Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2000, Blaðsíða 27

Ægir - 01.02.2000, Blaðsíða 27
SKIPAHÖNNUN hagkvæm í rekstri, með góðri vinnuaðstöðu og vist- arverum fyrir skipverja, búin veltitönkum og ýmsum öðrum búnaði til að gera þessa fljótandi vinnustaði sem besta úr garði.“ Einmitt þessi atriði sem Helgi nefnir gera að verk- um að t.d. mörgum gömlum ísfisktogurum kann að verða skipt út fyrir styttri skip, en breiðari sem þó eru ekki síðri að afkastagetu. Helgi bendir einnig á að í skipahönnuninni verði að taka tillit til reglugerða um veiðihólf og aðra slíka þætti sem snerta veiðileyfi hvers skips fyrir sig. „Vélastærðin er t.d. takmarkandi fyrir litlu bátana gangvart veiðihólfum en í togurunum þarf mun síð- ur að velta vélastærðunum fyrir sér. Nóta og flottrollsveiðiskipin þurfa aftur á móti á aflinu að halda vegna veiða á kolmunna og öðrum uppsjávarte- gundum í flottroll. Þannig mætti áfram telja þessar hönnunarlegu spurningar sem svara þarf út frá verk- efnum skipanna," segir Helgi. Sérhæfum okkur f togurunum Sérhæfing er alþekkt kenniorð, ekki síður í hönnun fiskiskipa en öðrum þáttum í atvinnulífmu. Helgi segir að aðaleigandi fyrirtækisins, Bárður Hafsteins- son, hafi á árabilinu 1970-1975 haft umsjón með smíði fjöldamargra íslenskra togara í Noregi. „I gegnum tíðina hefur Skipatækni haft togaraflot- ann sem sitt fjöregg. Við teiknuðum t.d. Guð- björgina IS, Baldvin Þorsteinsson EA og þannig mætti áfram telja. Fyrstu togararnir sem hannaðir voru og byggðir sem frystitogarar fyrir Islendinga, þ.e. Sjóli HF-1 og Haraldur Kristjánsson HF-2 voru teiknaðir hjá Skipatækni ehf. Þótti mörgum nóg um hve breið skipn voru, þ.e. 12,6 metrar en í dag sjáum við að þessi skip voru börn síns tíma. Svona breytast hlutirnir í skipahönnun, eins og öðru,“ segir Helgi Kristjánsson, markaðsstjóri Skipatækni. Huginn VE verður stórt og glæsilegt skip. Myndin var tekin á dögunum í Chile en skipið er væntanlegt til íslands um eða upp úr miðju ári. Baldur Halldórsson, skipasmiður, á Hlíðarenda: lefur smíðai ©g hannati teplega h siááta Nú til dags verða skip og bátar fyrst til á teikniborð- inu hjá skipahönnunarfyrirtækjum en á árum áður voru það hinir fagmenntuðu skipasmiðir sem hönn- uðu og smíðuðu bátana, hönnuðu oft á tíðum jafn- framt smíðinni. Baldur Halldórsson á Hlíðarenda við Akureyri er einn þeirra sem lengst hafa smíðað hér á landi og er enn að. Nú er nýsmíði á gólfinu hjá hon- um og hann kann því ágætlega að nýsmfðar færist í vöxt á nýjan leik. „Ætli þeir séu ekki orðnir hátt í hundrað bátarnir sem ég hef smíðað á tæplega 60 ára ferli," segir Bald- ur og um helming þessara báta segir hann trébáta. Hann reiknar með að trébátakynslóðin sé á förum úr flotanum og víki fyrir plast- og stálbátum en í dag eru fyrst og fremst smíðaðir plastbátar í smiðjunni hjá Baldri. Timbrið segir hann á margan hátt skemmtilegra efni en plastið í bátasmíðinni en allt hafi sína kosti og galla. „Það er fyrst nú á síðustu misserum sem eftirspurn hefur aftur orðið eftir nýsmíði en í 8-10 ár var nær eingöngu spurt eftir lengingum og öðrum breyting- um báta,“ segir Baldur en samhliða bátasmíðinni sel- ur hann vélar og annan þann búnað sem þarf í smá- báta. „Breytingarnar hafa alltaf orðið stórtækari og stór- tækari. Nú eru menn jafnvel komnir út í að taka gamlan „Færeying" og breyta honum í stóran fiski- bát. Slíkt er ekki skynsamlegt þó menn geti fengið út úr þessu ágætis báta þegar upp er staðið," segir Bald- ur. Bátana sem Baldur smíðar útfærir hann yfirleitt sjálfur, fær þó í sumum tilfellum til sfn steypta plast- skrokka og hann segist sjálfur hanna fyrirkomulag og innréttingar. „Það verður að segjast eins og er að mikið af þessu er unnið af fingrum fram. Þeir eru þar af leiðandi ekki margir bát- arnir sem eru nákvæmlega eins.“ Ekki hefur alltaf verið gósentíð í bátasmíðabrans- anum og það viðurkennir Baldur fúslega. „Þetta sveiflast upp og niður með veiðinni - eða með reglun- um og kvótakerfinu," segir Baldur Halldórsson, skipa- smiður á Hlíðarenda. Baldur Haltdórsson, skipas- miður. Að neðan má sjá plastbát sem Baldur hefur sett á perustefni. 27

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.