,5 miLljónir ísLenskra króna. Hingað tiL hafa svo hraóskreiðir fiskibátar verið sjaLdséóir í norska smábátafLotanum. FLeiri norskir tn'LLukarlar hafa sýnt áhuga fyrir Sóma bátum og munu áreióanLega fyLgjast veL með MikaeLsen og bátnum hans. Bátasmiðja Guómundar hefur áóur seLt minni Sómabát tiL GrænLands.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.