Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2000, Blaðsíða 12

Ægir - 01.02.2000, Blaðsíða 12
FRÉTTIR Fallega málað skip er orðið dýrmæt auglýsing fyrir fiskafurðir: Tískulitir í skipum eins og húsamálningu - segir Sveinn Sveinsson, sölustjóri hjá Hörpu „Staðreyndin er sú að útgerðarmenn hafa æ meiri áhuga á að mála skipin sín í fallegum litum. Enda er ekkert óeðlilegt við að menn máli skipin sín glæsilega á sama hátt og lagt er upp úr að laða það besta fram í útliti húsa með fallegri mál- ingu,“ segir Sveinn Sveinsson, sölustjóri Málingarverksmiðjunnar Hörpu. Þess eru nokkur dæmi að fallegustu skip íslenska flotans prýði umbúðir ís- lenskra sjávarafurða í búðum erlendis og á þann hátt eru falleg skip tengd vörunni og hinu hreina og ómengaða umhverfi. Sveinn segir að það færist sífellt í vöxt að útgerðarmenn leggi leið sína til Hörpu og fái myndir af skipum sínum upp á tölvuskjá og velji síðan litasamsetningu á tölvumynd áður en skip fer í slipp, breyt- ingar eða fer nýsmíðað á flot. „Við bjóðum útgerðarmönnum þennan valkost sem lið í okkar þjónustu og það er gaman að finna hve útgerðarmenn eru áhugasamir um gott útlit skipa sinna. Eg er ekki í vafa um að fallegt skip í fallegu umhverfi getur ráðið miklu þegar neyt- andinn sér slíka mynd á umbúðum í verslunum erlendis," segir Sveinn. Harpa selur International Paint máln- ingu, sem er heimsþekkt. Sveinn segir þessa málningu með 34% hlutdeild á heimsmarkaði í dag og segir hann máln- ingarverksmiðjur International Paint að finna vítt og breitt um heim. Til að mynda kemur sér vel fyrir viðskiptavini Hörpu að fyrirtækið tengist heimsneti þessa málningarframleiðanda nú þegar Is- lendingar eiga í smíðum hátt í 20 skip hjá stöðvum í Kína. Þannig ganga út- International SKIPAMALNING Sveinn Sveinsson, sölustjóri HÖrpu. gerðarmenn frá vali á málningunni hér heima en hún er sfðan framleidd hjá verk- smiðjum International í Kfna og fer það- an til stöðvanna sem hafa íslensku skipin í smíðum. „Við tökum þannig þátt í íslensku skipasmíðabylgjunni í Kína og verður spennandi að sjá skipin þegar þau koma heim. Eg hef trú á að sum þeirra verði í fallegum en óvenjulegum skipalitum - sem betur fer eru fleiri og fleiri að fá kjark til að reyna eitthvað annað en þessa hefð- bundnu skipaliti sem voru á árum áður. Þetta gefur fiskimiðunum lit,“ segir Sveinn. almenn nýsmíði Lagfazringar og hverskyns breytingar Reykjavíkurvegi 64 220 Hafnarfjörður Sími 565 4420 Fax.: 565 4401 GSM-simi 896 4025 GSM-simi 894 1090

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.