Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2000, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.2000, Blaðsíða 10
FRETTIR Guðmundur Runólfsson hf.: Hagnaður hátt í fjórfaldur millí ára Hagnaður af rekstri Guðmundar Run- ólfssonar hf. í Grundarfirði í fyrra var 141,5 milljónir króna, samanborið við 40,2 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur fyrirtækisins árið 1999 námu alls 669,2 milljónum kr. og hækk- uðu um 18,4% frá árinu 1998. Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir og vexti var 155,1 milljónir kr. saman- borið við 137,5 milljónir kr. árið á und- an. Veltufé frá rekstri jókst verulega milli ára, eða úr 95,4 milljónum króna. í 189,7 milljónir króna. Arðsemi eigin fjár á ár- inu 1999 var um 51,43%. í upphafi árs gengu í gildi kaup fyrir- tækisins á hluta útgerðarfélagsins Njarð- ar hf. en að hluta færðust kaupin inn í rekstur Guðmundar Runólfssonar á árinu 1999. Árið 1999 sló öll met hjá fiskmörkuðunum Alls var seldur afli fyrir 11,7 mihjarða króna á islenskum fiskmörkuóum á ár- inu 1999. Ef litið er til verðmætaaukn- inqar þá var hún 17%, mióað við árið 1998. Árið 1999 var metár i veitu í við- skiptum á islenskum fiskmörkuðum. Aukningin í tonnum talið var aðeins 1% og voru i heild seld um 104 þúsund tonn á mörkuóunum á árinu 1999. Nánast allt síðasta ár var jöfn og stöðug hækkun i verói á mörkuðunum. Tvær keðjur fiskmarkaða eru starfandi hér á Landi, þ.e. Islandsmarkaður og Reiknistofa fiskmarkaða. í heild starfa 20 fiskmarkaðir á landinu. REVTINGUR Laxeldi: Ársframleiðsla Færeyinga nálgast 50 þúsund tonn Laxeldi í Færeyjum er nú á hraðri og öruggri uppleið á ný. Ársfram- leiðslan stefnir hraðbyri i 50 þús- und tonn og þar með eru útflutn- ingsverðmæti komin á níunda milljaró króna á ári. Toppi náði LaxeLdi í Færeyjum árið 1993 en síðan kom niðursveifl- an sem varð til aó eldisstöðvum í eyjunum stórfækkaði. Stöðvarnar lögðu upp Laupana, í fLestum tiL- feLlum var um gjaLdþrot að ræóa og stóðu fáar eftir þegar niðursvei- fLunni Lauk. Nú eru fimmtán eLdis- stöðvar í eyjunum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.