Ægir - 01.02.2000, Blaðsíða 29
SKIPAHONNUN
Teiknistofa Karls G. Þórleifssonar á Akureyri:
Teiknistofa Karls G. Þórleifssonar á Akureyri hefur
komið að stórum breytingaverkefnum á undanförn-
um árum og mörg þessara skipa hafa nánast verið
óþekkjanleg þegar þau hafa komið aftur heim eftir
breytingar erlendis. Karl Þórleifsson segir áhersluna á
hönnun breytinga meðvitaða og svið sem henti vel
stofu af þessari stærð. Starfsmenn stofunnar eru að
jafnaði 5-6.
„Uppistaða okkar verkefna hafa verið breytingar
skipa og það kemur til af því að stofa sem ekki er
stærri getur ekki unnið samhliða í hönnun nýrra
skipa og breytingum skipa. Þess í stað verður að velja
annað sviðið og okkar sérhæfmg er skipabreytingar,"
segir Karl. Því fer þó fjarri að stofan komi ekki ná-
lægt nýsmíðaverkefnum og t.d. er þessa dagana unn-
ið að verkefnum vegna hins nýja fjölveiðiskips Sam-
herja hf., sem væntanlegt er til landsins á árinu.
„Nýsmíðar hafa komið og farið í gegnum tíðina.
Þær eru á uppleið þessa stundina en við höfum enn á
borðinu hjá okkur mjög stór breytingaverkefni í
nótaskipaflotanum og fleiri eru fyrirsjáanleg. Þessu
til viðbótar má ekki gleyma öðrum smærri verkefn-
um sem hönnunarstofurnar koma að, t.d. að teikna
fyrirkomulag á vinnsluþilförum x frystitogurum en
þau taka sífelldum breyt-
ingum. Þetta fag gengur
því ekki eingöngu út á að
hanna skip frá grunni.,“
segir Karl og bætir við að í
augum skipahönnuða sé
nauðsynlegt að auka ný-
smíðar og endurnýjun flot-
ans með nýjum skipum og
bátum.
„Margir smærri bátanna
eru orðnir óskaplega lúnir
og hljóta að víkja fyrir nýrri
skipum. Sömuleiðis hefur
verið hæg endurnýjun gömlu ísfisktogaranna og
merkilegt hvað sum þessara skipa hafa enst því ekki
voru þau öll í fremstu röð þegar þau komu til lands-
ins. Maður veltir þvi'’ líka fyrir sér af hverju íslenskar
útgerðir leggi ekki meiri áherslu á línuskip, líkt og
Norðmenn hafa gert, en svarið liggur sennilega í því
að þróun skipa á Islandi fer fyrst og fremst eftir því
hvaða reglur varðandi fiskveiðar eru í gildi hverju
sinni. Þær hafa mikil áhrif á skipaþróunina," segir
Karl.
Karl Þórleifsson kann
því ágætlega að
bregða teikningum
upp á gamla góða
teikniborðið en
annars er tölvu-
tæknin alfarið tekin
við í skipahönnun,
sem öðru.
Skipa- og vélatækni í Keflavík:
r
onn
ír
b zj ku Oseyj a rb atu n u m
„Það ætlunarverk okkar og Óseyjar að hanna og
smíða hentuga báta til endurnýjunar í bátaflotnum
hefur gengið upp. Eg hef fulla trú á að nýsmíði báta
af stærðinni um og yfir 20 metra sé hreint ekki liðin
undir lok hér á landi. Það sanna bátarnir frá Ósey,“
segir Vignir Demusson, framkvæmdastjóri hjá Skipa-
og vélatækni í Keflavík en fyrirtækið hefur haft með
höndum teikningar sjö báta fyrir skipasmíðastöðina
Ósey í Hafnarfirði á undanförnum árum og nú er átt-
undi báturinn, sem reyndar er nokkuð stærri en þeir
fyrri, kominn áleiðis hjá Ósey.
Skipa- og vélatækni annast skipateikningar, hönn-
un breytinga og nýsmíða, sem og eftirlitsþjónustu,
útboð, verklýsingar og aðra þætti sem lúta að tækni-
fræðiþjónustu við skip. Hönnun bátanna fyrir Ósey
hafði það markmið að smíða nýja gerð af bátum sem
hefðu fjölþætta veiðihæfni og væru á samkeppnisfæru
verði á innanlandsmarkaði. Síðasti báturinn í þessari
röð sem kom á flot var Friðrik Bergmann SH, sem
kynntur var nýverið í Ægi.
„Nýjasta verkefnið hjá okkur er hönnun á nýjum
báti fyrir Geir ehf. á Þórshöfn en þar er um að ræða
140 tonna skip, yfirbyggt og 22 metra langt. Með
nýju aðstöðunni sem Ósey hefur komið sér upp í
Hafnarfirði eru möguleikarnir meiri til að byggja
stærri skip og ég á von á að þróunin í samstarfi okk-
ar verði í þá áttina á komandi
misserum," segir Vignir.
Skokkarnir í Óseyjarbátana
hafa verið smíðaðir í Póllandi
og síðan fluttir hingað til
lands þar sem stærstur hluti
heildarsmíðinnar hefur verið
unnin. Vignir segir þetta
vinnuferli hafa gengið vel fyrir
sig og vandkvæðalaust. Fyrir
mestu sé að kaupendur bát-
anna séu ánægðir með þá.
„Við finnum fyrir mjög jákvæðum viðbrögðum frá
þeim útgerðarmönnum sem komnir eru með Óseyj-
arbátana í notkun, enda bjóða þessir bátar mun meiri
veiðifjölbreytni en þeir bátar sem útgerðirnar höfðu
fyrir. Það er líka kostur að útgerðirnar geta fylgst
náið með öllu hönnunarferlinu og smíðinni hér
heima og þannig tryggt að útkoman verði eins og
þær frekast vilja. Þar af leiðandi er á allan hátt já-
kvætt að nýsmíði skipa geti haldið áfram hérlendis,"
segir Vignir Demusson.
Auk hönnunar á nýjum bátum hefur Skipa- og
vélatækni annast breytingaverkefni stór og smá, m.a.
breytingar á tveimur skipum Nesfisks ehf. í Garði
sem framkvæmdar voru í Póllandi á síðasta ári.
Nýjasta hönnun Skipa-
og vélatækni er þessi
140 tonna bátur sem
er nú í smíóum hjá
Ósey fyrir Geir ehf. á
Þórshöfn.