Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2000, Blaðsíða 38

Ægir - 01.02.2000, Blaðsíða 38
NETAGERÐARNÁM Einn vinnusalur af mörgum hjá Egersund Tral. í þjóðhátíðarstemmningu í Noregi Þann 16. maí var lokið þeim hluta ferðar- innar sem sneri að Danmörku. Eins og gefur að skilja var margt annað gert í ferðinni en heimsækja veiðarfærafyrir- tæki, en það verður ekki nánar rakið hér. Til Noregs fór hópurinn með ferjunni Kristjan IV, sem er engin smásmíði, 9 hæðir og breið eftir því. Siglingin til Noregs tók um fjórar klukkustundir og þegar komið var til Kristjansand var hinkrað eftir áætlunarbílnum í a.m.k. 2 tíma. Síðan var haldið til Mandal þar sem hópurinn gisti í tveimur norskum „hytt- um“. Næsti dagur var þjóðhátíðardagur Norðmanna og frídagur hjá íslenska hópnum. Kíkt var á fjörið í miðbænum en deginum að öðru leyti varið í fótbolta og strandblak í 20 stiga hita og fínheit- um. Þann 18. maí var byrjað á heimsókn til Trygg keðjuverksmiðjunnar og þar tóku á móti hópnum sjálfur framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Alf Nölsted og sölustjórinn Björn. Þeir fóru yfir framleiðslu fyrirtæk- isins en Trygg framleiðir flestar tegundir af keðjum, þar á meðal snjókeðjur undir bíla og auðvitað keðjur sem notaðar eru í veiðarfæri. Fyrirtækið er kallað Trygg út á við, því Nölsted kjetting er erfiðara í framburði en hitt nafnið er notað fyrir er- lenda kaupendur. Þeir félagar sögðu m.a. frá því að mengun frá fyrirtækinu væri nánast engin, en sýra sem notuð er til að þrffa keðjur eftir galvaneseringu er flutt í burtu til eyðingar. Þegar komið var í verksmiðjuna var það fyrsta sem eftir var tekið hve allt er hreint og snyrtilegt. At- hyglisverðast var þó slitþolsprófun á 16 mm keðju þar sem notaðir voru 6 hlekk- ir í prufuna og slitnaði hún á endanum og var átakið við brot 45 tonn. Eftir rúntinn um verksmiðjuna var boðið upp á snittur og aðrar veitingar. Leyst út með gjöfum í Egersund Síðara fyrirtækið sem hópurinn heimsótti til Egersund var Egersund Trál. Þar tóku á móti hópnum tveir sölu- menn og kynntu fyrirtækið, síðan var far- ið í rúnt um svæðið og sýnd vinnuaðstað- an og framleiðslan skoðuð. I flottrolls- skemmunni var verið að setja upp kol- munnatroll fyrir íslenska nótaskipið Há- kon ÞH. Þá var farið um lagergeymslurn- ar og annan eins lager hafði enginn úr hópnum séð. Eftir heimsóknirnar til veið- arfæragerðarinnar Egersund og keðju- verksmiðjunnar Nösted kjetdng var hóp- urinn leystur út með gjöfum, stutterma- bolum og hnífum. Síðan var haldið aftur til Kristjansand og þaðan lá leiðin til Kaupmannahafnar áður en flogið var heim á ný að kvöldi 21. maí eftir fróðlega ferð um Danmörku og Noreg. Seinna um sumarið fór síðan einn nem- andi deildarinnar, Sigurður H. Sigurðs- son, í starfskynningu til Noregs og dvaldist þar í 3 vikur og vann á netaverk- stæði. Hann komst ekki með í ferðina um vorið en ferð hans var eins og ferðin öll, hluti af Leonardo-verkefninu. Viðauki Eftirtalin fyrirtæki, samtök og stofnanir, styrktu nema til ferðar- innar og vilja þeir koma á framfæri þökkum fyrir stuðninginn. Neragerðin Ingólfúr í Vestmannaeyjum Netasalan í Reykjavík (veiðarfæraverslun) Netagerð Aðalsteins í Ólafsvík Norðurnet á Sauðárkróki (veiðarfæragerð) X-it á Sauðárkróki (veiðarfæraverslun) Islandsbanki í Keflavík Netagerð Suðurnesja í Keflavík LIU, Landssamband Islenskra Útvegsmanna Netagerð Vestfjarða á Isafirði og Hvammstanga. Félag járniðnaðarmanna í Reykjavík Icdan í Hafnafirði (veiðarfæraverslun) ísfell í Reykjavík (veiðarfæraverslun) Netagerðin Höfði í Húsavík Ögurvík í Reykjavík (útgerðarfélag) Stikla í Reykjavík (skipaverslun) Hampiðjan í Reykjavík Netagerð Dalvfkur á Dalvík Guðjón Margeirsson í Reykjavík (umboðs og heildverslun) Kristbjörg á Ólafsfirði (veiðarfæragerð) Neta og veiðarfæragerðin á Siglufirði Veiðarfæragerð Hornafjarðar á Hornafirði Nótastöðin á Akranesi Þá fóru nemar í þemavikunni og unnu hjá Hampiðjunni og víðar og fóru launin fyrir þá vinnu inn á ferða- sjóðsreikning. Einnig seldu þeir lík- an af rækjutrolli sem þeir settu sjálf- ir upp. Þá færa nemar Leonardo og Fjölbrautskóla Suðurnesja hinar bestu þakkir fyrir þeirra framlag til málsins. 38

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.