Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2000, Blaðsíða 40

Ægir - 01.02.2000, Blaðsíða 40
TÆKNI Allt að 12,5% aukinn togkraftur eldri togskipa Um árabil stundaði Tæknideild Fiskifélagsins ýmsar skiparannsóknir, þ.á.m. mælingar á togspyrnu og orku- og titringsmælingar. Þessi rannsóknastarfsemi lagðist af þegar stuðningur við Fiskifélagið minnkaði. Rann- sóknirnar voru aldrei fjárhagslega hagkvæmar fyrir fé- lagið og því fór sem fór. Guðbergur Rúnarsson, verkfræðingur hjá Fiskifélagi íslands, skrifar Lonny Hedvig komin i hús. Þær voru hins vegar hagstæðar íyrir útgerðina og mun ódýrari en samskonar vinna í nágrannalönd- unum. Eftir tvær olíukreppur á áttunda áratugnum er þjóðhags- leg hagkvæmni rannsóknanna augljós. Enn berast fyrirspurnir til Fiskifélagsins um mælingar og ráðgjöf vegna mikils skrúfutitr- ings og hávaða, hvernig megi minnka hann og hvort auka megi skrúfuspyrnu einstakra skipa. Þá er nokkur ásókn í gamlar skýrslur um þau skip sem rannsóknir voru framkvæmdar á. Auk okkar ísiendinga eiga m.a. frændur okkar Danir í ýmsum vandamálum með gömul skip í fiskveiðiflota sínum. Eigandi dan- ska togskipsins F/V Lonny Hed- vig sem var smíðað árið 1984 leit- aði á haustmánuðum 1998 til MAN B&W Alpha vegna hávaða og titrings um borð í skipinu. Hávaði og titringur var slíkur að ekki var hægt að halda uppi sam- ræðum á venjulegum nótum í vistarverum og jafnvel uppi í brú þurftu menn að brýna röddina til að geta talað saman. Sprungur í suðum á festingum skrúfúhrings við skrokk skipsins fundust á hverju ári við skoðun í slipp. Til að minnka hávaða og titring um borð höfðu holrými í afturskipi verið fyllt með frauðplasti og skrúfan færð aftar en án árangurs. Spurningin sem lögð var fyrir vélaframleiðandann MAN B&W Alpha var þessi. „Er mögulegt að minnka hávaða og titring um borð og jafnframt að auka tog- spyrnu?" Ekki stóð á svarinu. Hægt er að smíða betri skrúfu- blöð nú en árið 1984 með nýrri tækni og aðferðum við hönnun og smíði skrúfublaða sem ekki var til þegar skipið var smíðað. Hávaði og titringur um borð í togskipi Mikið vélarafl miðað við stærð er einkennandi fyrir togskip. Titr- ingur og hávaði um borð stafa að- allega frá slæmu sjólagi og vél- búnaði, þ.m.t. aðal- og hjálparvél- um, skrúfu, gír, útblásturskerfi og hjálparkerfum eins og vökva- þrýstikerfi, loftþjöppum og loft- ræstikerfi. Mikill hávaði og titringur um borð geta gert vistina um borð óbærilega fyrir áhöfnina og minnkað afköst við vinnu. Talið er að langvarandi hávaða- og titr- ingsálag geti orsakað varanlegt heilsutjón og ýmis geðræn vanda- mál. Mikið titringsálag á skrokk skipsins veldur sprungum í rafsuðum á álagsstöðum burðar- virkis skipsins og bilanatíðni vél- kerfa um borð eykst. Fiskar greina hljóðöldur á tíðninni 20 til 10.000 Hz. Flestar fiskitegundir eru sérlega næmar fyrir hljóði á tíðninni undir 1000 Hz. Svo óheppilega vill til að skipsskrúfan er hvað háværust á þessu tíðnibili. Aðgerðir til úrbóta Titring frá aðalvél og hjálparvél- um er hægt að halda í lágmarki með vali á réttum efnum milli undirstaða véla og skipsskrokks. Rétta efnið er einangrunarlag sem deyfir titring milli véla og skrokks. Titring frá skrúfu þarf að takast á við strax á hönnunarstigi. Helstu hönnunarþættir sem koma við sögu er fjöldi skrúfublaða, lögun afturskips, aðstreymi að skrúfu og hönnun skrúfublað- anna. Á sfðustu tveimur áratug- um hafa verið þróuð sérstök reikniforrit fyrir hönnun skrúfu- blaða. MAN B&W Alpha ráða yfir öflugum hugbúnaði sem var þróaður í svokölluðu ProPulse verkefni. Forritið er notað til að finna góða lausn við hönnun skrúfublaða miðað við gefnar for- sendur. Þannig er mögulegt að láta forritið reikna út heppilegt skrúfublað fyrir ákveðið vélarafl með meiri togspyrnu og minni skrúfutitringi en áður hefur þekkst.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.